20.1.2014 17:28

Lag og myndband frá Damon Albarn

Damon Albarn frumsýndi á netinu rétt í þessu myndband við titillag væntanlegrar sólóskífu sinnar, Everyday Robots. Platan kemur út þann 28. apríl og meðal gesta á henni verða Brian Eno og Natasha Khan úr Bat for Lashes. Lagið er lágstemmt og angurvært með hikandi raftakti, blúsuðu píanói og ómstríðum fiðluhljóðbút. Myndbandið er allsérstætt en í því er sneiðmyndaskönnun og tölvuteikningum beitt til að endurskapa höfuðlag Damons sjálfs á gallsúran hátt. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012