Sky Ferreira með nýtt lag

Bandaríska söngkonan Sky Ferreira sendi fyrr í dag frá sér smáskífuna You’re Not The One sem verður að finna á væntanlegri plötu hennar Night Time, My Time sem kemur út 29. október. Ferreira komst í fréttirnar á dögunum þegar hún var handekin ásamt unnusta sínum, Zachary Cole Smith söngvara hljómsveitarinnar DIIV, í New York með 42 skammta af heróíní. Hlustið á hið frábæra lag You’re Not The One hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *