Pharrell Williams með tónleika í Reykjavík næsta sumar

Hinn geysi vinsæli tónlistarmaður Pharrell Williams mun að öllum líkindum koma fram í Laugardalshöll um miðjan júní á næsta ári. Samkvæmt heimildum visir.is eru 2 tónleikahaldarar sem berjast um að fá Williams til landsins.

Williams sem vakti fyrst athygli  sem annar helmingur upptökuteymisins The Neptunes hefur aldrei verið vinsælli en í augnablikinu en það er ekki síst lögunum Get lucky sem hann söng með Daft Punk árið 2013 og Happy sem kom út á plötu hans Girl fyrr á þessu ári að þakka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *