Tónleikahelgin 12.-16. febrúar 2014

Miðvikudagur 12. febrúar

KEX Hostel býður upp á tónleika með hljómsveitinni Sykur og tónlistarkonunni Cell7. Tónleikarnir fara fram á Sæmundi í sparifötunum, veitingastað hostelsins og hefjast kl. 20:30. Hljómsveitin Sykur mun nota tækifærið og frumflytja nokkur ný lög og Cell7 mun flytja lög af breiðskífunni CellF.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar á Slippbarnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Fimmtudagur 13. febrúar 

Sónar Reykjavík hefst þetta kvöld og m.a þeirra sem koma fram eru Rycuichi Sakamoto & TaylorDeupree, GusGus, Good Moon Dear, Tonic, Introbeats, Hermigervil ásamt mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

Tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson er fer fyrir hljómsveitinni RIF. Spilar lög af væntanlægri plötu sveitarinnar á Hlemmur square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn.

Mikeal Máni Ásmundsson & Anna Gréta Sigurðardóttir koma fram í Mengi. Það kostar 2000 krónur inn og hefjast tónleikarnir 21:00.

 

 

Föstudagur 14. febrúar

 

Sónar Reykjavík heldur áfram. Tónleikar m.a frá Bonobo, Paul Kalkbrenner, Starwalker, Kiasmos, When Saint Go Machine, Jon Hopkins og mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

 

Hljómsveitirnar Skepna og Strigaskór nr.42 halda tónleika á Dillon. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Ólafur Björn Ólafsson sem hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár s.s. Yukatan, Kanada, Stórsveit Nix Noltes, Jónsa og nú síðast með Sigur Rós á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn mun troða upp í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Laugardagur 15. febrúar

Síðasti dagur Sónar Reykjavík, tónleikar og dj-sett með Daphni, Major Lazer, Fm Belfast, Sísý Ey, Hjaltalín, James Holden, Trentemöller, Evian Christ, Sykur, Ojba Rasta, Low Roar og mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.

 

Páll Ivan frá Eiðum sem hefur komið víða við í hljóð og sjónlistum  mun halda tónleika í Mengi. í þetta sinn verður lögð höfuð áhersla á hljóðið því að á tónleikum Páls Ivans verður ekkert að sjá heldur verður dregið fyrir þannig að áhorfendur neyðast til að verða áheyrendur að miklu sjónarspili. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

 

Sunnudagur 16. febrúar

 

Hin goðsagnakennda rafsveit The Zuckakis Mondeyano Projcet snýr aftur til að spila eitt gigg á Palóma áður en meðlimir hljómsveitarinnar halda aftur til Danmerkur og Japan. Upphitun mun vera í höndum DJ Kocoon, viðburðurinn byrjar á slaginu 20:00 en tónleikarnir 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *