9.11.2012 20:09

Jón Þór sjónvarpsviðtal

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku. Við kíktum heim til Jón Þórs og fengum hann til að taka lagið Ljáðu mér eyra og spurðum hann út í nýju plötuna.


©Straum.is 2012