Tónleikahelgin 19.-23. nóvember

Miðvikudagur 19. nóvember

 

Hljómsveitirnar Toneron og Munstur leika fyrir dansi á Gauknum. Aðgangur er ókeypis og leikar hefjast 21:00.

 

Per:Segulsvið og Strong Connection koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir byrja stundvíslega 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Kippi Kanínus og DADA koma fram á Húrra. Hátíðin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Fimmtudagur 20. nóvember

 

Hin kunna rokksveit Mammút kemur fram á Húrra. Dyrnar opna 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Berglind María Tómasdóttir kemur fram á tónleikum í Mengi. Berglind María er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á marga miðla svo sem tónlist, vídeólist og leikhús. Performansinn byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Eins manns bandið SEINT kemur fram á Dillon en það er skipað forsprakka Celestine og fyrrverandi meðlimi I Adapt og leikur tónlist í anda Ministry, Nine Inch Nails og Massive Attack. Einnig kemur fram hljómsveitin Mar en tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Föstudagur 21. nóvember

 

Hljómsveitin Dillalude, sem sérhæfir sig í djössuðum spunaútgáfum af tónlist taktsmiðsins J-Dilla, kemur fram á Kaffibarnum. Ballið byrjar 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Ólafur Björn Ólafsson, eða Óbó, leikur efni af nýútkominni plötu sinni Innhverfi.  Honum til halds og trausts verða Róbert Reynisson gítarleikari og Kristín Þóra Haraldsdóttir víólulekari. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 22. nóvember

Fyrrum tekknóbandið og núverandi rafrokkbandið Fufanu kemur fram á Kaffibarnum. Tónleikarnir byrja 22:30 og aðgangur er fríkeypis.

Danski bassaleikarinn Richard Andersson kemur fram ásamt hljómsveit í Mengi.  Hljómsveitin dansar á fallegan hátt á milli óbærilegs léttleika og kröftugra sprenginga, án þess að láta það bitna á styrkleika þess og tjáningu. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Sunnudagur 23. nóvember

 

Bandaríska rokksveitin Doomriders kemur fram á Húrra. Doomriders er hliðarverkefni Nate Newton bassaleikara Converge og gítarleikara Old Man Gloom. Um upphitun sjá Kontinuum og Mercy Buckets en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

Straumur 17. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek

Fjórar framsæknar konur halda tónleika á Kex Hostel

Tónlistarkonurnar Kira Kira, Flying Hórses frá Montréal og Portal 2 xtacy halda tónleika á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Flying Hórses er tvíeyki frá Montréal í Kanada og er skipað þeima Jáde Berg og Raphael Weinroth-Browne.  Tónlist þeirra er ósunginn nýklassík og er að mestu flutt á píanó og selló.  Sveitin hefur verið að vinna sína fyrstu breiðskífu í Sundlauginn í Mosfellsbæ og mun hún koma út á fyrri hluta næsta árs.   Hljómsveitin hefur verið að koma fram erlendis með Lindy sem spilaði hér á nýafstaðinni Iceland Airwaves og Memoryhouse sem gefur út hjá Sub Pop í Bandaríkjunum.

Kira Kira er sólóverkefni Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og hefur hún verið í framlínu tilraunakenndrar raftónlistar í hátt í tvo áratugi.  Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur undir merkjum Smekkleysu, Afterhours í Japan og Sound of a Handshake sem er undirmerki Morr Music í Þýskalandi.

Portal 2 xtacy er tvíeyki skipað þeim Áslaugu Brún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur sem þekktastar eru fyrir að vera meðlimir í þríeykinu Samaris.

Tónleikar helgarinnar 13. – 15. nóvember

Fimmtudagur 13. nóvember

Oyama fagnar tilkomu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra klukkan 21:00. Það kostar 2000 krónur inn. Platan verður á tilboði við innganginn ásamt glænýjum varning. Hljómsveitin hitar upp.

Í tilefni fyrstu heimsóknar Mark Kozelek/Sun Kil Moon og tónleika hans hér á landi í Fríkirkjunni þann 28.nóvember nk. munu nokkrir tónlistarmenn standa fyrir Mark Kozelek kvöldi á Dillon. Flutningur á efni Kozelek verður í höndum þeirra Daníels Hjálmtýssonar (eins tónleikahaldara Sun Kil Moon), Krumma Björgvinssonar, Bjarna M. Sigurðarssonar, Alison MacNeil, Myrru Rósar, Markúsar Bjarnasonar og fleiri tónlistarmanna sem deila allir sömu aðdáun og ánægju af verkum Mark Kozelek í gegnum tíðina. Kvöldið hefst klukkan 22.00 og má búast við einstaklega huggulegri stemmingju á efri hæð Dillon en frítt er inn á viðburðinn.

 

 

Föstudagur 14. nóvember

Pétur Ben og Snorri Helgason halda tónleika á Húrra. Snorri kemur fram einn og óstuddur, vopnaður gítar og í gallabuxum en Pétur verður með hljómsveit. Það kostar 1500 kr inn og tónleikarnir hefjast kukkan 22:00.

Norðanmennirnir í CHURCHHOUSE CREEPERS hefja innreið sína í Reykvískt tónlistarlíf með tónleikum á Dillon. Þeim til halds og traust verða hardcore sveitirnar KLIKK og GRIT TEETH. Frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 15. nóvember

Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu hausttónleika í Hörpuhorni á 2. hæð í Hörpu. Á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera í léttari kantinum. Tónleikagestir geta því búist við því að heyra verk eftir þekkta tónlistarmenn sem mun spanna allt frá Eric Clapton yfir í Black Sabbath. Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 16:00.

TV On The Radio á Sónar í Reykjavík

New York hljómsveitin TV On The Radio mun koma fram á Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni frá því  í morgun. Hljómsveitin vakti mikla lukku þegar hún spilaði á Iceland Airwaves árið 2003 og er frábær viðbót við glæsilega dagskrá hátíðarinnar en sveitin gefur út sína fimmtu plötu Seeds þann 18. nóvember.


Breski raftónlistarmaður Kindness  mun einnig spila á hátíðinni, auk Elliphant og hins einstaka Sophie sem spilar raftónlist sem hefur verið kennd við PC Music. Hinn áhrifamikli plötusnúður Daniel Miller sem stofnaði Mute útgáfuna spilar líka á Sónar auk hins breska Randomer.

Íslensku tónlistarmennirnir DJ Margeir, Ghostigital, Fufanu, DJ Yamaho, Sin Fang, Exos, Gervisykur og Sean Danke voru einnig tilkynntir í morgun.

Sónar Reykjavik fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar 2015 í Hörpu.

 

 

 

 

Straumur 10. nóvember 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tei Shi, Ryn Weaver, Azealia Banks, Museum of Love og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Idle Delilah – Azealia Banks
2) Soda – Azealia Banks
3) Nude Beach A-Go-Go – Azealia Banks
4) Nude Beach A-Go-Go – Ariel Pink
5) See Me – Tei Shi
6) Octahate (Cashmere Cat remix) – Ryn Weaver
7) Black Out Days (remix ft. Danny Brown & Leo Justi) – Phantogram
8) In Infancy – Museum Of Love
9) Learned Helplessness In Rats (Disco Drummer) – Museum Of Love
10) And All the Winners – Museum Of Love
11) Heat – The Brian Jonestown Massacre
12) Back, Baby – Jessica Pratt

Föstudagskvöldið á Airwaves

Mynd: Birta Rán

Fyrsta mál föstudagsins var nýsjálenska bandið Unknown Mortal Orchestra á off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís. Fullt var út úr báðum dyrum bíósins þegar þeir hófu leik en í sveitinni eru bassaleikari og trommuleikari til viðbótar forsprakkanum  Ruban Nielson sem syngur og spilar á gítar. Tónlistin er fönkí síkadelía undir áhrifum 7. áratugarins og á köflum ansi bítlaleg. Ruban lék á alls oddi og teygði á lögunum sínum með löngum spunaköflum, trommusólóum og gítarfimleikum og hljómurinn var óaðfinnanlegur. Frábært gigg og bestu tónleikar hátíðarinnar fram að þessu.

 

Skammt stórra högga á milli

 

En á Airwaves er stundum skammt stórra högga á milli, því Roosevelt á Húrra var líka frámunalega skemmtilegt sjó og jafnaði UMO. Þeir voru þrír á sviðinu og spiluðu suddalega fönkí  danstónlist sem svínvirkaði á krádið. Gítarleikarinn hamraði út Nile Rodgers grúvum og bassaleikarinn sló hljóðfærið sitt af miklum móð og stundum brast á með villtum hljómborðsólóum. Allur salurinn var hoppandi og þetta var algjört fönkí diskódansiball, eini gallinn er að það var of stutt, bara rúmlega 20 mínútur.

 

Næst sá ég Oyama á straums-kvöldinu á Gauknum sem eru orðin eitt besta live band landsins um þessar mundir. Úlfur og Kári framkölluðu rosalega gítarveggi og pedalaorgíur og mónótónískur söngurinn var fullkomið mótvægi. Næst sá ég nokkur lög með Fufanu sem hafa sleppt kapteininum úr nafninu eftir harkalega stefnubreytingu. Fóru úr naumhyggjutekknó yfir í töffaralegt drungarokk, ala Singapore Sling, sem þeir er alveg jafnfærir á. Hljómurinn var framúrskarandi og rokkið skar inn á beini, mér varð beinlínis kalt af því að hlusta á þá.

 

Afrískur danskokteill og douchbags

 

Eins góðir og Fufanu voru hljóp ég af þeim yfir á Listasafnið til að sjá Ibibio Soundmachine. Þau buðu upp á fönkaða danstónlist undir afrískum áhrifum og söngkonu í fáránlega flottum kjól. Ég fór svo aftur yfir á Gaukinn til að sjá Black Bananas sem ég hafði heyrt góð lög með og góða hluti um. Þau virtust hins vegar vera á einhverjum sterkum hestadeyfilyfjum á sviðinu þetta kvöld. Voru eins og útúrlifaðir Brooklyn hipsterar og enginn á sviðinu virtist vita hvað hann sjálfur eða hinir voru að gera. Dæmi: Gella í pels með derhúfu og nintendo fjarstýringu. Douchbags.

 

Ég hjólaði burtu frá því lestarslysi yfir í Hörpuna til að sjá tekknódúettin Kiasmos. Það þarf í það minnsta tvennt að koma til, til að tveir gaurar með fartölvur séu spennandi tónleikar. Að tónlistin sé frábær og að téðir gaurar með fartölvurnar séu að lifa sig fáránlega mikið inn í hana. Bæði var til staðar í Norðurljósasalnum á tónleikum Kiasmos sem voru hreint út sagt afbragð. Bassinn náði inn að beini og ég dansaði af mér afturendann við dúndrandi tækknóið. Ég náði svo í lokin á hinum danska Tomas Barfod í Gamla Bíói að flytja slagarann sinn November Skies af miklu öryggi.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Annað kvöld Iceland Airwaves 2014

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Fimmtudagskvöldið mitt byrjaði snemma þegar ég sá einyrkjann Laser Life á Bar 11 klukkan 16:00. Hann var með tölvu, gítar og heilan lager af effektapedölum og hljómaði einhvers staðar mitt á milli Ratatat og Apparat Organ Quartet með vænum slatta af nintendo laglínum. Hann framkallaði þykka veggi af hljóðum og hélt mjög hressum dampi í settinu og gaf góð fyrirheit um það sem koma skyldi. Þvínæst hélt ég yfir í off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís að sjá annað eins manns band, M-Band, leika listir sínar. M-Band eða Hörður Ágústson er með betri raftónlistarmönnum landsins og melankólískur söngurinn smellpassar við framsækna tekknóið sem hann flytur algjörlega tölvulaust.

 

Á eftir honum tóku við í Bíó Paradís hljómsveitin Nolo, sem hafa nú bætt við sig nýjum trommara. Tilraunapoppið þeirra er eitt best geymda leyndarmál í íslenskri tónlistarsenu og það er vonandi að þeir fari að henda í nýja plötu, þeir stóðu sig með mikilli prýði í huggulegu bíóinu. Eftir það tók ég mér matarhlé en var mættur galvaskur á Útidúr í Listasafni Reykjavíkur á slaginu átta. Þau buðu að vanda upp á hádramatískan indíbræðing með samsöng, strengjum og saxafón sem var vel rokkaður í þetta skiptið.

 

Djassfönkuð taktsúpa

 

Ég skaust þvínæst yfir í Kaldalónssal Hörpu til að ná í skottið á rafdúettinum Good Moon Deer. Þeir buðu upp á tryllingslega taktsúpa á fönkdjössuðum nótum. Spilamennskan var lífræn og spunakennd miðað við raftónlist og bjöguð raddsömpl krydduðu tilkomumikinn flutninginn. Ég náði svo þremur lögum með Grísalappalísu og aldraða æringjanum Megasi sem lék á alls oddi. Lísan rokkaði eins og henni einni er lagið og Megas var í essinu sínu þegar hann flutti einn sinn stærsta slagara, Spáðu í mig. Næst sá ég kanadísku sveitina Thus Owls í Iðnó sem fluttu ljúfsárt indípopp með áberandi orgeli og sérlega góðri söngkonu.

 

Síðasta band kvöldsins var svo franska elektrópoppsveitin La Femme sem hélt Silfurbergsalnum í lófanum á sér. Söngkonan var fáránlega fáguð og það er ekkert meira sexí en frakkar að spila á synþesæsera, tala nú ekki um ef þeir eru vel skeggjaðir og í rauðum samfesting, eins og einn meðlimur sveitarinnar. Ekki nóg með það heldur var líka þeramín á sviðinu, sem er eitt uppáhalds hljóðfærið mitt ever. Tónlistin var pumpandi hljómborðspopp og allt small saman. Þarna var kvöldið komið á endapunkt en fylgist vel með á Straum.is næstu daga þar sem við höldum áfram með daglega umfjöllun um Iceland Airwaves.

Airwaves 2014 – þáttur 5

Fimmti og síðasti þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma Nóló og Uni Stefson í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 5 – 5. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Balance – Future Islands
2) Beautiful Way – Nolo
3) Mali – Nolo
4) Hombre – Nolo
5) Easy – Son Lux
6) Black Horse Pike – Vorhees
7) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
8) Þrástef – For a Minor Reflection
9) Manuel – Uni Stefson
10) Kyrie – Uni Stefson
11) Eliza – Anna Calvi
12) The Brea – Yumi Zouma
13) Heartbeats – The Knife
14) Odessa – Caribou
15) Lifeline – Eskmo
16) Best Night – The War On Drugs

11 erlend bönd sem þú mátt ekki missa af

Aragrúi af misþekktum erlendum hljómsveitum kemur fram á Iceland Airwaves sem hefst í dag svo erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir þær. Straumur hefur því til yndis- og hægðarauka fyrir lesendur tekið saman 11 erlend bönd sem við mælum sérstaklega með. Þau eru í stafrófsröð og öll með tölu æðisleg.

 

Black Bananas (US) – Föstudaginn 23:20 á Gauknum

Suddalega grúví synþapopp sem hljómar eins og afkvæmi Prince og Rick James að fönka í fjarlægri framtíð.

 

Caribou (CA) – Laugardaginn 23:45 í Listasafni Reykjavíkur

Lífrænt tekknó á stöðugri hreyfingu. Our Love er ein besta plata ársins og við erum ennþá að hlusta á Swim sem kom út 2010. Spilaði á frábærum tónleikum á Nasa 2011.

 

 

Ezra Furman (US) – Laugardaginn 00:30 í Iðnó

Bættu þremur desilítrum af saxafón út í passlega pönkaða poppsúpu og útkoman er Ezra Furman. My Zero er eitt mest grípandi lag sem við höfum heyrt í ár.

 

Flaming Lips (US) – Sunnudagur 22:30 Vodafonehöllin (þarf sérstakan miða)

Það þarf svo sem ekki að segja mikið um Flaming Lips. Eitt stöndugasta band óháðu tónlistarsenunnar í hátt í tvö áratugi og frægir fyrir æðisgengin live sjó.

 

Ibibo Sound Machine (UK) – Föstudaginn 22:50 í Listasafni Reykjavíkur

Sjóðheitur grautur úr ótal exótískum áttum. Afrískt diskó með rafræna sál og framsækin grúv.

The Knife (SE) – Laugardaginn 22:00 í Silfurbergi Hörpu

Sænski sifjaspellsdúettinn tilkynnti með trompi að hann myndi halda sína síðustu tónleika á Airwaves. Tónlist þeirra er á köflum drungaleg, poppuð, tilraunakennd eða allt í senn. I’m in love with your brother.

 

La Femme (FR) – Fimmtudaginn 00:00 í Silfurbergi Hörpu

Tilraunakennt franspopp með töffaraskap í tonnatali.

 

Roosevelt (DE) – Föstudaginn 20:50 á Húrra

Raftónlist sem er í senn draumkennd og dansvæn, rambar á barmi chillwave og tekknós.

 

Unknown Mortal Orchestra (NZ) – Föstudaginn 18:15 í Bíó Paradís og laugardaginn 00:20 í Norðurljósum í Hörpu

Lo-Fi 60’s stöff af bestu mögulegu bítlalegu gerð; fönkí, sækadelic og seiðandi.

 

The War on Drugs (US) – Sunnudaginn 21:30 í Vodafone höllinni (þarf sérstakan miða)

Eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum um þessar mundir og gáfu út eina af bestu plötum þessa árs, Lost in a Dream.

Yumi Zouma (NZ) – Laugardaginn 22:30 Kaldalón í Hörpu

Undurfalleg rödd og ótrúlega hugvitsamlega útsett og vandað draumapopp.