Straumur 29. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Foxygen, Caribou, Flying Lotus og Thom Yorke auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Machinedrum, Kendrick Lamar og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 29. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Star Power I: Overture – Foxygen

2) Silver – Caribou

3) Second Chance – Caribou

4) Chimes (Gammar Re Edit) – Hudson Mohawke

5) Coulda Been My Love – Foxygen

6) Mattress Warehoues – Foxygen

7) Star Power III: What Are We Good For – Foxygen

8) i – Kendrick Lamar

9) Ready Err Not – Flying Lotus

10) Turtles – Flying Lotus

11) The Mother Lode – Thom Yorke

12) Only 1 Way 2 Know – Machinedrum

13) How Many – Iceage

14) Hang – Foxygen

Thom Yorke gefur út nýja plötu

Thom Yorke, leiðtogi indí-risans Radiohead, tilkynnti fyrir skömmu nýja sólóskífu sína sem hann gaf svo út samdægurs í gegnum bittorrent forritið. Þetta er önnur sólóskífa Yorke en sú fyrsta, Eraser, kom út árið 2006. Hægt er að hala niður laginu Brain In A Bottle og myndbandi fyrir það ókeypis hér eða kaupa plötuna fyrir litla sex dollara. 

Thom Yorke dansar á ný

Thom Yorke söngvari Radiohead hefur tekið fram dansskóna á nýjan leik fyrir myndband við lagið Ingenue af plötu stjörnubandsins Atoms For Peace en Yorke er þar fremstur meðal jafningja. Síðast mátti sjá Yorke dansa í myndbandinu við lagið Lotus Flower af síðustu plötu Radiohead The King of Limbs frá árinu 2011.