Sunna: viðtal

Ljósmynd: Senta Simond

 

Sunna Margrét Þórisdóttir sem áður var í hljómsveitinni Bloodgroup sendir frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni: „Hero Slave“, í dag. Lagið kemur út á Spotify og öðrum helstu tónlistarveitum.

Það er kannski ekki skrítið því Sunna hefur fengist við tónlist meira og minna alla ævi. Hún er alin upp á miklu tónlistarheimili, en pabbi hennar er tónlistarmaðurinn Þórir Baldursson. „Kannski er það þess vegna sem mér finnst gaman að „svindla“ í tónlist,“ segir hún, „að fara óhefðbundnar leiðir og gera það sem ekki má.“ Hún fékk nasaþefinn af erfiðu en skemmtilegu lífi atvinnutónlistarmannsins þegar hún hélt út í heim sem söngkona danssveitarinnar austfirsku Bloodgroup, þá innan við tvítugt.
Í dag býr Sunna í Lausanne í Sviss þar sem hún er í myndlistarnámi. Við spurðum hana út í nýja sólóferilinn, hennar helstu áhrifavalda og aðrar tónlistartengdar spurningar

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu og sólóferlinum

“Hero Slave varð til í listasögutímum sem allir fara fram á frönsku. Ég talaði ekki orð í frönsku þannig ég ákvað að setja upp heyrnatólin og semja tónlist í tölvunni. Textinn kom svo seinna en hann er sambland af draumi, veruleika og æskuminningum. Ég var stödd í veislu þar sem aðalumræðuefnið var flaska með dularfullu innihaldi. Svo fór að hún var á endanum opnuð. Um nóttina bjargaði hundur mér frá innihaldi flöskunnar og þaðan kemur nafnið: Hero Slave. Varðandi sólóferilinn að þá er þetta fyrsta lagið mitt og mér þykir vænt um það.”

Hver voru áhrifin á þig sem tónlistarmann að vera dóttir mest goðsagnakennda upptökustjóra Íslandssögunnar Þóris Baldurssonar

“Ég er auðvitað mjög stolt af pabba mínum og öllu því sem hann hefur gert og er ennþá að gera. Við spilum oft saman, hann á píanó og ég syng og það eru okkar bestu stundir. Hann hefur gefið mér mörg og góð ráð í gegnum árin. Þau hafa sum tengst tónlistarheiminum en þau bestu sem hann hefur gefið mér snúast um lífið og kærleikann.”

Hefurðu spurt hann mikið út í diskótímabilið og samstarf hans og Giorgio Moroder? 

“Við höfum aldrei talað um diskótímabilið né Giorgio Moroder enda hef ég aldrei spurt:) “

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

“Það besta er örugglega tjáningarfrelsið og þörfin fyrir að tjá sig. Adrenalínkikkið á sviðinu er líka einhver tenging inní annan heim.”

En versta?

“Flugvellir”

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? “Allavega Portishead. Svo er listinn langur…”

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu? “Eden Ahbez”

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd? “Häxan (Barði Jóhannsson)”

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð? “Stop Making Sense”

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?

Bonnie and Clyde – Serge Gainsbourg & Brigitte Bardot

This Woman’s Work – Kate Bush

Sunny Road – Emiliana Torrini

Fascination Street – The Cure

Lullaby – The Cure (Ég sofna oft með iTunes á repeat, þetta er vögguvísulistinn)

En plötur?

The Cure – ‘Galore: The Singles 87-97’

Portishead – ‘Dummy’ Allah-Las – ‘Allah-Las’

Gabor Szabo – ‘Dreams’

Red Hot Chili Peppers – ‘Californication’

Leonard Cohen – ‘The best of Leonard Cohen’

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)? “Allt LungA, LungA alltaf best, ég má alveg segja það”

Uppáhalds plötuumslag? “I Am Not Afraid – Hugh Masekela”

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með? “Serge Gainsbourg og Ella Fitzgerald”

Hvaða plata fer á á rúntinum? Life – The Cardigans

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir? “Fyrsta plata Megasar á vínyl”

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum? “Ég benti áhorfendum á að klappa en enginn tók undir og strákur sem sat fremst sagði: “Þetta var vandræðalegt”

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi? Got To Give It Up – Marvin Gaye

Enn í eftirpartínu? Alelda – Ný Dönsk

Uppáhalds tónlistarhátíð? Pohoda Festival og Iceland Airwaves

Eitthvað að lokum? Verum góð við hvort annað

 

Rafmagnsstólinn: Jón Gabríel í Nolo

 

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

Að þessu sinni var það Jón Gabríel Lorange söngvari og gítarleikari Nolo sem var grillaður en hann hefur síðustu misseri einbeitt sér ásamt öðrum hljómsveitarmeðlimum að nýrri Nolo plötu.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? 

Ég væri mest til í að hita upp fyrir Kalla Bjarna, ekki grín.

 

Hvað er besta tónlistin sem þú hefur uppgötvað á árinu? 

lagið Dance of the Knights með Serguei Prokofiev.

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?

Uppáhalds kvikmyndatónskáldið mitt er Howard Shore, uppáhalds tónlist í bíómynd er í Stanley Kubrick myndinni Barry Lyndon eða Shining!

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)

Ég á mér ekkert eitt uppáhalds tímabil í tónlistarsögunni en 20. öldin stendur þó uppúr.

 

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?

Ég er eiginlega bara með Nolo lög og mín lög á Itunes. Þannig það er svarið við því. Annars nota ég Youtube, vínyl og ipod til að hlusta á aðra tónlist.

 

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Bestu tónleikar sem ég hef séð “nýlega” eru örugglega Dirty Projectors á Airwaves 2012.

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn (íslandi / erlendis)?

Það eru ekki margir tónleikastaðir á Íslandi um þessar mundir en mér fannst Faktorý alltaf bestur. Annars eigum við eftir að spila á Paloma! Og gerum það 19. apríl!

 

Uppáhalds plötuumslag? 

líklegast þarna Santana platan með svörtum manni að halda á hvítum fugli. Man ekki hvað hún heitir… (Greatest Hits)

 

Þekkirðu Jakob Frímann (ef svo hvernig? hefurðu hitt hann?)? 

Hver er Jakob Frímann? Er hann á Bylgjunni?

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?

Ég myndi vilja taka jam-session með mjög mörgum en fyrsti sem kemur upp í huga er Bob Marley. Ég sendi honum e-mail um árið um hvort hann vildi syngja með Nolo, ekkert svar borist enn.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?

Ég væri mest til í að vinna með TUPAC SHAKUR!

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er , hver myndi það vera?

Ég myndi mest vilja vinna með upptökustjóranum George Martin, fimmti bítillinn.

 

 

Hvaða plata fer á á rúntinum? 

eitthvað rokkað og sultað eins og Master of Reality með Black Sabbath.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?

Síðasta tónlist sem ég keypti var Leonard Cohen plata sem gjöf.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?

Þegar ég sleit 3 strengi í einni stroku.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?

Líklega þessa Santana plata sem ég minntist á áðan.

 

Enn í eftirpartínu?  

Í eftirpartíinu myndi ég setja á einhverja seiðandi píanótónlist með Debussy, já eða Erik Satie.

 

Hver er frægasti Facebook vinur þinn?

Ívar Björnsson er frægasti facebook vinur minn.

 

Uppáhalds borgin þín?  Reykjavík

 

 

Þið eruð að vinna að nýrri plötu, hvaða fimm orð myndu lýsa henni best?

sniðug, snúin, safarík, inlegg og epli.

 

Hvaðan kemur nafnið Nolo?

Nafnið Nolo birtist Ívari í draumi þar sem hann var á ferðalagi um Tyrkland með ferðafélaga sem var fjallageitin Nolo.

Airwaves viðtal: Zola Jesus

Bandaríska söngkonan Nika Roza Danilova sem er best þekkt undir listamannsnafninu Zola Jesus er aðeins 24 ára gömul en hefur samt sem áður sent frá sér heilmikið af gæða efni frá því hún hóf sinn feril. Nika kemur fram í Gamla Bíó á Iceland Airwaves hátíðinni klukkan 1:00 næsta laugardag. Við tókum hana í stutt spjall á dögunum.

 

 

 

 

Airwaves yfirheyrslan – Stafrænn Hákon

Ólafur Örn Josephsson tónlistar­maður hefur gefið út tónlist undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon frá árinu 1999 og spilaði í fyrsta skipti á Iceland Airwaves 2001. Ólafur ræddi við okkur um Airwaves og bandið sitt Stafrænan Hákon.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Fyrsta hátíðin árið 1999 í einhverju flugskýli .. voru tvö bönd að mig minnir, Gus Gus og Sigur Rós. Bæði frekar eftirminnilegt

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?

Spilaði fyrsta skiptið árið 2001, þá með hljómsveitinni Ampop.  Það var á Kaffi Thomsen og það var svaka stuð. Fullt af fólki og allir frekar sáttir enda mjög spennandi allt saman.

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

hmmmm….. 2001, 2007, 2010, 2011 og 2012,  þannig að núna árið 2013 er 6. skiptið.

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Margir mjög góðir sem maður hefur dottið inná. Man hversu Sigur Rós voru góðir í Hafnarhúsinu árið 2001 enda frekar heitir á þeim tíma.  Svo voru Deerhof árið 2007 helvíti magnað.  Annars Heavy Experience árið 2011 á Amsterdam eitt það eftirminnilegasta af þessu.


Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Það var sennilega árið 2011 með hljómsveitinni Náttfara í Norðurljósum í Hörpunni.  Magnað sánd og manni leið virkilega vel það kvöldið á sviðinu.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Hún stækkar og stækkar með hverju árinu virðist vera. Og ekki verra að alltaf verið að batna til muna aðstæður og fleira í þeim dúr.  Virkilega vel framkvæmd í gangi hjá fólkinu sem skipuleggur og leggur hönd á plóg. Get ekki ímyndað mér haustmánuði án þessarar hátíðar.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Amsterdam auðvitað og svo náttla Iðnó alltaf góður. 

 

 Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Njóta þess að spila og gefa sig 110% í þetta stöff… annars er þetta vonlaust og hælarnir kælast fljótt.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo (séð áður en alltaf til í meira, eitt það magnaðasta tónleikaband sem ég hef upplifað.) Nolo með trommara og Stroff auðvitað.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska tónlistarmenn að fá tækifæri til að koma fram á svona glæsilegri hátíð. Ekki sjálfgefið og það ætti að halda flestum á tánum.  Þetta er orðinn heljarinnar megamessa í íslensku listalífi, svo einfalt er það.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð? 

Í fyrra var það 5 sinnum með offvenue.. það var feikinóg.

 

 Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

allar góðar á sinn hátt.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo án vafa enda ennþá frekar fersk, Krafwerk gæti ég hugsað mér að sjá fyrir 35 árum.

 

Listasafnið eða Harpa?

Fer eftir atriðum.  Annars er ég yfirleitt með vonbrigðum með hljómburð í Listasafninu.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Þetta skiptið er það bara Stafrænn Hákon.  Náttfari í fríi að mér skilst og Per:Segulsvið fær aldrei aðgang að slíkri hátíð.

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Já ætla að láta móðir mína sauma STROFF á allar flíkurnar mínar fyrir hátíðina, til að þrengja soldið að ökklum og úlnliðum.

 

 

Airwaves Straumur 21. október 2013

Í Straumi næstu tvö mánudagskvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár. Í þáttunum kíkjum við á nokkra af þeim erlendu listamönnum sem koma fram á hátíðinni auk þess sem við tökum nokkra þeirra tali. Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Airwaves Straumur 21. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Computer World – Kraftwerk
2) Your Drums, Your Love – AlunaGeorge
3) Attracting Flies – AlunaGeorge
4) You – Gold Panda
5) Feeling Special – Mykki Blanco
6) One Second Of Love – Nite Jewel
7) Warni Warni – Omar Souleyman
8) What Love – Jagwar Ma
9) She Will – Savages
10) Son The Father – Fucked Up
11) Ghosts – On An On
12) Pilgrim – MØ
13) XXX 88 – MØ
14) Mountains Crave – Anna Von Hausswolff
15) Can’t Get My Mind Off You – Sean Nicholas Savage
16) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage

Airwaves yfirheyrslan – Sóley

Sóley Stefánsdóttir byrjaði feril sinn í hljómsveitinni Seabear og spilaði í fyrsta skiptið á Iceland Airwaves með henni árið 2008. Fyrsta útgáfa Sóley Theater Island EP kom út árið 2010 og platan We Sink fylgdi í kjölfarið árið 2011. Frá útgáfu hennar hefur Sóley vakið mikla athygli utan landsteinana og ferðast með tónlist sína vítt og breitt um heiminn. Sóley situr fyrir svörum í Airwaves yfirheyrslu dagsins.  

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Áður en ég varð tvítug þá þræddi ég OFF venjú tónleika airwaves og mér eru minnistæðastir tónleikar Hot Chip í 12 tónum árið 2005, mér fannst þeir algjör snilld og fyrsta platan þeirra er líka tryllt!


Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Það var í Listasafni Reykjavíkur árið 2008 með hljómsveitinni Seabear. Það var geðveikt gaman, við vorum reyndar nýkomin af frekar brjáluðu 5 vikna tónleikaferðalagi (þar sem Ísland hrundi á meðan!) en það var mjög gaman að loka þeim túr með skemmtilegum tónleikum í Listasafninu, fullt af fólki og brjáluð stemning (allavega í minningunni)!

 

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Ég hef spilað síðan 2008, 5 hátíðum. 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Bara ef ég hugsa til ársins í fyrra þá voru Dirty Projectors svo fáránlega góð læv að ég bara stóð og gapti…

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálf? 

Mér fannst mjög gaman í fyrsta skipti sem ég spilaði sóló dótið mitt en það var í Kaldalóni árið 2011, alveg stappfullur salur og ég að spila músíkina mína í fyrsta skipti á íslandi. mjög gaman!

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Mér finnst Iðnó alltaf rosa sjarmerandi staður. 

 

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Beach House árið 2011, ég var að spila á sama tíma með Sin Fang.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Uhh hafa gaman!

 

Hverju ertu spenntust fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Ég er mjög spennt að sjá múm og sænsku tónlistarkonuna Anna Von Hauswolf, Yo La tengo og Krafwerk ef ég fæ miða. Líka Omar souleyman bara afþví hann heitir næstum því sóley, djók. En ég er ekki alveg búin að kíkja nógu vel á þetta…

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Þetta er náttúrulega fyrst og fremst árshátíð fyrir tónlistarsenuna á Íslandi. Og svo eru nú alltaf eitthvað bisness fólk í salnum og ég vinn til dæmis núna með rosa fínum bókara sem mætti á tónleika með mér í fyrra. 

 

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Bara allt þetta örugglega. Ég hef verið svo heppin að ég er búin að vera að túra síðan fyrsta platan mín kom út árið 2011 og það er kannski svoldið erfitt að segja hvað kemur beint í gegnum Iceland Airwaves en ég held að þetta tengist allt. Fólk kemur og sér tónleika, segir fleira fólki frá eða bransa fólk sem hefur samband eftir hátíðina… 

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Þær hafa allar sinn sjarma og góðu minningar…

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

uhhh, þetta er svolítið eins og að spyrja mig hvort mér finnist súkkulaði eða sushi betra. bæði betra!

 

Listasafnið eða Harpa?

Fer algjörlega eftir tónlistinni, partýið í Listasafninu og allskonar í Hörpu. 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Í ár er ég bara að spila með sjálfri mér (sóley) og það verður bara hægt að fylgjast með á facebook: www.facebook.com/soleysoleysoley

 

Mynd: Sebastien Dehesdin

Airwaves yfirheyrslan – Ívar Nolo

Hljómsveitin Nolo spilaði fyrst á Iceland Airwaves árið 2009 þá sem tvíeyki. Nú hafa þeir félagar bætt við sig þriðja meðlimnum sem spilar á trommur. Við kölluðum Ívar Björnsson hljómborðsleikara hljómsveitarinnar til yfirheyrslu og spurðum hann út í reynslu hans af Iceland Airwaves.

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?


Fyrsta Airwaves hátíðin sem ég fór á var einmitt árið 2009 þegar Nolo var rétt að byrja. Við höfðum aldrei farið áður á hátíðina sem gestir og það eftirminnilegasta var sennilega að spila fyrir fullu húsi í brjálaðri stemningu, sem ný hljómsveit vorum við ekki vanir því.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég hef aðeins spilað á Airwaves með Nolo. Fyrsta Upplifunin var frábær og aðrar hljómsveitir eins og Sudden Weather Change hjálpuðu okkur að aðlagast nýjum aðstæðum. Það var gaman að kynnast svona mörgum hljómsveitum á stuttum tíma og maður lærði heilmikið eins og t.d. að hlaupa á milli tónleika og vera á 100% tempói yfir daginn að róta. Nolo hefur spilað frá því árið 2009 og er þetta fimmta hátíðin í röð sem við spilum á árið 2013.

 

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

Ég myndi segja fyrstu tónleikarnir okkar Nolo á Airwaves. Að spila fyrir fullu húsi (þá Grand Rokk) var bara sturlun og að heyra fólk syngja með lögunum okkar var eitthvað sem við vorum ekki vanir. Annars er líka gaman að segja frá því þegar við spiluðum í Listasafninu í fyrra en þá var einmitt hápunktur stormsins mikla í gangi. Þakið ætlaði að rifna af húsinu bókstaflega. Vindurinn var gríðarlegur og ekki mátti miklu muna að þakið myndi fjúka í sjóinn (sem hafði gerst víst áður…)

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?


Þeir eru nokkrir, Dirty Projectors í fyrra voru frábær og magnað að sjá hversu góð þau eru live. Neon Indian voru einnig mjög flottir ásamt Beach House sem maður heillast mikið af.

 

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Það eru fleiri erlendar sveitir og ferðamenn að bætast inn á hátíðina ár eftir ár sem er bara gott. En Airwaves reynir alltaf að fá til sín efnilegar hljómsveitir sem eru við það að „meika það“ og það held ég að hafi ekkert breyst í gegnum síðustu ár. Ég myndi segja að þróunin hafi verið góð þessi 5 ár sem ég hef tekið þátt í.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Það var mjög gaman að spila í salnum Kaldalón í Hörpunni árið 2011. Svo er Listasafnið einnig frábær staður til þess að spila á en við vorum einmitt þar í fyrra og endurtökum leikinn nú í ár.


Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Engum, nema það þegar The Rapture komu hingað og spiluðu á Airwaves (2002) en maður var þá alltof ungur.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Að hafa gaman, ekki stressa sig of mikið, spila hæfilega oft (þá með Off Venue) og kynnast hljómsveitum því maður lærir alltaf eitthvað á því.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Við höfum alltaf verið að taka svona 3-4 gigg í gegnum árin en núna gæti metið verið slegið þar sem með öllu töldu þá gætu tónleikar okkar verið um 5-6 talsins.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Erlent er það Omar Souleyman og Kraftwerk en innlent er það sennilega FM Belfast, Loji, M-Band, Grísalappalísa, Oyama og Prins Póló.

 


Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Þessi hátíð er gríðarlega mikilvæg fyrir íslensku tónlistarsenuna. Hún gefur nýjum hljómsveitum og tónlistarmönnum tækifæri til þess að sanna sig og fá athygli erlendis. Þetta er algjör stökkpallur fyrir hljómsveitir hér á landi, maður veit aldrei hver er að horfa á tónleikana.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit?

 Nolo hefur fengið einhverja erlenda umfjöllun og fyrirspurnir en engin stórtíðindi.

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin?

Ég get eiginlega ekki gert upp á milli hátíða. Kannski að hátíðin í ár verði sú uppáhalds?

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Nolo og við komum fram á Harlem kl 23:20 á miðvikudeginum og svo í Listasafninu kl 20:00 á laugardeginum. En Off Venue erum við staðfestir á Dillon, Bar 11, Reykjavík Backpackers og Kex Hostel.

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Ást og frið

 

 

Airwaves yfirheyrslan – Sindri Sin Fang

Airwaves yfirheyrslan er nýr liður á síðunni til að kynna Iceland Airwaves hátíðina og nokkra af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Fyrstur til yfirheyrslu er Sindri Már Sigfússon sem flestir íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við. Hann er forsprakki tveggja hljómsveita sem hafa spilað oft á Iceland Airwaves á síðustu árum – Seabear og Sin Fang en Sindri mun koma fram með þeirri seinni í Gamla Bió föstudaginn 2. nóvember klukkan 0:50. 

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Ég held að það hafi verið 2001. man ekkert hvað ég sá.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?


Það eru nokkrir.  Á seinustu árum var ég mjög hrifinn af Dirty Projectors og Haushka með samuli í fríkirkjunni var klikkað. Shins (2004) og Rapture (2002) tónleikarnir standa líka uppúr.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

2004 minnir mig áður en við gáfum út fyrstu seabear plötuna. Það var mjög skemmtilegt og kom skemmtilega á óvart hvað það mætti mikið af fólki. Hef spilað á 8 eða 9 hátíðum í það heila en þetta eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef spilað á.  Þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum með fullri hljómsveit og ég var bara mjög ánægður með að vera að spila yfirhöfuð.

 


Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún vera orðin meira pro. Vel farið með mann og svona. Mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Ég er mjög hrifinn af Iðnó. Mér fannst líka mjög gaman að spila á Nasa á Airwaves því að það var eiginlega eina skiptið sem maður gat fengið alveg fullt af fólki á Nasa. Svo er ég mjög ánægður með að óperan sé komin inní þetta. 

 


Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Vorum að spila á sama tíma og Beach House eitt árið, það var leiðinlegt að missa af þeim. Eitt árið þá fórum við á Bandaríkjatúr á fimmtudeginum þannig að við misstum af öllu festivalinu.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? 

Við vorum að spila með Anna Von Hausswolff um daginn og það var rosalegt. Svo langar mig að sjá Goat, Jon Hopkins, Mariam The Believer og Mykki Blanco. Svo finnst mér fínt að labba bara um og sjá eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er.

 


Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þínar hljómsveitir? 

Hef alveg kynnst einhverju bransafólki í gegnum þessa hátíð og spilað á öðrum hátíðum eftir að einhver sá okkur þarna.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?


7-8 sinnum held ég. Ekkert miðað við Magga trommara (Magnús Tryggvason Eliassen  trommara Sin Fang)

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo.

 

Listasafnið eða Harpa?
Bæði.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Bara skemmta sér og vera ekki að stressa sig of mikið á því að það séu einhverjir útlenskir blaðamenn í krádinu.

 

 

Sindri Sin Fang opnar sig loksins um ást sína á hip-hop tónlist

Sindri Már Sigfússon er skrambi afkastamikill náungi. Ekki aðeins tekst honum að gleðja fólk reglulega með hljómsveitinni Seabear, heldur gefur hann líka út plötur og kemur fram undir nafninu Sin Fang, sem er einskonar sóló-hliðarverkefni Sindra (skemmtileg staðreynd: Seabear var einusinni sólóverkefni líka, en svo breyttist Seabear í hljómsveit). Svo tekur hann stundum líka upp plötur með öðrum tónlistarmönnum og aðstoðar þá í hvívetna (hann vann t.d. að síðustu plötu öðlingsins Snorra Helgasonar, hinni stórgóðu Winter Sun). 

Nema hvað, það eru alltaf að koma út plötur með Sindra og nú er ný slík á leiðinni undir merkjum Sin Fang. Heitir sú Flowers og er alveg bráðskemmtileg. Sindri ætlar að fagna útgáfu plötunnar á skemmtistaðnum Harlem í kvöld (fimmtudag, sko) og lofar í viðburðarsíðu partýsins að hann ætli að spila fullt af kræsilegri hip hop músík. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni, enda platan stórkostleg áhlustunar og svo er líka alltaf gaman að drekka bjór og hlusta á næs hip hop. Af því tilefni sendum við Sindra tölvupóst og báðum hann að segja okkur aðeins frá hip hopinu í lífi sínu.

Sæll Sindri, til hamingju með nýju Sin Fang plötuna!

Halló! Takk!

Ég er búinn að hlusta aðeins á hana. Þetta er gæða gripur! En það er helst til lítið rappað á henni. Af hverju er það?

Takk! Við klipptum út allt rappið á seinustu stundu í mixinu.

[Look at the Light af breiðskífunni Flowers. Rappleysi lagsins er tiltölulega áberandi]

Gætirðu hugsað þér að gera einhverntíman rapp plötu?

Nei ég held að ég leyfi ekta röppurum að sjá um það. Ég held að ég myndi ekki vera neitt rosalega sannfærandi rappari. því miður.

En að búa til takta fyrir einhvern annan sem rappar?

Já, það gæti verið gaman að prófa.

Að öllu gamni slepptu, þá hefur ekki farið fram hjá neinum að þú ert mikill hiphop aðdáandi, eins og sjá má ef maður eltir þig á Twitter og viðlíka samskiptamiðlum. Af hverju höfðar hip hop tónlist svona sterklega til þín? Hvað er það við hip hop músík sem gerir hana ómótstæðilega í þínum eyrum?

Ég veit það ekki alveg. stundum finnst mér lögin bara vera fyndinn en stundum finnst mér eins og maður sé að fá að kíkja inní einhvern heim sem er frekar langt frá mínum veruleika. Og stundum eru þetta bara svo skemmtileg lög.


Hverjar eru helstur rapp-hetjurnar sem þú hlustar á? Aðhyllistu einhvern sérstakan skóla hip hops (suðurríkjaskólann, gangsta rabb, old skool, etc)?

Ég hlustaði eiginlega bara á hip hop og rapp þegar að ég var unglingur. Þá var það Wu Tang, Smiff n Wessun, Black Moon, Outkast, Redman, Roots osfv. Svo tók ég reglulega upp Kronik þáttinn sem Robbi Rapp stýrði á kassettu. Hlusta á það í bland við nýtt svo að ég myndi bara segja að ég hlusti á ’90s rapp í bland við svona nýtt hóstasafts pillu rapp.

Hvað finnst þér um svona bakpokarapp, eins og Sole og allt Anticon gengið. Og Slug og þá.

Kveikti eiginlega aldrei á þeirri bylgju.

Hverjir finnst þér svona bestir allra tíma? Og af hverju?

Wu Tang? Enter the 36 Chambers?

Hver er besta hip hop plata allra tíma að þínum dómi og af hverju?

Þær plötur sem ég hef örugglega hlustað á mest eru Doggystyle með Snoop og Ready to Die með Biggie. Hlusta ennþá á þær.

En hverju hefurðu verið að veita athygli svona upp á síðkastið? Hvaða nýja gengi ertu að fíla?

A$AP Rocky finnst mér vera mjög skemmtilegt. veit ekki hvort að R. Kelly falli undir hip hop en ég hlusta mikið á hann. Sérstaklega ef að ég er að fá mér.

Talandi um A$AP Rocky, hvað finnst þér um það gengi allt? Er eitthvað varið í þetta?

Mér finnst A$AP Rocky sjálfur allavegana mjög skemmtilegur. Hef ekki tékkað á miklu frá hinum röppurunum í þessu gengi. Peso, Purple Swag, Fucking Problems eru allt æðisleg lög.


En Odd Future krakkana. Eru textarnir of hómófóbískir/kvenfyrirlitaðir til að maður geti haft gaman af þessu með góðri samvisku?

Ég er ekki ennþá búinn að kveikja á þessu. Fíla samt Frank Ocean plötuna mjög vel. Held að þessir krakkar séu samt að reyna að sjokkera frekar en að vera einhverjir homophobes eða kvennhatarar.

Hvaðan færðu þínar upplýsingar um rabbmúsík? Það er ekki mikið fjallað um hana í íslenskum fjölmiðlum, ef frá er talinn frábær þáttur Danna Delúx á Rás 2. Ertu að sækja þessa músík mest erlendis frá?

Bara frá vinum og blogg síðum. Hef ekki tékkað nógu oft á þættinum hans Danna Delúx en ætla að bæta úr því.

Hefurðu veitt íslensku hip hopi sérstaka athygli? Hverja fílarðu þar, og hvers vegna?

Hef ekki fylgst neitt sérstaklega vel með því seinustu ár. Fíla Gísla Pálma mjög vel þessa dagana.

Hvað finnst þér um Afkvæmi Guðanna?

Eru þeir ekki hættir? Hættu að hringja í mig hættu að senda mér smsss.

Tókstu afstöðu með Móra eða Poetrix í bífinu þeirra?

Haha nei.

En Móra eða Erpi?

Neibb.

En Erp eða Subta krewinu?

Nei ég vil ekki vera drepinn. Er samt til í að dissa eitthvað indie band sko.

Hver er frægasti rappari sem þú hefur hitt?

Hitaði einusinni upp fyrir Ghostface Killah. Held að ég hafi ekki heilsað honum samt.

Hver er flottasta ríma sem þú hefur heyrt?

“You say no to drugs / Juicy J can’t”

Ef þú mættir gera lag með einum rappara, hver yrði það?

Ol’ Dirty Bastard.

Hvort finnst þér mikilvægara upp á gott hip hop lag, takturinn (músíkin) eða textinn?

Bara misjafnt. Textinn þarf nú ekki að vera merkilegur. Held að þetta ég hafi spilað þetta lag oftast í fyrra, þar sem textinn er aðalega um að hann búi við hliðina á kobe bryant.

Hvor finnst þér betri, 50 Cent eða Eminem?

Eminem finnst mér skárri.

Hvað verðurðu svona helst að spinna í Sin Fang partýinu á fimmtudagskvöld? Hvað verður mikið af fríbjór?

Bara eitthvað nýtt í bland við gamalt. Það verður vonandi bara nóg af bjór. Annars kaupi ég kannski bara kassa af Hennesy.

Viðtal og myndvinnsla: Haukur S. Magnússon. Haukur er á Twitter. Það var og.