Edward Sharpe and the Magnetic Zeros platan aðgengileg hlustunar

Þó enn sé vika í útgáfu sjálftitlaðrar plötu Edward Sharpe and the Magnetic Zeros hefur hljómsveitin skellt plötunni á netið og gert hana aðgengilega hlustunar. Þetta er þriðja breiðskífa bandsins sem fylgir á eftir plötunni Here sem kom út í fyrra en frumburður sveitarinnar Up from Below kom út árið 2009.
Edward Sharpe and the Magnetic Zeros (platan) er í takt við fyrra efni hljómsveitarinnar og inniheldur mjúkt sveitalegt þjóðlagarokk sem ætti að koma flestum í gott skap. Platan sem kemur formlega út 23. júlí inniheldur 12 lög og fyrir rúmlega mánuði síðan kom út fyrsta smáskífan „Better Days“.
Leppur hljómsveitarinnar Alex Ebert er virkilega ánægður með væntanlega plötu og segir þetta hráasta og frjálslegasta efni  sem komið hefur frá Edward Sharpe and the Magnetic Zeros til þessa. Hlustið hér!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *