Nýtt lag og myndband frá Lay Low

Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem er best þekkt undir listamannsnafninu Lay Low sendi í dag frá sér tveggja laga vinyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin á plötunni heita The Backbone og Rearrangement. Fyrra lagið er nýtt en seinna kom út á plötunni Brostinn strengur í fyrra undir nafninu Gleym mér ei. Lay Low sendi einnig frá sér myndband við lagið The Backbone sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *