Smáskífa frá Daphni

Dan Snaith sem er best þekktur undir nafninu Caribou sleppti frá sér laginu Pairs í gær. Snaith gefur lagið út undir hliðarverkefni sínu Daphni sem hann notar til að gefa út tónlist með elektrónískari áherslum. Lagið verður að finna á plötunni JIAOLONG sem kemur út þann 9. október næstkomandi. Daphni er þriðja nafnið sem Snaith notast við, en hann hóf feril sinn undir nafninu Manitoba. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Pairs.

Nýtt lag frá guards

 

Indie-rokk hljómsveitin Guards var að senda frá sér smáskífuna Silver Lining af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar – In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Hlustið á nýja lagið – Silver Lining og Guards ep í heild sinni hér fyrir neðan.

Just Another Snake Cult gefa út kassettu

Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult mun halda útgáfutónleika í tilefni þess að EP plata þeirra Birds Carried Your Song Through the Night kemur út á kassettu hér á landi á næstu dögum. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 4. október klukkan 21:00 í versluninni Útúrdúr á Hverfisgötu og verður kassettan seld á staðnum. Birds Carried Your Song Through the Night EP kom út í Bandaríkjunum í vor hjá  plötufyrirtækinu Off Tempo frá Seattle. Remix plata þar sem nokkrir tónlistarmenn endurhljóðblanda lög af plötunni er hægt að hlaða niður ókeypis á Bandcamp síðu Just Another Snake Cult. Þar er m.a. að finna endurhljóðblandanir frá Nóló, Þórir Georg, DJ Flugvél og Geimskip og Bypass. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Way Over Yonder in the Minor Key af EP plötunni.

      1. Way Over Yonder in the Minor Key

 

 

EP frá Dirty Projectors

New York Hljómsveitin Dirty Projectors mun gefa út ep plötuna About to Die  þann 6. nóvember næstkomandi. Titillagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar – Swing Lo Magellan sem kom út í sumar, auk þess verða þrjú ný lög á ep plötunni. Hljómsveitin sendi einnig frá sér myndband við lagið sem sýnir atriði úr stuttmyndinni Hi Custodian sem sveitin sendi frá sér fyrr í þessum mánuði. Hægt er að horfa á myndbandið og myndina hér fyrir neðan. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur þann 3. nóvember á Iceland Airwaves hátíðinni.

Nýtt efni frá Unknown Mortal Orchestra

Lo-fi sveitin Unknown Mortal Orchestra sleppti nýju lagi út í ólgusjó alnetsins í vikunni sem ber hinn hugvíkkandi titil Swim and Sleep (Like a Shark). Þeir gáfu út plötu samnefnda sveitinni í fyrra en þar úir og grúir af hráu fönki, sækadelískum útsetningum og bítlalegum laglínum. Ekki skemmdi fyrir að þessi greinarhöfundur straum.is hefur ávallt haft veikan blett fyrir hljómsveitarnöfnum sem innihalda orðið Orchestra. Hér róa þeir á svipuð mið með góðum árangri. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan en við biðjumst velvirðingar á óhugnalega ungbarninu sem myndskreytir lagið.

Myndband frá AlunaGeorge

Breska dúóið AlunaGeorge sendu í dag frá sér myndband við hið frábæra lag Your Drums, Your Love. Þau Aluna Francis og George Reid vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It. Myndbandið við Your Drums, Your Love var tekið upp í listagallerí í London af leikstjóranum Henry Scholfield. Hljómsveitin hyggst gefa út sína fyrstu plötu á næsta ári.

Hér er svo endurhljóðblöndun af laginu frá Lil Silva.

Týnt Boards Of Canada lag endurgert

Bandaríski tónlistarmaðurinn Travis Stewart, sem er betur þekktur undir nafninu Machinedrum, tók sig til og endurgerði óþekkt lag skosku raftónlistarsveitarinnar Boards Of Canada. Fyrir yfir 10 árum síðan fann Stewart upptöku í vondum gæðum af tónleikum hljómsveitarinnar á 10 ára afmæli Warp plötuútgáfunnar. Síðasta lag tónleikanna hafði hann aldrei heyrt áður og varð hann heillaður af því. Það var svo í sumar sem Stewart ákvað að “edit-era” upptökuna af laginu með það í huga að það  yrði sem líkast upprunalegu útgáfunni, heyra má í áhorfendum tónleikanna í laginu. Hlustið á útgáfu Machinedrum á laginu hér fyrir neðan.

 

Marilyn – Bat For Lashes

Tónlistarkonan Natasha Khan sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Bat For Lashes gaf í dag út annað lagið af væntanlegri plötu sinni – The Haunted Man sem kemur út þann 15. október næstkomandi. Platan fylgir á eftir plötunni Two Suns frá árinu 2009. Khan gaf út fyrstu smáskífuna Laura fyrr í sumar. Marilyn er elektró popp eins og það gerist best.