Tónleikahelgin 8.-11. janúar

Miðvikudagur 8. janúar

Hljómsveitirnar Oyama, Halleluwah og Hljómsveitt munu troða upp á nýja skemmtistaðnum Paloma sem er fyrir ofan Dubliners í Naustinni 1-3. Oyama hyggjast spila nýtt efni á tónleikunum en sveitin vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu. Halleluwah er verkefni Sölva Blöndal sem áður var í Quarashi en honum til halds og trausts er söngkonan Rakel Mjöll. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

Á Gamla Gauknum stíga sveitirnar Skerðing og While My City Burns á stokk. Aðgangur er ókeypis og leikar hefjast klukkan 21:00.

Fimmtudagur 9. janúar

Michael Anderson, betur þekktur undir listamansnafninu DREKKA, kemur fram á tónleikum á Dillon. DREKKA spilar draumkennda industrial tónlist sem mætti líkja við hljómsveitir á borð við Coil og The Shadow Ring. Á næstunni kemur út plata frá honum á DAIS útgáfunni (Iceage, Psychic TV, Cold Cave) sem tekin var upp á Íslandi. Honum til halds og trausts verða tónlistarmaðurinn Þórir Georg, Kælan Mikla og Börn. Tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Það verður þungarokksveisla á Gamla Gauknum þar sem Blood Feud, Darknote og Wistaria munu þeyta flösu. Tónleikarnir hefjast upp úr 21:00 og ókeypis er inn.

Föstudagur 10. janúar

Reggístórsveitin Ojba Rast kemur fram á Gamla Gauknum en önnur breiðskífa sveitarinnar, Friður, kom út í vetur og hefur fengið feikna góðar viðtökur. Dyrnar opna 21:00, tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Stuð- og gleðisveitin Babies kemur fram á hip hop staðnum Prikinu. Aðgangseyrir er ekki til staðar og fjörið hefst klukkan 22:00.

 

Tónskáldahópurinn S.L.Á.T.U.R. fagnar nýju ári með tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2. Þar verður flutt glæný tónlist fyrir klarinettur sem hafa verið undirbúnar sérstaklega, breyttar og endurhannaðar til að kalla fram nýjan hljóðblæ, nýjar stillingar og framlengja möguleika hljóðfærisins. Fjórir klarínettuleikarar munu flytja tónlistina en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Það verður metalveisla á Dillon og hljómsveitirnar Darknote og Jötunmóð koma fram. Aðgangseyrir er enginn og málmurinn byrjar að óma á slaginu 22:00.

Laugardagur 11. janúar

Skóglápsrokkararnir í Oyama verða aftur á ferðinni á laugardagskvöldinu, að þessu sinni í Gym & Tonik salnum á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Það verður bluegrass hátíð á Gamla Gauknum en þar kemur fram hljómsveitin Illgresi ásamt Hjalta Þorkelssyni (var í sveitinni Múgsefjun) og öðrum góðum gestum. Hljómleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hljómsveitirnar Fivebellies og Dýrðin stíga á stokk á Dillon. Lætin hefjast 22:00 og aðgangseyrir er ókeypis.

 

 

 

Straumur 6. janúar 2014

Í fyrsta Straumi ársins verður nýjasta plata Stephen Malkmus & The Jicks tekin fyrir, við heyrum einnig nýtt efni frá Danny Brown, Sbtrkt, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

Straumur 6. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Planetary Motion – Stephen Malkmus & The Jicks
2) Houston Hades – Stephen Malkmus & The Jicks
3) Shibboleth – Stephen Malkmus & The Jicks
4) Chartjunk – Stephen Malkmus & The Jicks
5) My Molly – Sky Ferreira & Ariel Pink
6) Step (Remix) [ft. Danny Brown, Heems, and Despot] – Vampire Weekend
7) r u n a w a y – Sbtrkt
8) Argentina (Parts I, II, III) – Tokyo Police Club
9) Red Eyes – The War On Drugs
10) Birth In Reverse – St. Vincent
11) Digital Witness – St. Vincent
12) Faith – I Break Horses
13) Berceuse – I Break Horses
14) Weigh True Words – I Break Horses
15) Windstorm – School Of Seven Bells


Portishead og Interpol á ATP

Portishead og Interpol verða stærstu hljómsveitirnar á ATP-hátíðinni á Ásbrú  dagana 10.-12. júlí en hvorug hljómsveitin hefur komið fram áður á Íslandi. Portishead verður stærsta nafnið föstudaginn 11. júlí og Interpol stærsta nafnið laugardaginn 12. júlí. Hljómsveitirnar Mammút, For a minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar verða einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og íslenskum hljómsveitum til viðbótar.  Áætlað er að tónlistardagskrá hátíðarinnar standi frá 19:00-02:00 alla hátíðardagana og munu í heildina um 25 hljómsveitir koma fram.

Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. Þriggja daga hátíðarpassar kosta 18.500 kr. og dagspassar kosta 12.900 kr. Einnig er hægt að kaupa hátíðarpassa og dagspassa með rútuferðum frá BSÍ. Nánari upplýsingar á midi.is.

ATP verður haldin á Ásbrú, fyrrum varnarliðssvæðinu, sem á sér sögu sem rekur aftur til ársins 1941 en bandaríski herinn yfirgaf svæðið árið 2006. Svæðið er staðsett í fimm mínútna aksturfjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæ, um korter frá Bláa Lóninu og hálftíma frá höfuðborgarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra, auk annars konar skipulagðrar dagskrár sem felur meðal annars í sér kvikmyndasýningar, Popppunkt, fótboltamót þar sem hljómsveitir etja kappi við gesti hátíðarinnar o.fl.

Tónleikahelgin 2.-4. janúar

Fyrsta helgi nýja ársins fer rólega af stað en þó eru nokkrir tónleikar sem vert er að drífa sig út úr húsi fyrir.

Fimmtudagur 2. janúar

Á Gamla Gauknum koma fram Leiksvið Fáránleikans, Casio Fatso og Gímaldin Magister. Það er frítt inn og hurðin opnar klukkan 21:00.

Föstudagur 3. janúar

Pascal Pinion koma fram á hinum nýopnaða stað Mengi á Óðinsgötu 2. Systurnar spila lágstemmt jaðarpopp þar sem ýmis hljóðfæri koma við sögu, lítil og stór hljómborð, gítarar, fótbassar og trommupedalar. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Blásið verður til allsherjar rokkveisla á Gamla Gauknum. Íslensku rokksveitirnar Coral og Telepathetics ætla að rísa upp frá dauðum þessa einu kvöldstund og rokka kofann eins og árið sé 2004. Pönkhundarnir í Morðingjunum koma einnig fram. Aðgangseyrir er 500 krónur og tónleikarnir hefjast uppúr tíu en aðstandendur lofa sveittasta giggi ársins 2014.

Laugardagur 4. janúar

Þjóðlagapoppsveitin The Evening Guests kemur fram ásamt öðrum gestum á Gamla Gauknum. Það er ókeypis inn og dyrnar opnast 21:00.

Ólöf Arnalds heldur fyrstu tónleika sína á árinu á afmælisdegi sínum 4. janúar. Gleðin verður haldin á Mengi við Óðinsgötu 2.

Tónleikahelgin 19. – 22. desember

Fimmtudagur 19. desember

Brother Grass, Adda og Bellastop spila í Lucky Records. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00.  

Una Sveinbjarnardóttir konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur heldur tónleika í Mengi klukkan 21:00. Una er að leggja lokahönd á upptökur eigin verka ásamt hljóðlistamanninum Paul Evans

Tonik, M-Band og Good Moon Deer slá upp tónleikaveislu á Harlem. Hús opnar kl. 21:00 og hefst leikur kl. 22:00 stundvíslega en aðgangseyrir er 1.000 kr.

 

 

Föstudagur 20. desember

Tónlistarmaðurinn Úlfur mun koma fram á tónleikum í Mengi klukkan 21:00

 

Steed Lord tónleikar á Harlem. Húsið opnar kl 21:00 með dj setti frá Steed Lord og tónleikarnir byrja síðan um kl 23:00. Miðaverð er 2500 kr. miðasala fer fram á midi.is

 

Jólatónleikar X977 fara fram í Austurbæ klukkan 20:00. Fram koma: Drangar, Leaves, Ojba Rasta,Vök, Kaleo, Mammút,1860, Skepna, Grísalappalísa, Þröstur uppá Heiðar og Pétur Ben.

Miðaverð er 1977 krónur og rennur óskipt í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar sem vinnur að því að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík. Miðasala er hafin á midi.is og kostar 1977 kr inn. 

 

Útgáfutónleikar Johnny And The Rest vegna plötunnar Wolves In The Night verða haldnir í Tjarnarbíó klukkan 20:00, Smári Tarfur sér um upphitun og miðaverð er 2000 krónur. 

 

 

 

Laugardagur 21. desember 

Biggi Hilmar, Sóley og Pétur Ben ásamt hljómsveit halda tónleika í Tjarnarbíó klukkan 20:00, þar sem þau flytja glænýtt, óútkomið efni í bland við eldra, ásamt því að frumflytja jólalag sem þau sömdu nýverið saman. Miðaverð er 2.500 kr og er miðasala hafin á midi.is

 

Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari kemur fram á tónleikum í Mengi klukkan 21:00.

 

Drangar munu halda síðustu tónleika sína fyrir jól í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi kl. 20:00. Miðaverð er 2000 kr. og er hægt að nálgast miða á drangar.is

 

Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem í ár. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli. Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram. Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu! Miðinn gildir á báða staði! Miðasala er hafin á midi.is

GAMLI GAUKURINN

21:00 Snorri Helgason

22:00 Moses Hightower

23:00 Leaves

00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)

01:00 MAMMÚT

HARLEM

21:30 Hymnalaya

22:30 Vök

23:30 Lay Low

00:30 Ojba Rasta

 

 

Jólaplögg Record Records

Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem á laugardaginn. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli.

Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Snorri Helga, Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram.

Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu!
Miðinn gildir á báða staði!

Miðasala er hafin á midi.is

DAGSKRÁIN
GAMLI GAUKURINN
21:00 Snorri Helgason
22:00 Moses Hightower
23:00 Leaves
00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)
01:00 MAMMÚT

HARLEM
21:30 Hymnalaya
22:30 Vök
23:30 Lay Low
00:30 Ojba Rasta

Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur

 

Kraumslistinn 2013, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í sjötta sinn í dag.

Á Kraumslistanum í ár er að finna sjö framúrskarandi plötur frá metnaðarfullu tónlistarfólki. Tónlistarárið 2013 var fjölbreytt og spennandi og allar þær útgáfur sem fengu tilnefningu á Úrvalslista Kraums bera þess merki að unnið hefur verið að þeim af alúð og mikið verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir hugmyndaríkt, áræðið og umfram allt framúrskarandi listamenn.

Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu enda enginn vafi á því að tónlistarárið 2013 var gott og mikill kraftur í íslensku tónlistarfólki. Plöturnar sjö sem skáru framúr og skipa Kraumslistann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og fjölbreyttar en Kraumur mun leggja sitt af mörkum á komandi ári við að kynna þessi verk fyrir erlendum fjölmiðlum og fólki sem starfar innan tónlistargeirans.

Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem eru í ár sjö talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur (listinn er birtur í stafrófsröð)

  • Cell7 – Cellf       
  • Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum
  • Grísalappalísa – Ali         
  • Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns
  • Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me   
  • Mammút – Komdu til mín svarta systir 
  • Sin Fang – Flowers         

______

Kraumslistinn haldinn í sjötta skiptið

Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.

Verðlaun

Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.  Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðla o.s.frv.).

Tuttugu manns áttu sæti í dómnefnd Kraumslistans 2013:

Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Benedikt Reynisson, Bob Cluness, Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.

Markmið Kraumslistans

Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – Markmið Kraumslistans:

  • Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
  • Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
  • Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
  • Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
  • Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á alla þá titla sem dómnefndin velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
  • Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

 

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

  • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
  • Hjaltalín – Enter 4
  • Moses Hightower – Önnur Mósebók
  • Ojba Rasta – Ojba Rasta
  • Pétur Ben – God’s Lonely Man
  • Retro Stefson – Retro Stefson

 

Kraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur

  • ADHD – ADHD2
  • Lay Low – Brostinn Strengur
  • Reykjavík! – Locust Sounds
  • Samaris – Hljóma Þú (ep)
  • Sin Fang – Summer Echoes
  • Sóley – We Sink

 

Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur

  • Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
  • Daníel Bjarnason – Processions
  • Ég – Lúxus upplifun
  • Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
  • Nolo – No-Lo-Fi
  • Ólöf Arnalds – Innundir skinni

 

Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur

  • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
  • Bloodgroup – Dry Land
  • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
  • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
  • Hjaltalin – Terminal
  • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

 

Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur

  • Agent Fresco – Lightbulb Universe·
  • FM Belfast – How to Make Friends
  • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
  • Ísafold – All Sounds to Silence Come
  • Mammút – Karkari
  • Retro Stefson – Montaña

 

 

 

 

 

Seinni árslistaþáttur Straums í kvöld

Seinni árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir plöturnar sem setja í 15. til 1. sæti í ár. Listinn birtist svo hér í heild sinni strax og þættinum líkur. Hér fyrir neðan má sjá fyrri hluta listans sem farið var yfir í síðustu viku.

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon