Dream Central Station gefa út

 

Á næsta föstudag kemur út fyrsta plata hljómsveitarinnar Dream Central Station. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út á vegum útgáfufélagsins Kimi Records og mun fást í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins. Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre. Hljómsveitin mun halda útgáfutónleika um miðjan desember.

Im All On My Own:

      1. 01 I'm All On My Own

Feel So Good:

      2. 06 Feel So Good

The Fall:

      3. 10 The Fall

Hér má sjá viðtal sem við áttum við þau Elsu og Hallberg í sumar þar sem þau tóku órafmagnaða útgáfu af laginu Let The Rain (Wash Over Me) sem er á plötunni.  

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *