5.2.2014 13:45

Neil Young & The Crazy Horse til Íslands

Hinn kanadíska rokkhetja Neil Young er væntanleg til Íslands í sumar og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni þann 7. júlí. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við All Tomorrow’s Parties tónlistarhátíðina. Hljómsveitin Crazy Horse sem hefur leikið með honum um áratugaskeið verður með í för en þetta verða fyrstu tónleikarnir á tónleikaferðalagi Young um Evrópu. All Tomorrow’s Parties verður haldin í Ásbrú 10. til 12. júlí en þar koma meðal annars fram Portishead, Interpol og Kurt Vile.


©Straum.is 2012