Tónleikar helgarinnar 7. – 10. ágúst

Fimmtudagur 7. ágúst

Hljómsveitin Rökkurró frumsýnir nýtt myndband í Gym og Toinc salnum á Kex klukkan 20:00.  

Tónleikar í Mengi með nútímatónlist í bland við hugleiðingar um verkin ásamt pælingum um sviðslistir, ljóðlist, tónlist, listir og lífið almennt. Tónlist eftir Bent Sørensen, John Zorn, Yuji Takahashi, Ørjen Matre og nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Fimmtudagstónleikar á Gaunknum. CeaseTone, Future Figment, The Roulette og Trust The Lies. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.  

Skúli mennski, blúsgeggjararnir í Þungri byrði og Húrra bjóða öllum til stórkostlegrar blúsveislu. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hljómsveitin Bellstop kemur fram á Rosenberg kl. 21:00. 

 

 

Föstudagur 8. ágúst

 

Diskóboltarnir í Boogie Trouble halda fría tónleika á Loft Hostel sem hefjast klukkan 21:00.

 

Benni Hemm Hemm kemur fram einn síns liðs í Mengi á Óðinsgötu 2. Á tónleikunum verða meðal annars leikin lög af plötunni Eliminate Evil, Revive Good Times auk laga af Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út á nótnaformi. Benni kemur fram einn og óstuddur og verða tónleikarnir algjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Johnny And The Rest, Caterpillarmen, Bíbí & Blakkát koma fram á Gauknum. Fjörið hefst klukkan 22:00.

 

MUCK, LORD PU$$WHIP, RUSSIAN.GIRLS og SEVERED (crotch) halda tónleika á Húrra. Viðburðurinn hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Laugardagur 9. ágúst 

 

Útvarpsþátturinn Luftgítar á Rás 2 heldur ókeypis kveðjutónleika í portinu á Bar 11. Vio, Johnny & The Rest, Morðingjarnir, Kimono, Agent Fresco og Kaleo koma fram. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og standa til kl. 22.00.

 

Hljómsveitirnar Lucy in Blue og Dorian Gray koma fram á laugardags tónleikum Gauksins. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hin nýstofnaða hljómsveit VALD fram í annað sinn á Húrra og flytur efni af væntanlegri EP plötu sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og kostar 1000kr inn.

 

 

Sunnudagur 10. ágúst 

 

Jake Shulman-Ment og Eleonore Weill spila í Mengi. Jake er klezmerfiðluleikari á hæsta mælikvarða og Eleonore er multi-instrumentalisti og gjörningalistamaður. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Nýtt lag frá Foxygen

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen frá Kaliforníu er nú tilbúnið með nýja plötu sem fylgir á eftir hinni frábæru We Are the 21st Century Ambassadors Of Peace & Magic sem koma út á síðasta ári. Foxygen mun gefa út 24 laga plötu í október að nafninu  Foxygen … And Star Power. Í dag sendi dúóið frá sér fyrstu smáskífuna af plötunni sem nefnist How Can You Really sem er virkilega grípandi sólskins sýrupopp að bestu gerð. 

Straumur 28. júlí 2014

Í Straumi í kvöld fáum við rokkhljómsveitina Pink Street Boys í heimsókn en hún mun koma fram á Innipúkanum um næstu helgi. Einnig munum við kíkja á nýtt efni frá SBTRKT, Tobias Jesso jr, Azealia Banks, Floating Points og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 28. júlí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Lemonade – Sophie
2) Heavy Metal and Reflective – Azealia Banks
3) New Dorp, New York – SBTRKT
4) King Bromeliad – Floating Points
5) Kick the trash out – Pink Street Boys
6) Evil Moterfuckingmastah – Pink Street Boys
7) Killer In The Streets – The Raveonettes
8) Rapt – Karen O
9) FM Jam (Andrés remix) – Younandewan
10) Pawn In Their Game – Matthew Dear
11) Aloha & The Three Johns – Jenny Lewis
12) The Voyager – Jenny Lewis
13) Just As Lost – Japanese Super Shift
14) True Love – Tobias Jesso jr

The xx á Íslandi

Meðlimir bresku hljómsveitarinnar The xx eru staddir hér á landi. Heyrst hefur að þau séu komin hingað til að taka upp sína þriðju plötu í Greenhouse Studios hjá Bedroom Community. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu XX árið 2009 og hlaut hún gríðarlega jákvæðar viðtökur í bresku tónlistarpressunni. Önnur plata þeirra, Coexist, kom út árið 2012, og þó viðtökurnar hafi ekki verið jafn einróma þá eru vafalaust margir sem eru spenntir að heyra að hljómsveitin sé aftur að hreiðra um sig í stúdíói

Belle and Sebastian aðalnúmerið á ATP 2015

Skoska hljómsveitin Belle and Sebastian verður aðalnúmerið á fyrsta kvöldi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ 2. til 4. júlí á næsta ári. Hér er uppfjöllun okkar um hátíðina sem fram fór í ár.

Belle & Sebastian  valdi einmitt hljómsveitir á fyrstu ATP hátíðina sem haldin var, “The Bowlie Weekender” á Camber Sands, árið 1999.

“Við hlökkum ótrúlega mikið til að spila á ATP á Íslandi. Við höfum sterka tengingu við ATP og getum ekki beðið eftir að koma fram á ATP hátíð á einum af okkar eftirlætis stöðum. Við vorum yfir okkur hrifin af Camber Sands árið 1999 og Minehead árið 2010, þannig að það að fá að spila á Íslandi verður frábært. Það er rosalega langt síðan við spiluðum á Íslandi. Það verður æðislegt. Við getum ekki beðið!” – Richard Colburn, Belle & Sebastian 

Í dag hefst sérstakt tilboð á miðum sem kosta 60 evrur (85 evrur með rútu) fyrir passa á alla hátíðina, en þeir eru af afar skornum skammti. Er þetta gert svo erlendir gestir hafi meiri tíma til að bóka flug og gistingu en hefur verið. Þegar þessir miðar seljast upp verður svo boðið upp á tilboðsmiða á 90 evrur en venjulegt verð er svo 110 evrur. Hér má nálgast miða. Gistimöguleika og fleira verður tilkynnt um síðar.

Barry Hogan, stofnandi ATP segir: “Með hverju árinu stækkar hátíðin og við erum að vinna í að bóka frábærar hljómsveitir til að fylgja eftir Portishead og Nick Cave and the Bad Seeds. Belle and Sebastian eru nú fyrsta aðalhljómsveit dagskrár sem við lofum að verður spennandi þriðji kafli í sögu ATP á Íslandi.”


SBTRKT með nýtt lag ásamt Ezra Koenig

Breski tónlistarmaðurinn Aaron Jerome sem gengur jafnan undir listamannsnafninu SBTRKT tilkynnti fyrr í dag um útgáfu af sinni annarri  plötu Wonder Where We Land sem kemur út seinna á þessu ári. SBTRKT frumflutti einnig nýtt lag að nafninu New Dorp New York sem sungið er af Ezra Koenig söngvara Vampire Weekend á BBC Radio 2 í dag. Lagið er í senn ískalt og ákaflega grípandi. Hlustið á það hér fyrir neðan.

 

Straumur 21. júlí 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjustu plötu La Roux, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Courtney Barnett, Twin Peaks, The Unicorns, The Weeknd, Rl Grime og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í boði Joe & the juice og Húrra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 21. júlí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Tropical Chancer – La Roux
2) Paradise Is You – La Roux
3) The Feeling – La Roux
4) Pickles From The jar – Courtney Barnett
5) I Found a New Way – Twin Peaks
6) Rocketship – The Unicorns
7) War On The East Coast – The New Pornographers
8) Queen – Perfume Genius
9) Tennis Court (Diplo’s Andrew Agassi remix) – Lorde
10) King Of the Fall – The Weeknd
11) Bo Peep – Shlohmo & Jeremih
12) Core – RL Grime
13) Aerial (Jay Daniel remix) – Four Tet
14) Don’t Tell – Mansions On The Moon
15) Memories That You Call – ODESZA

Boogie Trouble safnar fyrir plötu

Diskó hljómsveitin Boogie Trouble stefnir á að gefa út sína fyrstu hljómplötu núna í haust og hefur nú hafið hópfjáröflun á síðu Karolina Fund. Plötu sveitarinnar  verður hægt að kaupa  í rafrænni forsölu á veraldarvefnum til þess að fjármagna það sem eftir er af hljóðvinnslu, hljómjöfnun og framleiðslu.

Á heimasíðu Karolina Fund er að kaupa ýmsa aðra þjónustu og glaðning af hljómsveitinni svo sem fönkbassatíma hjá Ingibjörgu Elsu Turchi, bassaleikara sveitarinnar. Einnig má tryggja sér miða á útgáfutónleikana sveitarinnar,ábreiðulag að eigin vali, rafmagnað eða órafmagnað diskópartý í heimsendingu og fleira.  Hér gefur að líta heimasíðu verkefnisins.   https://www.karolinafund.com/project/view/395

Hér er hægt að sjá viðtal sem við áttum við hljómsveitina þegar þau voru að hefja gerð plötunnar haustið 2012:

Sóley sendir frá sér stuttskífuna Krómantik

Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir, betur þekkt sem Sóley sendir frá sér nýja breiðskífa ásamt hljómsveit sinni á næsta ári, en í millitíðinni hefur hún ákveðið að senda frá sér stuttskífuna Krómantík sem kemur út á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Morr Music á heimsvísu í dag.  Krómantik kemur bæði út á geisladisk og tíu tommu vínilplötu og fylgir báðum útgáfum átta blaðsíðan fallegur myndskreyttur bæklingur með nótnablöðum.  Á Krómantik er að finna átta píanóverka sem mörg hver voru upprunalega samin fyrir önnur verkefni eða hafa komið fram sem styttri píanókaflar í öðrum tónverkum sem Sóley hefur komið að.
Til að fagna útgáfunni mun Sóley ásamt hljómsveit sinni koma fram á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2, þann 31 júlí næstkomandi.