Í síðasta þætti Hljómskálans leiddu saman hesta sína stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og stuðsveitinn Steed Lord. Útkoman var lagið „Viva La Brea“ sem er óður til Los Angeles borgar þar sem Steed Lord heldur til og myndbandið tekið á rúntinum um borgina þar sem Svala og Jakob spóka sig um í gömlum Audi. Daft Punk fýlingurinn leynir sér ekki í laginu og þó svo tónlistarstefnur þessara listamanna eigi ekki mikið sameiginlegt finna þau fullkominn milliveg.
Category: Fréttir
Hlustið á fyrsta lag Starwalker
Hljómsveitinn Starwalker hefur nú gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist Bad Weather. Starwalker er dúett Barða Jóhannssonar sem oft er kenndur við Bang Gang og J.B. Dunckel sem er best þekktur sem annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Báðir eru þekktir sándpervertar og er hljómur lagsins eftir því, hnausþykkur synthabassi og retró orgel blandast píanó, kassagítar og strengjum og loftkennd rödd Barða svífur svo yfir öllu saman. Hlustið á lagið hér fyrir neðan en myndband við það er væntanlegt síðar í vikunni.
Straumur 30. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Oneohtrix Point Never, Danny Brown, Ben Khan, Mammút, Sky Ferreira, The Range, Lorde, Say Lou Lou og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 30. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) You’re Not The One – Sky Ferreira
2) 400 Lux – Lorde
3) Ribs – Lorde
4) The Mother We Share (Moonboots remix) – Chvrches
5) 25 Bucks (ft. Purity Ring) – Danny Brown
6) Clean Up – Danny Brown
7) Float On (ft. Charli XCX) – Danny Brown
8) Metal Swing – The Range
9) Celebraiting Nothing – Phantogram
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) Zebra – Oneohtrix Point Never
12) Eden – Ben Khan
13) Green Window – Memory Tapes
14) In Time – Memory Tapes
15) Help Me Lose My Mind (ft. London Grammar) (Paul Woolford remix) – Disclosure
16) Blóðberg – Mammút
17) Feels Like We Only Go Backwards (Tame Impala cover) – Say Lou Lou
18) Shapeshifter – Elephant
Nýtt lag frá Mammút
Hljómsveitin Mammút sendi í dag frá sér lagið Blóðberg sem er önnur smáskífan af væntanlegri þriðju plötu sveitarinnar sem mun bera nafnið „Komdu til mín svarta systir“ og kemur út 25. október. Hljómsveitin kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember.
Nýtt frá Tilbury
Reykvíska hljómsveitin Tilbury snýr til baka með sína aðra plötu rétt fyrir Iceland Airwaves. Hljómsveitin sendi á dögunum frá sér lagið Northern Comfort sem verður að finna á plötunni. Lagið hefur að geyma stórbrotinn hljóðheim sem vísar líklega í lífið hér á norðurslóðum.
Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns stofna band!
Drangar er ný hljómsveit sem er skipuð þeim Mugison, Jónasi Sig & Ómari Guðjóns. Hljómsveitin var stofnuð í nóvember á síðasta ári þegar þeir Jónas Sig og Ómar Guðjóns voru á tónleikaferð um landið. Þeir fengu Mugison með sér á svið á tónleikum á Vagninum á Flateyri og varð þar til þetta þriggja manna bræðralag. Síðan í febrúar hafa þeir verið við vinnslu á plötunni og hefur megnið af vinnunni farið fram á Súðavík, Borgarfirði Eystri og Álafoss kvosinni. Platan Drangar með Dröngum kemur í verslanir um miðjan október og eru öll lög og textar eftir þá Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns. Auk þess eru þeir félagar búnir að skipuleggja mikla tónleikaferð í kringum landið núna í október og nóvember og verður sú ferð auglýst nánar á næstu dögum. Hér fylgir með fyrsta lag af plötunni Drangar sem ber það nafnið Bál.
Fyrsta plata Haim komin á netið
Frumburður systra tríósins Haim hefur verið settur á netið en platan kemur formlega út þann 30. september. Afrekið nefnist Days Are Gone og hafa nú þegar fjögur lög af plötunni komið út sem smáskífur en í heildina inniheldur hún 11 lög. 70‘s andi svífur yfir plötunni en hljómsveitinni hefur helst verið líkt við Fleetwood Mac og standast þær stöllur vel þann samanburð.
Hlustið hér.
Tónleikar vikunnar
Þriðjudagur 24. september
Bandaríski tónlistarmaðurinn C.J. Boyd spilar á Harlem bar ásamt The Heavy Experience og Þórir Georg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.
Tómas R. verður með Latin Jazz á Kex Hostel. Ókeypis inn og jazzinn hefst klukkan 8:30.
Miðvikudagur 27. september
Hjalti Þorkelsson heldur haustveðurstónleika á Rósenberg. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Fimmtudagur 26. september
Tilraunakenndir fjáröflunartónleikar á Gamla Gauknum á fimmtudaginn sem óhljóða og jaðarlista félagskapurinn FALK (Fuck Art Let’s Kill) stendur fyrir. AMFJ og KRAKKKBOT spila og Þóranna aka Trouble og Harry Knuckles hita upp um kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Það kostar 1000 krónur inn.
Sindri Eldon kemur fram ásamt The Ways næstkomandi á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 27. september
Hljómsveitin Nolo frumflytur nýtt efni á Kaffibarnum. M-band sér um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30 og ókeypis er inn.
IfThenRun, 7oi, Nuke Dukem, Steve Sampling og Subminimal koma fram á Heiladans 28 á Bravó. Fjörið hefst klukkan 20 og er ókeypis inn en Möller Records biðlar til fólks um að styrkja útgáfuna vegna ferðalags hennar til Þýskalands í byrjun október.
Laugardagur 28. september
Hljómsveitirnar Klikk, Mass og Aria Lamia leiða saman hesta sína á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Moby gerir plötuna Innocents aðgengilega
Skallapopparinn Moby kemur til með að gefa út sína elleftu breiðskífu Innocents um næstkomandi mánaðarmót en platan hefur nú þegar verið gerð aðgengileg á netinu.
Moby var ekki einmanna í hljóðverinu við gerð plötunnar og voru það Mark Lanegan, Damien Jurado, Skyler Grey og Wayne Coyne úr The Flaming Lips ásamt fleiri listamönnum sem lögðu hönd á plóg. Upptökustjórinn Mark „Spike“ Stent stjórnaði upptökum á plötunni en hann hefur m.a. unnið með Björk, Muse, Oasis, Massice Attack, Coldplay og svo mætti lengi telja. Útkoman er vönduð svæfandi raftónlist sem fer um víðan völl en kemur líklegast ekki til með heyrast á diskótekum.
Hlustið hér
Tonmo gefur út
Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf í síðustu viku út sína fyrstu ep plötu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á þessu ári. Hlustið á plötuna á Bandcamp hér fyrir neðan.