Beck gefur út lag og hellingur af efni á leiðinni

Hinn óútreiknanlegi tónlistarmaður Beck Hansen hefur sent frá sér lagið „I Won‘t Be Long“ mánuði eftir að hann gaf út raf-ballöðuna „Defriended“. Þessi tvö lög eiga ekki margt sameiginlegt fyrir utan að hvorugt lagið mun fá pláss á plötu frá Beck þó hann sé að vinna að tveimur breiðskífum þessa dagana. Önnur platan verður órafmögnuð og er fyrr væntanleg en hin á að fylgja eftir Modern Guilt sem kom út árið 2008 og var unnin í samstarfi við Danger Mouse.
„I Wont Be Long“ er draumkennt indí popp lag með þéttri bassalínu og skemmtilegu rafknúðu mynstri sem vinnur á þegar líður á lagið sem myndi sóma sig vel á rúntinum. Smáskífan kemur formlega út 8. júlí og mun 14 mínútna rímix af laginu fylgja með.

Nýtt myndband frá Phoenix

Franska „indie“ bandið Phoenix hefur sent frá sér myndband við lagið „Trying to Be Cool“ sem er að finna á nýjustu plötu þeirra Bankrupt!. „Trying to Be Cool“ er önnur smáskífan sem kemur út af plötunni og fylgir á eftir „stadium“ smellinum „Entertainment“. Sápukúlur, api og skvísur í bikiní eru eru dæmi um það sem bregður fyrir í myndbandinu sem fer um víðan völl í hljóðveri Phoenix.

Nýtt lag með Azealia Banks og Pharrell Williams

Fyrsta stóra plata Azealia Banks – Broke With Expensive Taste hefur verið lengi í bígerð. Samkvæmt Banks mun platan innihalda 16 lög – þar á meðal smellinn 212. Hún hefur einnig skýrt frá því að Pharrell Williams og þrír aðrir gestasöngvarar verði á plötunni og að hún sé 80% tilbúin. Fyrr í dag “lak” útvarpsupptaka af laginu Atm Jam þar sem Williams kemur fram með henni á netið. Hlustið á það hér fyrir neðan.

Straumur 1. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Pretty Lights, Blondes, Twin Peaks, Pixies, Lane 8, Run the Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. júlí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) We Disappear – Jon Hopkins
2) Elise – Blondes
3) Be Mine – Lane 8
4) Let’s Get Busy – Pretty Lights
5) Press Pause – Pretty Lights
6) Perfect Form (ft. Shy Girls) – Cyril Hahn
7) Human Nature – Gauntlet Hair
8) Bad Apple – Gauntlet Hair
9) Bagboy – Pixies
10) Irene – Twin Peaks
11) Right Action – Franz Ferdinand
12) 1922 – Kristján Hrannar
13) Run The Jewels – Run The Jewels
14) DDFH – Run The Jewels
15) KΞR✡U’S LAMENT (犠牲) – Ellery James Roberts
16) Goodbye Horses – Hayden Thorpe & Jon Hopkins

Ferskt bílskúrsrokk frá Twin Peaks

Úr ómáluðum bílskúr í Chicago borg kemur hljómsveitin Twin Peaks sem inniheldur fjóra spólgraða „dropout“ pönkara á unglingsaldri. Þeir Cadien, Clay, Connor og Jack gáfu sjálfstætt út frumburð sinn Sunken í fyrra en útgáfufyrirtækið Autumn Tone hefur tekið Twin Peaks að sér og gefa plötuna út að nýju þann 9. júlí.
Twin Peaks fæst við draumkennt Lo-fi rokk sem hljómar svolítið eins og blanda af Beach House og Buzzcocks. Nýlega sendi hljómsveitin frá sér lagið „Irene“ og myndbönd við lögin „Fast Eddie“ og „Stand In The Sand“ sem öll verða að finna á væntanlegri plötu. Þó svo drengirnir séu ekki nógu gamlir til að koma fram á skemmtistöðum hefur hljómsveitin verið iðin við kolann jafnt á smáum hverfisbörum sem og stórum tónlistarhátíðum þar sem sagt hefur verið að þeir slái út stórum nöfnum með frammistöðu sinni.
Meðlimir Twin Peaks segja að lögin sín fjalli um sætar stelpur, drykkju, dóp og reykingar. Þeir standa vörð um ungdóminn, forðast kjaftæði og gefa út ferska tónlist beint úr bílskúrnum.

Nýtt lag frá Pixies

Hin goðsagnakennda og áhrifamikla hljómsveit Pixies gáfu í dag út lagið Bagboy en það er fyrsta nýja efnið með hljómsveitinni frá því að lagið Bam Thwok kom út árið 2004. Hægt er að nálgast lagið frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar. Bassaleikari sveitarinnar Kim Deal sagði á dögunum skilið við bandið en hún var höfundur Bam Thwok. Hlustið á Bag Boy hér fyrir neðan.

The Vaccines senda frá sér nýtt lag undir nýjum áhrifum

Árni Hjörvar Árnason og félagar úr hljómsveitinni The Vaccines hafa sent frá sér lagið „Melody Calling“ og mun það vera fyrsta efnið sem heyrist frá bandinu síðan platan Come of Age kom út árið 2012. Lagið ber nafn með rentu og eru drengirnir að greinilega að fikra sig áfram með ljúfari og melódískri hljóm sem fer þeim ákaflega vel.
Justin Young söngvari The Vaccines sagði í viðtali að hljómsveitinn ætti nokkur lög í pokahorninu sem þeir væru að vinna úr. „Þessi lög eru eins og brú yfir í eitthvað annað, hugsanlega plötu númer þrjú. Ég er mjög frjósamur þessa daga og við erum að prófa margt í fyrsta skipti.“

Yeah Yeah Yeahs á toppi Empire State

Karen O og félagar hennar Nick Zinner og Brian Chase úr Yeah Yeah Yeahs hafa sent frá sér myndband við lagið „Despair“ sem tekið er af nýjustu plötu þeirra Mosquito. Myndbandið var tekið upp á toppi Empire State byggingarinnar í New York og er þetta í fyrsta sinn tónlistarmyndband er tekið upp á staðnum. Karen hefur látið hafa eftir sér að það hefði verið draumi líkast að fá að taka upp þetta myndband og hún er ekkert að leyna gleðinni skoppandi um í gula diskógallanum á toppi skýjakljúfsins.

ATP Festival upphitun á KEX Hostel

Tónlistarhátíðin ATP Festival fer fram um komandi helgi og í tilefni af því mun KEX Hostel hita upp fyrir hátíðina með kvikmyndasýningum og tónleikum. Upphitun fer fram í kvöld á KEX Hostel en þar verða þrjár kvikmyndir sýndar ásamt því að Snorri Helgason mun halda tónleika. Kvikmyndirnar sem verða sýndar hafa verið sérstaklega valdar af þeim listamönnum sem koma fram á hátíðinni. Þær eru:

Koyannisqatsi (1982)
Koyannisqatsi er einskonar heimildarmynd og sjónrænir tónleikar við tónverk eftir Philip Glass. Myndin er í raun samansafn mynda hvaðanæva að úr heiminum og mun breyta sýn áhorfandans á heiminn.

Au Hasard Balthazar (1966)
Au Hasard Balthazar fjallar um asnann Baltazar og erfiða ævi hans. Samhliða sjáum við sömuleiðis líf stúlkunnar sem nefndi hann en líf þeirra beggja er samtvinnað.

Repo Man (1984)
Repo Man fjallar um ungan mann sem gerist innheimtumaður og undarleg ævintýri hans í því starfi.

Dagskrá:

GYM & TONIC:
17:00 – Koyannisqatsi (Valin af Valgeiri Sigurðssyni)
18:40 – Au Hasard Balthazar (Valin af Chelsea Light Moving)
20:30 – Repo Man (valin af Thee Oh Sees)

KEX RESTAURANT:
22:15 – Snorri Helgason flytur tónlist sína