Moby gerir plötuna Innocents aðgengilega

 

Skallapopparinn Moby kemur til með að gefa út sína elleftu breiðskífu Innocents um næstkomandi mánaðarmót en platan hefur nú þegar verið gerð aðgengileg á netinu.
Moby var ekki einmanna í hljóðverinu við gerð plötunnar og voru það Mark Lanegan, Damien Jurado, Skyler Grey og Wayne Coyne úr The Flaming Lips ásamt fleiri listamönnum sem lögðu hönd á plóg. Upptökustjórinn Mark „Spike“ Stent stjórnaði upptökum á plötunni en hann hefur m.a. unnið með Björk, Muse, Oasis, Massice Attack, Coldplay og svo mætti lengi telja. Útkoman er vönduð svæfandi raftónlist sem fer um víðan völl en kemur líklegast ekki til með heyrast á diskótekum.

Hlustið hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *