Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.

 

 

Iceland Airwaves tilkynnir síðustu listamennina sem spila í ár

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag restina af þeim listamönnum og hljómsveitum sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Fucked Up (CA), Jagwar Ma (AU), Ásgeir, Nite Jewel (US), Money (UK), Sykur, Caveman (US), Mikhael Paskalev (NO), Sísý Ey, Gluteus Maximus, Daníel Bjarnason, Pétur ben, Shiny Darkly (DK), Caterpillarmen, Eivör Pálsdóttir (FO), Kira Kira, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Electric Eye (NO), Lára Rúnars, Elín Ey, Nadia Sirota (US), Trust the Lies, Terrordisco, Marius Ziska (FO), Svartidauði, Amaba Dama, Strigaskór Nr 42, Benny Crespo’s Gang, Bárujárn, Byrta (FO), Halleluwah, Loji, Ramses, Cell7, Quadruplos, Subminimal, Thizone, DJ AnDre, Skurken, Jara, Gang Related, Stroff, Vigri, Ragga Gröndal, Árni², Bob Justman, Bellstop, Kaleo, The Mansisters (IS/DK), Dísa, Oculus, Housekell, Úlfur Eldjárn, Fears (IS/UK), FKNHNDSM, Mono Town, Æla, dj. flugvél og geimskip, Hellvar, Jan Mayen, Grúska Babúska, Love & Fog, My Bubba, Myrra Rós, Skelkur í bringu, The Wicked Strangers, Lockerbie, Kippi Kaninus og Skepna!

Jón Þór sendir frá sér myndband

Reykvíski tónlistarmaðurinn Jón Þór sendi fyrr í kvöld frá sér myndband við lagið Uppvakningar í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Lagið er að finna á fyrstu sólóplötu Jón Þórs sem kom út í fyrra við góðar undirtektir. Hluti myndbandsins var tekið upp á árlegum snakkdegi lýðveldisins samkvæmt Jóni Þór.

Esben & the Witch spila á Íslandi

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem næstkomandi laugardag 31. ágúst kl. 22. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Brim. Miðar munu einnig fást við hurðina.

Esben & the Witch koma frá Brighton í Englandi og eru á mála hjá hinu frábæra plötufyrirtæki Matador Records, sem meðal annars gefa út plötur hljómsveita á borð við Queens of the Stone Age og Yo La Tengo. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og sú seinni, Wash the Sins Not Only the Face, kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Stroff er spáný hljómsveit frá Hafnarfirði skipuð þungavigtarmönnum úr íslenskri jaðarrokksenu. Good Moon Deer er austfirzkur raftónlistardúett. 

Straumur 26. ágúst 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Roosevelt, Courtney Barnett, Okkervil River, Holy Ghost!, Tears For Fears, Diarrhea Planet, Two Step Horror og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 26. ágúst 2013 by Straumur on Mixcloud

 

1) Ready To Start (Arcade Fire cover) – Tears For Fears
2) Elliot – Roosevelt
3) Cabaret – Escort
4) Okay – Holy Ghost!
5) Unbreak my mixtape – M.I.A
6) Avant Gardener – Courtney Barnett
7) Kids – Diarrhea Planet
8) Skeleton Head – Diarrhea Planet
9) Down Down the Deep River – Okkervil River
10) Where the Spirit Left Us – Okkervil River
11) Stay Young – Okkervil River
12) Thorn In her pride – King Khan & The Shrines
13) Lonesome Town (demo) – Two Step Horror
14) Girl, I Love You (4ever) – Jonathan Rado
15) Nirvana – Sam Smith

Two Step Horror með Ricky Nelson ábreiðu

Reykvíska tvíeykið Two Step Horror sendu fyrr í dag frá sér demo ábreiðu af laginu Lonesome Town sem samið var af Baker Knight og flutt af söngvaranum Ricky Nelson á 6. áratugnum. Í flutningi Two Step Horror má segja að lagið verði ögn drungalegra og þau geri það að sínu.

Tears For Fears með dubstep ábreiðu af Arcade Fire

Breska new wave bandið Tears For Fears sendu í gær frá sér dubstep ábreiðu af laginu Ready To Start sem var á þriðju plötu kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire – The Suburbs frá árinu 2010. Þetta er fyrsta nýja efnið sem Tears for Fears senda frá sér frá því að platan Everybody Loves A Happy Ending kom út árið 2004.