Tónleikar helgarinnar 7. – 10. ágúst

Fimmtudagur 7. ágúst

Hljómsveitin Rökkurró frumsýnir nýtt myndband í Gym og Toinc salnum á Kex klukkan 20:00.  

Tónleikar í Mengi með nútímatónlist í bland við hugleiðingar um verkin ásamt pælingum um sviðslistir, ljóðlist, tónlist, listir og lífið almennt. Tónlist eftir Bent Sørensen, John Zorn, Yuji Takahashi, Ørjen Matre og nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Fimmtudagstónleikar á Gaunknum. CeaseTone, Future Figment, The Roulette og Trust The Lies. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.  

Skúli mennski, blúsgeggjararnir í Þungri byrði og Húrra bjóða öllum til stórkostlegrar blúsveislu. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hljómsveitin Bellstop kemur fram á Rosenberg kl. 21:00. 

 

 

Föstudagur 8. ágúst

 

Diskóboltarnir í Boogie Trouble halda fría tónleika á Loft Hostel sem hefjast klukkan 21:00.

 

Benni Hemm Hemm kemur fram einn síns liðs í Mengi á Óðinsgötu 2. Á tónleikunum verða meðal annars leikin lög af plötunni Eliminate Evil, Revive Good Times auk laga af Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út á nótnaformi. Benni kemur fram einn og óstuddur og verða tónleikarnir algjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Johnny And The Rest, Caterpillarmen, Bíbí & Blakkát koma fram á Gauknum. Fjörið hefst klukkan 22:00.

 

MUCK, LORD PU$$WHIP, RUSSIAN.GIRLS og SEVERED (crotch) halda tónleika á Húrra. Viðburðurinn hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Laugardagur 9. ágúst 

 

Útvarpsþátturinn Luftgítar á Rás 2 heldur ókeypis kveðjutónleika í portinu á Bar 11. Vio, Johnny & The Rest, Morðingjarnir, Kimono, Agent Fresco og Kaleo koma fram. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og standa til kl. 22.00.

 

Hljómsveitirnar Lucy in Blue og Dorian Gray koma fram á laugardags tónleikum Gauksins. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hin nýstofnaða hljómsveit VALD fram í annað sinn á Húrra og flytur efni af væntanlegri EP plötu sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og kostar 1000kr inn.

 

 

Sunnudagur 10. ágúst 

 

Jake Shulman-Ment og Eleonore Weill spila í Mengi. Jake er klezmerfiðluleikari á hæsta mælikvarða og Eleonore er multi-instrumentalisti og gjörningalistamaður. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *