Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 10. október

Hljómsveitin Oyama snýr aftur til leiks eftir langan sumardvala með  tónleikum á Gamla Gauknum ásamt  Pétri Ben og Mammút. Staðurinn opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Það kostar 1000 kr inn. 

Japam og Good Moon Deer koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn

Hljómsveitin Eva heldur ókeypis tónleika á Stúdentakjallaranum sem hefjast klukkan 20:00

 

Föstudagur 11. október

 

Leaves verða með hlustunarteiti á Boston fyrir plötuna “See you in the Afterglow” sem kemur út sama dag. Teitið hefst klukkan 20:00. 

Einar Lövdahl blæs til útgáfutónleika í Tjarnarbíó þar sem öll lög plötunnar “Tímar án ráða” verða flutt. Húsið opnar kl. 20:30

Tónleikar hefjast kl. 21:30 Upphitun verður í höndum tónlistarmannsins Auðuns. Miðaverð er 1.500 kr. en hægt verður að kaupa miða og geisladisk á 2.500 kr.

Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Kofanum. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Það er frítt inn og fjörið hefst um 22:00.

Gítarhetjan Steve Vai spilar á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Miðaverð er 8990 og hefjast tónleikarnir á slaginu 22:00.

 

Laugardagur 12. október

Hljómsveitirnar Morning After Youth og Þausk koma fram á mánaðarlegu jaðarkvöldi á Kaffi Hressó. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.

 

 

James Murphy Rímixar Bowie

James Murphy, fyrrum forsprakki LCD Soundsystem, hefur nú endurhljóðblandað Love is Lost, lag aldraða kamelljónsins Davið Bowie. Lagið er af endurkomuplötu Bowie, The Next Day, sem kom út í febrúar á þessu ári og endurhljóðblöndunina verður að finna á viðhafnarútgáfu plötunnar sem kemur út 5. nóvember. Þeir kumpánar unnu síðast saman að gerð lagsins Reflektor með Arcade Fire með afar góðum árangri. Í meðförum Murphy verður Love is Lost að tíu mínútna melankólískum diskósmelli sem heldur blúsuðu píanói upprunalegu útgáfunnar en bætir við ofsafengnum klapptakti og speisuðuem hljóðgervlum ásamt fleiru. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Major Lazer á Sónar í Reykjavík

Nú hafa fyrstu listamennirnir sem munu spila á næstu Sónar hátíð í Reykjavík verið tilkynntir og þar ber hæst Major Lazor hópinn sem leiddur er af Diplo. Lagið Get Free var feikivinsælt á síðasta ári og að mati þessarar síðu annað besta lag ársins, og platan Free The Universe sem kom út í byrjun þessa árs var reggískotinn partýbræðingur af bestu sort. Þá mun Daphni koma fram á hátíðinni, en það er hliðarverkefni Daniel Snaith sem er best þekktur sem Caribou, en hann sótti Ísland heim undir því nafni árið 2011 og hélt stórbrotna tónleika á Nasa. Þá hefur þýski plötusnúðurinn Kölsch verið bókaður og íslensku sveitirnar Hjaltalín, Sykur og Sometime hafa verið staðfestar. Sónar hátíðin fer fram í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar næstkomandi en hún var fyrst haldin hér á landi í febrúar á þessu ári en umfjöllun straum.is um hátíðina má nálgast hér. Miðasala á hátíðina fer fram á midi.is og hægt er að hlusta á Major Lazer og Daphni hér fyrir neðan.

Straumur 7. október 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Darkside, Four Tet, Teen Daze, Destroyer, Baio og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 7. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) The Night Comes Again – St. Lucia

2) Wait For Love – St. Lucia

3) Indian Summer – Blood Cultures

4) The Only Shrine I’ve Seen – Darkside

5) Freak, Go Home – Darkside

6) Autumnal – Teen Daze

7) Peppermint – Julio Bashmore

8) Dust in the gold sack – Swearin

9) Mean Street – Tennis

10) El Rito – Destroyer

11) Unicorn – Four Tet

12) Mira – Baio

13) Tiger Kit – Sleigh Bells

14) Baby Mae – Those Darlins

15) Western Sky – Those Darlins

Tónleikar helgarinnar

Hér verður veitt heildarinnsýn inn í allt það markverðasta í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Njótið á eigin ábyrgð og gangið greiðlega um gleðinnar dyr.

 

Fimmtudagur 3. október

Hljómsveitin Grísalappalísa mun stíga á stokk í verslunarkjarnanum Mjóddinni í Mjóddinni. Tónleikarnir eru hugsaðir sem menningarinnslag Grísalappalísu til Breiðholtsins en þeir hefjast klukkan 18:00 og aðgangur að þeim er ókeypis.

 

Fönkkvöld verður haldið á Gauk á Stöng en þar verður á boðstólum sálarfull angist frá Fox Train Safari, skaðræðisfönk frá helvíti í boði Óreglu og groovy goodness frá krökkunum í Babies, sem loka kvöldinu. Aðgangseyrir er 1000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Föstudagur 4. október

Á undiröldunni, tónleikaröð Hörpu og 12 tóna, koma fram noise- og raffrumkvöðlarnir í Stilliuppsteypu og einyrkinn Rafsteinn. Aðgangur að tónleikunum er að venju ókeypis og þeir hefjast klukkan 17:30.

 

Plötusnúðatvíeykið It Is Magic kemur fram í hliðarsal Harlem en þeim til halds og traust verða strákarnir í Nolo. Fyrstu skífunni verður þeytt á slaginu 22:01 og dansinn mun duna eins lengi og lög um vínveitingar leyfa, eða til 04:30.

 

Kvikmyndin Days of Gray verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni í Gamla bíói á Ingólfsstræti. Myndin er þögul en hljómsveitin Hjaltalín samdi tónlist við hana og mun í þetta eina skipti flytja tónlistina live við myndina. Kvikmyndatónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og miðaverð er 2900 kr. en passahöfum á RIFF býðst miðinn á 2400.

Laugardagur 5. október

Á þessum degi eru 50 ár síðan Hljómar komu fram á sínu fyrsta balli og í tilefni þess er blásið til stórtónleika til heiðurs sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu. Tónlistarstjóri er Eyþór Gunnarsson en um söng sjá Stefán Hilmarsson, Valdimar Guðmundsson, Unnsteinn Manuel og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Sérstakir gestir verða hinir upprunalegu Hljómar; Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson, Erlingur Björnsson ásamt syni Rúnars Júl, Júlíus Frey Guðmundssyni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og miðaverð er frá 4990 til 10990 eftir sætum.

 

Jackass-æringinn Bam Margera býður í brúðkaupsveislu og tónleika til styrktar hjólabrettamenningu í Reykjavík. Veislan verður haldin í Hafnarhúsinu og fram koma Endless Dark, Kaleo, Emmsjé Gauti, SÍSÍ EY og Fuckface Unstoppable. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 3500 krónur.

Streymið nýju plötu Sleigh Bells

 

Ef þú ert orðin(n) þreytt(ur) á lélegum hljómgæðum í gömlu hátölurum og vantar bara herslumuninn uppá að sprengja þá til að hafa ástæðu til fjárfesta í nýjum ætti Bitter Rivals að vera svarið. Sleigh Bells koma til með að gefa plötuna út þann 8. október og verður hún sú þriðja sem kemur frá bandinu. Dúóið hefur hins vegar tekið forskot á sæluna og smellt plötunni í heild sinni á netið, þá er bara að botna græjurnar og hlusta á lætin hér.

jfm og steed lord gefa út lag

Í síðasta þætti Hljómskálans leiddu saman hesta sína stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og stuðsveitinn Steed Lord. Útkoman var lagið „Viva La Brea“ sem er óður til Los Angeles borgar þar sem Steed Lord heldur til og myndbandið tekið á rúntinum um borgina þar sem Svala og Jakob spóka sig um í gömlum Audi. Daft Punk fýlingurinn leynir sér ekki í laginu og þó svo tónlistarstefnur þessara listamanna eigi ekki mikið sameiginlegt finna þau fullkominn milliveg.

Hlustið á fyrsta lag Starwalker

Hljómsveitinn Starwalker hefur nú gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist Bad Weather. Starwalker er dúett Barða Jóhannssonar sem oft er kenndur við Bang Gang og J.B. Dunckel sem er best þekktur sem annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Báðir eru þekktir sándpervertar og er hljómur lagsins eftir því, hnausþykkur synthabassi og retró orgel blandast píanó, kassagítar og strengjum og loftkennd rödd Barða svífur svo yfir öllu saman. Hlustið á lagið hér fyrir neðan en myndband við það er væntanlegt síðar í vikunni.

Straumur 30. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Oneohtrix Point Never, Danny Brown, Ben Khan, Mammút, Sky Ferreira, The Range, Lorde, Say Lou Lou  og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 30. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) You’re Not The One – Sky Ferreira
2) 400 Lux – Lorde
3) Ribs – Lorde
4) The Mother We Share (Moonboots remix) – Chvrches
5) 25 Bucks (ft. Purity Ring) – Danny Brown
6) Clean Up – Danny Brown
7) Float On (ft. Charli XCX) – Danny Brown
8) Metal Swing – The Range
9) Celebraiting Nothing – Phantogram
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) Zebra – Oneohtrix Point Never
12) Eden – Ben Khan
13) Green Window – Memory Tapes
14) In Time – Memory Tapes
15) Help Me Lose My Mind (ft. London Grammar) (Paul Woolford remix) – Disclosure
16) Blóðberg – Mammút
17) Feels Like We Only Go Backwards (Tame Impala cover) – Say Lou Lou
18) Shapeshifter – Elephant