Tónleikahelgin 18.-20. september

Fimtudagur 18 september

Intro Beats spilar á tónleikum fönkþáttarins á Boston. Tónleikarnir hefjast 22:00 og frítt er inn.

 

Hljómsveitirnar Hinemoa, Kvika og Rósa frænka halda tónleika á húrra. Fjörið hefst 21:00 og aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

 

Ólafur Arnalds spilar í Norðurljósasal Hörpu. Aðgangseyrir er 3900 krónur og Ólafur hefur leik 20:30.

 

Josephine Foster og Gyða Valtýsdóttir munu spila saman dúett í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

 

Tónleikar til heiðurs Jeff Buckley verða haldnir á Gauknum. Einvalalið hljóðfæraleika og söngvara mun flytja plötuna Grace í heild sinni en miðverð er 2500 krónur í forsölu og 3000 við hurð. Tónleikarnir byrja 21:00.

 

Föstudagur 19. september

 

Breska reggípoppsveitin UB40 spilar á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Örfáir miðar eru eftir á tónleikana en miðaverð er frá 8900 til 14500 eftir sætum.

 

Hljómsveitin Plastic Gods kemur fram á Húrra og mun spila drun/noise sett sem unnið er saman úr þeim heimi druns sem bandið þekkir ásamt raftónlistar-áhrifum. Einnig koma fram tónlistarmennirnir AMFJ, Döpur og Ultra Orthodox. Hávaðinn byrjar 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Raftónlistarmennirnir Futuregrapher, dj. flugvél og geimskip og chris sea munu leiða saman hesta sína á hljómleikum í Mengi. Veislan hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Alchemia spilar á Dillon og hefur leik 23:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 20. september

 

FM Belfast munu trylla allan viðstaddan lýð á Húrra. Tryllingurinn hefst upp úr 22:00 og 2000 krónur veita aðgang að honum.

 

Boogie Trouble heldur tónleika með miklum elegans á Kex Hostel. Aðgangur er með öllu ókeypis og dansinn byrjar að duna 21:00.

 

Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Magnús Trygvason Eliassen leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi. Þeir hefja leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Svokallað Jack Live kvöld verður haldið á Gauknum en fram koma Kontinuum, Caterpillarmen ,Godchilla, Future Figment og Ottóman. Húsið opnar 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *