24.9.2013 14:17

Tonmo gefur út

Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf í síðustu viku út sína fyrstu ep plötu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á þessu ári. Hlustið á plötuna á Bandcamp hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012