Í gærkvöldi var síðasti þátturinn af Airwaves sérþáttum Straums árið 2012 á dagskrá X-ins 977. Íslensku hljómsveitirnar Reykjavik! og Bypass kíktu í heimsókn, auk þess sem birt voru viðtöl við Dirty Projectors og Django Django. Ritstjórn Straum.is fór einnig yfir það helsta á hátíðinni í ár. Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan.
Fjórtánda Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í dag en hún hefur verið haldin í Reykjavík í októbermánuði ár hvert síðan 1999. Hátíðin hefur á þessum tíma þróast og tekið breytingum, en segja má að meginmarkmið hennar sé enn það sama – að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum fjölmiðlum og plötuútgefendum. Á hverju ári er um margt úr að velja af öllum þeim frábæru erlendu og innlendu hljómsveitum og listamönnum sem fram koma á hátíðinni. Hér eru nokkur bönd sem við mælum með.
Dirty Projectors
Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 0:00.
Kanadíska dúóið Purity Ring gaf út nokkrar sterkar smáskífur á árinu 2011 og sendu frá sér sína fyrstu stóru plötu á þessu ári sem hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Purity Ring samanstendur af þeim James og Corin Roddick sem hafa gefið fá viðtöl og haldið myndum af sér frá fjölmiðlum. Purity Ring mun spila á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á fimmtudaginn.
DIIV
Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð. Hljómsveitin kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 0:25.
I Break Horses
Sænska hljómsveitin I Break Horses gaf út sína fyrstu plötu í fyrra sem ber nafnið Hearts. Á plötunni blandar hljómsveitin saman áhrifum frá shoe-gaze rokki tíunda áratugarins við nútíma raftónlist með góðum árangri. I Break Horses kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 23:30.
Viðtal sem við tókum við I Break Horses:
2. Airwaves 3 2
Ghostpoet
Breski rapparinn Ghostpoet sem heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe kemur frá Suður-London. Hann gaf út EP-plötu árið 2010 en hans fyrsta plata Peanut Butter Blues & Melancholy Jam kom út árið 2011 og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Ghostpoet hefur verið líkt við listamenn á borð við Mike Skinner og Dizzee Rascal og má flokka undirspilið sem blöndu af allskyns nútíma raftónlist. Hann kemur fram á Þýska barnum á laugardaginn klukkan 23:20.
Friends
Nafnið á hljómsveitinni Friends kemur frá uppáhalds Beach Boys plötu Brian Wilsons. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og spilar metnaðarfullt popp sem sungið er af hinni frábæru söngkonu Samantha Urbani. Hljómsveitin sem hefur getið sér gott orð fyrir tónleikahald mun koma fram á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á laugardaginn.
Swans
Hljómsveitin Swans var stofnuð í New York árið 1982 af Michael Gira og starfaði til ársins 1997. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað Gira að endurvekja þessa goðsagnakenndu No Wave hljómsveit með nýjum áherslum. Sveitin hefur síðan gefið út tvær plötur sem báðar hafa fengið góða dóma. Swans spila í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudaginn klukkan 23:30. Swans komast ekki útaf fellibylnum Sandy, en íslenski snillingurinn Mugison kemur í þeirra stað!
Viðtal sem við tókum við Swans:
3. Airwaves 2 4 hluti
Hér má heyra lagið Song For A Warrior af síðustu plötu Swans sungið af Karen O úr Yeah Yeah Yeahs
Haim
Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin stefnir að útgáfu sinnar fyrstu plötu von bráðar. Haim spila á Gamla Gauknum fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 0:10.
Captain Fufanu
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson skipa raftónlistar dúóið Captain Fufanu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur getið sér gott orð fyrir öfluga tónleika sem svíkja engan sem hafa gaman af metnaðarfullri raftónlist. Captain Fufanu kemur frá á efri hæð Faktorý klukkan 0:20 á föstudaginn.
Pascal Pinon
Hljómsveitin sem skipuð er tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum hefur verið virk frá árinu 2009. Hljómsveitin sendir frá sér sína aðra plötu Twosomeness í dag sem óhætt er að mæla með. Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld.
Ekki Vanmeta – Pascal Pinon
4. 01 Ekki Vanmeta
Sin Fang
Sindri Már Sigfússon forsprakki Sin Fang lísti því yfir í Iceland Airwaves sérþætti straums á dögunum að ný plata með hljómsveitinni væri væntanleg snemma á næsta ári. Hlustið á viðtalið hér fyrir neðan. Sing Fang kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld og á Listasafni Reykjavíkur klukkan 22:00 á laugardaginn.
Viðtal við Sindra
5. Airwaves 2 1 hluti
Nolo
Ívar Björnsson og Jón Lorange sem skipa hljómsveitina Nolo hafa sent frá sér nokkur frábær demó upp á síðkastið sem gefa til kynna að þriðja plata Nolo verði ekki úr þessum heimi. Sveitin kemur fram á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 20:00.
Elektro Guzzi
Austurríska teknósveitin Elektro Guzzi hefur vakið athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu á mörgum af helstu tónlistarhátíðum í Evrópu undanfarið ár. Hljómsveitin spilar á efri hæðinni á Faktorý á föstudaginn klukkan 1:10.
The Vaccines
Ein af vinsælustu gítarrokk hljómsveitum breta síðustu misseri inniheldur íslendinginn Árna Hjörvar sem áður var í hljómsveitunum Future Future og Kimono. Hljómsveitin spilar á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 0:00.
Viðtal sem tókum við Árna Hjörvar úr The Vaccines:
Hljómsveitin Tilbury sem var sett saman af Þormóði Dagssyni fyrir rúmum tveimur árum hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðasta misseri. Við kíktum á dögunum í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar.
Fjórði Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Sykur og Captain Fufanu kíktu í heimsókn, auk Sindra Eldons. Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan.
Reykvíska hljómsveitin Boogie Trouble sem sækir innblástur sinn í diskótónlist áttunda áratugarins vinna nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu sem er væntanleg snemma á næsta ári. Við kíktum á hljómsveitina í hljóðverið og tókum þau í smá spjall.
Þriðji Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Retro Stefson og Mammút kíktu í heimsókn auk tónlistarmannsins Snorra Helgasonar. Einnig var leikið viðtal við I Break Horses og miði gefin á hátíðina.
1. hluti: viðtal við Retro Stefson
1. airwaves 3 1
2. hluti: viðtal við I Break Horses
2. Airwaves 3 2
3. hluti: viðtal við Mammút
3. Airwaves 3 3
4. hluti: viðtal við Snorra Helgason og miði gefin
Reykvíska shoegaze hljómsveitin Oyama hefur verið starfrækt síðan snemma á þessu ári. Við kíktum á þau Úlf Alexander Einarsson og Júlíu Hermannsdóttur meðlimi hljómsveitarinnar sem svöruðu nokkrum spurningum og tóku eitt lag fyrir okkur.
Annar Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Sindri Már Sigfússon og hljómsveitin Tilbury kíktu í þáttinn, auk þess sem spiluð voru viðtöl við Árna Hjörvar úr The Vaccines og Michael Gira úr Swans.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem er best þekktur undir listamannsnafninu Low Roar hefur búið á Íslandi síðustu ár. Í fyrra gaf Low Roar út samnefnda plötu sem hefur fengið góða dóma hvarvetna. Við áttum smá spjall við Ryan auk þess sem hann tók nýtt lag fyrir okkur.
Fyrsti Iceland Airwaves sérþáttur Straums á X-inu 977 var á dagskrá í gær. Hljómsveitirnar FM Belfast, Nolo og Japanese Super Shift and the Future Band komu í viðtal. Hlustið hér fyrir neðan.
1. hluti: Viðtal við FM Belfast
1. Airwaves 1 2012
2. hluti:
2. Airwaves 2 2012
3. hluti: Viðtal við Nolo
3. Airwaves 3 2012
4. hluti: Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band