Í dag var tilkynnt að Godspeed You! Black Emperor og hip hop sveitin Run The Jewels séu meðal þeirra sem munu spila á All Tomorrow’s Parties hátíðinni á næsta ári. Aðrir sem bætt var við dagskrána eru Deafheaven og sænski raftónlistarmaðurinn The Field. Þá var tilkynnt í gær að bandaríska gruggbandið Mudhoney, dönsku pönkararnir í Ice Age og Ghostigital muni einnig koma fram. Aðalatriði hátíðarinnar verða svo skosku indírisarnir í Belle and Sebastian en hátíðin fer fram 2.-4. júlí á gamla varnarliðssvæðinu Ásbrú.