TV On The Radio á Sónar í Reykjavík

New York hljómsveitin TV On The Radio mun koma fram á Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni frá því  í morgun. Hljómsveitin vakti mikla lukku þegar hún spilaði á Iceland Airwaves árið 2003 og er frábær viðbót við glæsilega dagskrá hátíðarinnar en sveitin gefur út sína fimmtu plötu Seeds þann 18. nóvember.


Breski raftónlistarmaður Kindness  mun einnig spila á hátíðinni, auk Elliphant og hins einstaka Sophie sem spilar raftónlist sem hefur verið kennd við PC Music. Hinn áhrifamikli plötusnúður Daniel Miller sem stofnaði Mute útgáfuna spilar líka á Sónar auk hins breska Randomer.

Íslensku tónlistarmennirnir DJ Margeir, Ghostigital, Fufanu, DJ Yamaho, Sin Fang, Exos, Gervisykur og Sean Danke voru einnig tilkynntir í morgun.

Sónar Reykjavik fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar 2015 í Hörpu.

 

 

 

 

Tónleikar um páskahelgina

Miðvikudagur 27. mars:

Partíþokan verður haldin á Faktory.  Siggi Frændi opnar dyrnar klukkan 21.00 og setur einhverja dúndrandi snilld á fóninn til að hita upp salinn. Hann tekur við greiðslukortum og aðgangseyrir er 2000 krónur. Klukkan 22.00 stígur hinn óviðjafnanlegi Jónas Sigurðsson á svið ásamt hljómsveit, dúndurþétt að vanda. Klukkan 22.50 er röðin komin að strandamanninum Birni Kristjánssyni og strákunum í Borko. Það er svo um Klukkan 23.40 að Sin Fang hefur að trylla lýðinn með eitursvölum nýbylgjuballöðum. Prins Póló stígur  á svið 30 mínútum eftir miðnætti  og slær botninn í dagskránna með Tipp Topp, Niðrá strönd og fleiri mjaðmaæfingum. Kynnir kvöldsins er útvarpsmaðurinn, bóksalinn, og trommarinn Kristján Freyr Halldórsson og það borgar sig að taka vel eftir því hann kemur til með að draga úr happdrætti Partíþokunnar um miðbik kvöldsins. Við gefum ekkert upp um verðlaunin hér, en þau eru ekki af þessum heimi svo ekki sé meira sagt.

Fimmtudagur 28. mars

Volta:  Stephen Steinbrink, einnig þekktur sem The French Quarter, er fjölhæfur lagahöfundur, hljóðfæraleikari og sjónlistamaður frá Arizona. Hann spilar ásamt Snorra Helgasyni og Just Another Snake Cult á Volta á skírdag. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 500 kr.

Á Hemma og Valda munu fimm tónlistarkonur leiða saman hesta sína. Þær eru; Brynjahttps://soundcloud.com/hestur KirstiÓsk (https://soundcloud.com/oskmusic), Tinna Katrín og Þorgerður Jóhanna (https://soundcloud.com/user6539071). Aðgangur er ókeypis og hefst fjörið klukkan 20!

Á Dillon verður haldið annað Desibel kvöldið þar sem heiðraðir eru listamenn sem sérhæfa sig í noise, drone, industrial, crust, hardcore punk eða dark ambient tónlist. Sveitirnar World Narcosis og Skelkur Í Bringu munu koma og spila. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er ókeypis inn. 

Föstudagur 29. mars 

Black metal böndin Ash Borer og Fell Voices koma fram á Gamla Gauknum á föstudeginum langa eftir miðnætti. Með þeim verða böndin Azoic og NYIÞ. 1000 kr inn. 

Laugardagur 30. mars

Á Gamla Gauknum munu hljómsveitirnar Cosmic Call og Waveland halda tónleika ásamt tónlistarmanninum Jón Þór. Frítt er inn og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 22:30.

Í fyrsta sinn verður Páskagleði haldin í Listasafni Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram listamenn sem allir eiga það sameiginlegt að spila tónlist sem einkennist af gleði og það á heldur betur við um páskana. Fram koma; Ásgeir Trausti, Sísý Ey, Þórunn Antonía, DJ Margeir og Daníel Ágúst. Gleðin hefst klukkan 20 og kostar 4900 kr inn.