Fyrrum söngvari hinnar sálugu indie hljómsveitar Girls Christopher Owens hefur nú tilkynnt um útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu sem nefnist Lysandre og mun koma út þann 15. janúar næstkomandi. Hlustið á fyrstu smáskífuna af plötunni – Here We Go hér fyrir neðan.
Category: Fréttir
Giorgio Moroder kominn á Soundcloud
Hinn goðsagnakenndi pródúsant og lagahöfundur Giorgio Moroder stofnaði nýverið ekki bara eina, heldur tvær soundcloud síður. Þar hefur hann hlaðið upp ótal lögum frá löngum og farsælum ferli, en sumt af því er afar sjaldgæft efni. Hinn ítalski tónlistarmaður var helsti lagahöfundur og upptökustjóri Donnu Summer á hápunkti ferils hennar en hann hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni og samið tónlist við fjölda kvikmynda, þar á meðal Scarface, Midnight Express og Top Gun. Þá hefur hann unnið með mörgum stjórstjörnum svo sem Bonnie Tyler, Freddy Mercury, David Bowie og Debby Harry og hlotið þrjú óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist. Hann hætti að mestu afskiptum af tónlistarbransanum í byrjun 10. áratugarins en hefur síðan öðlast költ status meðal margra tónlistaráhugamanna. Hér fyrir neðan má hlusta á endurhljóðblandaða útgáfu af From here to Eternity frá 1977 og lag af plötunni EINZELGÄNGER frá 1975.
Dirty Projectors minnast bassaleikara TV On The Radio
Hljómsveitin Dirty Projectors sem kemur fram á Iceland Airwaves um þar næstu helgi mun gefa út ep plötuna About to Die þann 6. nóvember næstkomandi. Á plötunni er að finna lagið While You’re Here sem var samið til minningar um Gerard Smith fyrrum bassaleikara hljómsveitarinnar TV on the radio sem lést úr lungnakrabbameini á síðasta ári. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Haim með smáskífu
Systra tríóið Haim frá Los Angeles sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember sendu í dag frá sér glænýtt lag. Lagið heitir Don’t Save Me og verður að finna á fyrstu stóru plötu hljómsveitarinnar sem er væntanleg bráðlega. Haim spila á Gamla Gauknum fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 0:10.
Nýtt lag og myndband frá Lay Low
Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem er best þekkt undir listamannsnafninu Lay Low sendi í dag frá sér tveggja laga vinyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin á plötunni heita The Backbone og Rearrangement. Fyrra lagið er nýtt en seinna kom út á plötunni Brostinn strengur í fyrra undir nafninu Gleym mér ei. Lay Low sendi einnig frá sér myndband við lagið The Backbone sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Bedroom Community bæta við sig listamanni
Hin íslenska útgáfa Bedroom Community hefur nú samið við bandaríkjamanninn Paul Corley um útgáfu á hans fyrstu plötu. Corley hefur unnið náið með meðlimum útgáfunnar í fjölmörg ár, en hann kom til að mynda að plötum á borð við SÓLARIS eftir þá Ben Frost og Daníel Bjarnason, By The Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir Sigurðsson auk Ravedeath 1972 eftir Tim Hecker o.fl.
Plata Paul Corley – Disquiet- kemur út þann 5. nóvember á heimsvísu, en sérstök forsala verður á bandcamp síðu hans sem og í völdum búðum hér á landi fyrir Iceland Airwaves, en þar kemur Corley einmitt fram í fyrsta sinn. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.
Nýtt frá Oyama
Hljómsveitin Oyama sendi í dag frá sér lagið Dinosaur en lagið var frumflutt í þættinum Straum á X-inu 977 í gærkvöldi. Sveitin mun koma fram á Iceland Airwaves fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 20:00 á Amsterdam.
Nýtt lag frá Nolo
Reykvíska hljómsveitin Nolo senda á næstunni frá sér lagið Human. Hljómur lagsins er mjög “lo-fi” og verður það á væntanlegri smáskífu sem sveitin hyggst gefa út í náinni framtíð. Hlustið á þetta frábæra lag hér fyrir neðan.
Child of Lov er með lækninguna
Huldumaðurinn Child of Lov gaf nýverið út stuðsmellinn Heal sem er forsmekkurinn af væntanlegri plötu sem kemur út í lok nóvember. Rödd þessa óþekkta ástarbarns er nokkuð rám og veðruð en hann er þó óhræddur við að dýfa sér í falsettuna. Ólygnir segja að suddalega bassalínan sé á ábyrgð sjálfs Damons Albarns en hún ásamt fönkuðum gítarriffum setja mikinn svip á lagið. Allt er þetta ákaflega skítugt en um leið grípandi klístrað þannig það límist vel við heilann. Í myndbandinu má svo sjá barnunga hipstera rústa hjóli, leika sér að sveppum og dansa á hjólaskautaballi. Á plötunni mun hann njóta aðstoðar áðurnefnds Albarns auk Thundercat og rapparans MF DOOM.
Purity Ring með framhald af Belispeak
Montreal hljómsveitin Purity Ring sem kemur fram á Iceland Airwaves í næsta mánuði var að senda frá sér nýja útgáfu af laginu Belispeak þar sem Detroit rapparinn Danny Brown kemur við sögu.