Rafmagnsstólinn: Jón Gabríel í Nolo

 

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

Að þessu sinni var það Jón Gabríel Lorange söngvari og gítarleikari Nolo sem var grillaður en hann hefur síðustu misseri einbeitt sér ásamt öðrum hljómsveitarmeðlimum að nýrri Nolo plötu.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? 

Ég væri mest til í að hita upp fyrir Kalla Bjarna, ekki grín.

 

Hvað er besta tónlistin sem þú hefur uppgötvað á árinu? 

lagið Dance of the Knights með Serguei Prokofiev.

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?

Uppáhalds kvikmyndatónskáldið mitt er Howard Shore, uppáhalds tónlist í bíómynd er í Stanley Kubrick myndinni Barry Lyndon eða Shining!

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)

Ég á mér ekkert eitt uppáhalds tímabil í tónlistarsögunni en 20. öldin stendur þó uppúr.

 

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?

Ég er eiginlega bara með Nolo lög og mín lög á Itunes. Þannig það er svarið við því. Annars nota ég Youtube, vínyl og ipod til að hlusta á aðra tónlist.

 

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Bestu tónleikar sem ég hef séð “nýlega” eru örugglega Dirty Projectors á Airwaves 2012.

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn (íslandi / erlendis)?

Það eru ekki margir tónleikastaðir á Íslandi um þessar mundir en mér fannst Faktorý alltaf bestur. Annars eigum við eftir að spila á Paloma! Og gerum það 19. apríl!

 

Uppáhalds plötuumslag? 

líklegast þarna Santana platan með svörtum manni að halda á hvítum fugli. Man ekki hvað hún heitir… (Greatest Hits)

 

Þekkirðu Jakob Frímann (ef svo hvernig? hefurðu hitt hann?)? 

Hver er Jakob Frímann? Er hann á Bylgjunni?

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?

Ég myndi vilja taka jam-session með mjög mörgum en fyrsti sem kemur upp í huga er Bob Marley. Ég sendi honum e-mail um árið um hvort hann vildi syngja með Nolo, ekkert svar borist enn.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?

Ég væri mest til í að vinna með TUPAC SHAKUR!

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er , hver myndi það vera?

Ég myndi mest vilja vinna með upptökustjóranum George Martin, fimmti bítillinn.

 

 

Hvaða plata fer á á rúntinum? 

eitthvað rokkað og sultað eins og Master of Reality með Black Sabbath.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?

Síðasta tónlist sem ég keypti var Leonard Cohen plata sem gjöf.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?

Þegar ég sleit 3 strengi í einni stroku.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?

Líklega þessa Santana plata sem ég minntist á áðan.

 

Enn í eftirpartínu?  

Í eftirpartíinu myndi ég setja á einhverja seiðandi píanótónlist með Debussy, já eða Erik Satie.

 

Hver er frægasti Facebook vinur þinn?

Ívar Björnsson er frægasti facebook vinur minn.

 

Uppáhalds borgin þín?  Reykjavík

 

 

Þið eruð að vinna að nýrri plötu, hvaða fimm orð myndu lýsa henni best?

sniðug, snúin, safarík, inlegg og epli.

 

Hvaðan kemur nafnið Nolo?

Nafnið Nolo birtist Ívari í draumi þar sem hann var á ferðalagi um Tyrkland með ferðafélaga sem var fjallageitin Nolo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *