26.9.2014 18:00

Thom Yorke gefur út nýja plötu

Thom Yorke, leiðtogi indí-risans Radiohead, tilkynnti fyrir skömmu nýja sólóskífu sína sem hann gaf svo út samdægurs í gegnum bittorrent forritið. Þetta er önnur sólóskífa Yorke en sú fyrsta, Eraser, kom út árið 2006. Hægt er að hala niður laginu Brain In A Bottle og myndbandi fyrir það ókeypis hér eða kaupa plötuna fyrir litla sex dollara. 


©Straum.is 2012