11.10.2013 11:24

Off-Venue dagskrá Airwaves kynnt

Off-Venue dagskráin á Iceland Airwaves hefur nú verið gerð opinber og hefur hún aldrei verið viðameiri. Yfir 600 tónleikar eru í boði á tæplega 50 tónleikastöðum svo þeir sem ekki náðu í miða á hátíðina sjálfa ættu ekki að örvænta, heldur reyna að upplifa Airwaves stemmninguna off-venue, alveg ókeypis. Þar má meðal annars finna stórgóða erlenda flytjendur eins og Mac DeMarco, sem þessi vefsíða mælir sérstaklega með, en dagskrána má nálgast hér.

Mynd: Alexander Matukhno.


©Straum.is 2012