Bedroom Community bæta við sig listamanni

Hin íslenska útgáfa Bedroom Community hefur nú samið við bandaríkjamanninn Paul Corley um útgáfu á hans fyrstu plötu. Corley hefur unnið náið með meðlimum útgáfunnar í fjölmörg ár, en hann kom til að mynda að plötum á borð við SÓLARIS eftir þá Ben Frost og Daníel Bjarnason, By The Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir Sigurðsson auk Ravedeath 1972 eftir Tim Hecker o.fl.

Plata Paul Corley – Disquiet- kemur út þann 5. nóvember á heimsvísu, en sérstök forsala verður á bandcamp síðu hans sem og í völdum búðum hér á landi fyrir Iceland Airwaves, en þar kemur Corley einmitt fram í fyrsta sinn. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *