Tónleikar helgarinnar 25. – 28. september 2014

Fimmtudagur 25. september

Snorri Helgason kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 26. september

Kexland og Nýherji standa fyrir rokkveislunni LENOVO áKEX HOSTEL. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00.

19:00 Pétur Ben

20:00 Low Roar

21:00 Agent Fresco

22:00 DIMMA

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Stafrænn Hákon ætlar að fagna ferskri afurð er ber nafnið “Kælir Varðhund” á Húrra. The Strong Connection með Markús Bjarnason í fararbroddi ætla að heiðra áhorfendur með nærveru sinni ásamt Loja sem mun flytja sitt efni. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Laugardagur 27. september

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari í hljómsveitinni Moses Hightower og Matthías Hemstock sem hefur starfað á íslensku tónlistarsenunni síðastliðin 30 ár með áherslu á jazz, spuna og ýmis tilraunavekefni halda tónleika í Mengi. Á efnisskránni verður aðallega frjáls spuni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

Tónleikar á Rosenberg með Rúnari Þórissyni, Láru Rúnarsdóttir og Margréti Rúnarsdóttir ásamt hljómsveitinni Himbrimi. Aðgangseyrir: 1500 kr. og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Lady Boy Records standa fyrir tónleikunum Cassette Store Day Split. Harry Knuckles, Nicolas Kunysz og AMFJ koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Sísý Ey, DJ Margeir og Intro Beats slá upp party á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Sunnudagur 28. september 

Þóranna Dögg Björnsdóttir kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.

Ný Smáskífa frá Kendrick Lamar

Rapparinn Kendrick Lamar sendi í dag frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu, lag sem heitir einfaldlega i. Rapphundar um heim allan bíða með mikilli eftirvæntingu eftir enn ónefndri plötu Lamar en plata hans good kid, m.A.A.d city var ofarlega á listum helstu tímarita yfir bestu plötur ársins 2012. Hlustið á lagið i hér fyrir neðan.

Straumur 22. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á væntanlegar plötur frá Aphex Twin og Julian Casablancas +The Voidz auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Made In Heights, Boogie Trouble, Ólöfu Arnalds, Todd Osborn og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 22. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Ghosts – Made In Heights
2) 180db_ – Aphex Twin
3) PAPAT4 (Pineal Mix) – Aphex Twin
4) Crunch Punch – Julian Casablancas + The Voidz
5) Nintendo Blood – Julian Casablancas + The Voidz
6) See (Beacon Remix) – Tycho
7) Everyone and Us – Peaking Lights
8) Contemporary – DREAMTRAK
9) Put Your Weight On It (Chicago Mix) – Todd Osborn
10) Coronus, The Terminator – Flying Lotus
11) Wanna Party Remix (Ft. Think and 3D Na’Tee) – Future Brown
12) Palme – Ólöf Arnalds
13) Augnablik – Boogie Trouble
14) My Troubled Heart – Christopher Owens
15) Over and Above Myself – Christopher Owens

Sun Kil Moon í Fríkirkjunni

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek sem kemur fram undir formerkjum Sun Kil Moon heldur tónleika ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember. Kozelek stofnaði Sun Kil Moon árið 2002 fljótlega eftir að hljómsveit hans Red House Painters leystist upp. Sun Kil Moon sendi frá sér sína sjöttu plötu Benji fyrr á þessu ári og uppskar einróma lof gagnrýnenda. Það er viðburðar fyrirtækið Reykjavíkurnætur sem stendur að komu Sun Kil Moon til landsins. Miðasala hefst klukkan 12 í dag á www.midi.is

Tónleikahelgin 18.-20. september

Fimtudagur 18 september

Intro Beats spilar á tónleikum fönkþáttarins á Boston. Tónleikarnir hefjast 22:00 og frítt er inn.

 

Hljómsveitirnar Hinemoa, Kvika og Rósa frænka halda tónleika á húrra. Fjörið hefst 21:00 og aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

 

Ólafur Arnalds spilar í Norðurljósasal Hörpu. Aðgangseyrir er 3900 krónur og Ólafur hefur leik 20:30.

 

Josephine Foster og Gyða Valtýsdóttir munu spila saman dúett í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

 

Tónleikar til heiðurs Jeff Buckley verða haldnir á Gauknum. Einvalalið hljóðfæraleika og söngvara mun flytja plötuna Grace í heild sinni en miðverð er 2500 krónur í forsölu og 3000 við hurð. Tónleikarnir byrja 21:00.

 

Föstudagur 19. september

 

Breska reggípoppsveitin UB40 spilar á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Örfáir miðar eru eftir á tónleikana en miðaverð er frá 8900 til 14500 eftir sætum.

 

Hljómsveitin Plastic Gods kemur fram á Húrra og mun spila drun/noise sett sem unnið er saman úr þeim heimi druns sem bandið þekkir ásamt raftónlistar-áhrifum. Einnig koma fram tónlistarmennirnir AMFJ, Döpur og Ultra Orthodox. Hávaðinn byrjar 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Raftónlistarmennirnir Futuregrapher, dj. flugvél og geimskip og chris sea munu leiða saman hesta sína á hljómleikum í Mengi. Veislan hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Alchemia spilar á Dillon og hefur leik 23:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 20. september

 

FM Belfast munu trylla allan viðstaddan lýð á Húrra. Tryllingurinn hefst upp úr 22:00 og 2000 krónur veita aðgang að honum.

 

Boogie Trouble heldur tónleika með miklum elegans á Kex Hostel. Aðgangur er með öllu ókeypis og dansinn byrjar að duna 21:00.

 

Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Magnús Trygvason Eliassen leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi. Þeir hefja leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Svokallað Jack Live kvöld verður haldið á Gauknum en fram koma Kontinuum, Caterpillarmen ,Godchilla, Future Figment og Ottóman. Húsið opnar 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Airwaves dagsrkáin kynnt

Nú rétt í þessu var full dagskrá fyrir Iceland Airwaves hátíðina kynnt en hana má nálgast með því að smella hér. Hátíðin er haldin í 16. skipti í ár og fer fram dagana 5.-9. nóvember en um 220 sveitir munu koma fram, þar af 67 erlendar. Þar má nefna sveitir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Anna Calvi, How To Dress Well, Sin Fang, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Mugison, Eskmo, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Straumur 15. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá SBTRKT, Slow Magic, Goat, Mr Twin Sister, Ryan Adams og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 15. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Everybody Knows – SBTRKT
2) Problem Solved (ft. Jessie Ware) – SBTRKT
3) Gon Stay (ft. Sampha) – SBTRKT
4) Our Love (Daphni mix) – Caribou
5) Girls – Slow Magic
6) Waited 4 U – Slow Magic
7) Unfurla – Clark
8) Needle and a Knife – Tennis
9) In The House Of Yes – Mr Twin Sister
10) Twelfe Angels – Mr Twin Sister
11) Beautiful Thing – King Tuff
12) Words – Goat
13) Goatslaves – Goat
14) Kim – Ryan Adams

Tónleikar helgarinnar 12-13. september 2014

Föstudagur 12. september

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 20:30
Major Pink 21.00
RVK Dætur 21.40
Gauti 22.40
Úlfur Úlfur 23.10
Dikta 00.00
Jón Jónsson 01.00
Ojbarasta 02.00

Nova tjald
Housekell og Unnsteinn Manuel 22:30

 

– Brött Brekka, Bob og Caterpillarmen halda tónleika á Dillon.

– Naðra, Misþyrming og Úrhrak koma fram á Gauknum.

 

 

Laugardagur 13. september

– Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Húrra, laugardagsvködlið 13. september. Á tónleikunum hyggst hljómsveitin frumflytja ný lög í bland við eldra efni. Eftir tónleikana hyggst sveitin jafnframt taka sér smá hlé frá tónleikahaldi og einbeita sér að því að klára nýtt efni í hljóðverinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðaverð er 2.000 kr. Eingöngu selt við hurð.

 

– Soffía Björg kemur fram í Mengi ásamt hljómsveit og mun flytja tónlist með extra skammt af tilfinningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 22 og fyrsta hljómsveit byrjar kl. 23.

Páll Óskar 23.00
Steindi og Bent 23.30
Friðirk Dór 00.10
Amabadama 01.00

Nova tjald
DJ Margeir og Högni Egilsson 23:00

Straumur 8. september 2014

 

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni m.a. frá Tv On The Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasvein og Caribou. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Happy Idiot – Tv On The Radio
2) minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin
3) HIGHER (ft. Raury) – SBTRKT
4) Put Your Number In My Phone – Ariel Pink
5) Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz
6) Never Catch Me (ft. Kendrick Lamar) – Flying Lotus
7) Can’t Do Without You (Tale Of Us & Mano Le Tough remix) – Caribou
8) Cheap Talk – Death From Above 1979
9) Sundara – Odesza
10) For Us (ft. Briana Marela) – Odesza
11) Eldskírn – Skuggasveinn
12) Ooo – Karen O
13) Visits – Karen O
14) Native Korean Rock – Karen O