Tónleikar helgarinnar 23. – 25. september 2016

Föstudagur 23. september

Hljómsveitirnar Sin Fang og Tilbury koma fram á Húrra frá klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva flytur tónlist fyrir einleiksfiðlu eftir Telemann, Luigi Nono og Salvatore Sciarrino í Mengi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 krónur

Reykjavík Deathfest warmup show #1 á Gauknum frá klukkan 21:00. Það kostar 1000 kr inn. Skinned frá Bandaríkjunum, Severed, Hubris og Grit Teeth koma fram.

Laugardagur 24. september

Thule Records kynnir Moritz Von Oswald á Nasa. Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Ásamt honum koma þeir Exos, Octal og Thor einnig fram. Kvöldið hefst klukkan tólf og það kostar 2000 kr inn.

KK – Band kemur fram Café Rosenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00

Afmælistónleikar MH fara fram á Miklagarði í skólanum frá klukkan 20:00. Meðal þeirra sem fram koma eru asdfgh, Ragnheiður Gröndal, Pjetur og úlfarnir, Svavar Knútur, Snorri Helgason, Unnur Sara Eldjárn og Karl Olgeirsson, Högni Egilsson og Páll Óskar Hjálmtýsson að ógleymdu MHúsbandinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Skúli Sverrisson, tónskáld og bassaleikari flytur eigin tónlist við kvikmynd eftir Jennifer Reeves í Mengi. Frumsýnd og frumflutt í MoMA, Museum of Modern Art í New York, árið 2008. Sýningartími er rúm klukkustund. Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur.

Hin grænlenska Malik kemur fram á Gauknum ásamt Rythmatik. Aðgangseyrir kr. 3.500 og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Gunnar Jónsson, Collider, TSS, Wesen, Caterpillarmen og Mighty Bear koma fram á opnum afmælistónleikum Þórðar Hermannsonar tónlistarmanns. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Sunnudagur 25. september

25 ára sjálfstæðisviðurkenningu Eystrasaltslandanna fagnað á KEX Hostel með tónleikum Péturs Ben og Argo Vals.

Straumur 19. september 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Warpaint og La Femme, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Tycho, Shamir, La Sera og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Whiteout – Warpaint
2) Don’t Wanna – Warpaint
3) Heads Up – Warpaint
4) I Went Too Far (Kornél Kovács remix) – Aurora
5) Epoch – Tycho
6) Tryna Survive – Shamir
7) Mycose – La Femme
8 ) Septembre – La Femme
9) Elle t’amie pas – La Femme
10) Dúllur – Prins Póló
11) In My Head – AlunaGeorge
12) Queens – La Sera

Prins Póló gefur Dúllur

 

Prins Póló sem nýlega slædaði upp hart upp alla vinsældalista landsins með laginu Læda Slæda, var rétt í þessu að henda frá sér nýju lagi sem nefnist einfaldlega Dúllur. Það er þung rafræn undiralda í laginu og kraftwerklegar slaufur sem gætu fleytt því á ansi mörg dansgólf á næstunni. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Wesen niðrá strönd

 

Reykvíska hljómsveitin Wesen sendi í dag frá sér smáskífuna Beach Boys, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg 14. október. Lagið býr yfir trópíkölsku andrúmslofti sem hentar einkar vel til að gleyma nýkomnu haustinu sem herjar á landann. Myndbandið var gert af Þóri Bogasyni (út Just Another Snake Cult), en það bætir enn meira ofan á draumkennda strandstemmninguna í laginu. Wesen skipa Júlía Hermannsdóttir (Oyama) og Loji Höskuldsson (Sudden Weather Change), en Árni Rúnar Hlöðversson sá um hljóðblöndun lagsins. Horfið og hlustið hér fyrir neðan.

Nýtt frá Gangly

Hljómsveitin Gangly sem skipuð er þeim Sindra Má Sigfússyni úr Sin Fang, Jófríði Ákadóttur úr Samaris og Úlfi Alexander Einarssyni úr Oyama var að senda frá nýtt lag og myndband. Lagið heitir Holy Grounds og gerði Máni Sigfússon myndbandið við það. Þetta er fyrsta lagið sem kemur út með hljómsveitinni frá því að þau sendu frá sér sitt fyrsta lag Fuck With Someone Else fyrir um tveim árum. Einstaklega gott framhald hjá þessari mögnuðu sveit.

 

Straumur 12. september 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Pional, LVL UP,  Kelly Lee Owens, CRX, Car Seat Headrest og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Addicted – Body Language

2) Sports – Fufanu

3) CBM – Kelly Lee Owens

4) Cash Machine – D.R.A.M

5) The Way That You Like (ft. Empress Of) – Pional

6) Ivy (Frank Ocean cover) – Car Seat Headrest

7) You Gave Your Love To Me Softly (Weezer cover) – Wavves

8) Murdered Out – Kim Gordon

9) Spirit Was – LVL UP

10) Ways to Fake It – CRX

11) Rings of Saturn – Nick Cave & The Bad Seeds

12) I Need You – Nick Cave & The Bad Seeds

Tónleikahelgin 8.–10. september

 

Fimmtudagur 8. september

 

Þórir Georg kemur fram á Hlemmi Square. Hann byrjar klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Sick Thoughts, Dauðyflin og Panos From Komodos spila á Dillon. Hefst á slaginu 22:00 og ókeypis inn.

 

Gyða Valtýsdóttir sem áður var í múm kemur fram í Mengi. Hún hefur leik 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Föstudagur 9. September

 

Hörpuleikarinn Katie Buckley kemur fram í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000 krónur.

 

Laugardagur 10. September

 

Ballsveitin Babies kemur fram á Húrra á afmælishátíð Einstök bjórsins. Babies byrja 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Ólöf Arnalds kemur fram ásamt Skúla Sverrissyni í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000 krónur.

 

Svo er er víst einhver dúddi sem kallar sig Justin Bieber að spila á Spot í Kópavogi um helgina. Endilega tékkið á því.

Nýtt lag og myndband frá Fufanu

Reykvíska hljómsveitin Fufanu undirbýr nú útgáfu af plötu númer tvö og gaf í gær út lagið Sports sem verður á henni. Lagið er einstaklega vel heppnað og má greina krautrock-áhrif í því. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt en það er tekið upp í einni töku og má horfa á það hér að neðan.

Straumur 5. september 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Okkervil River, Sylvan Esso, Gigamesh, Machinedrum, Kornél Kovács, Chrome Sparks og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Radio – Sylvan Esso
2) Dance… While The Record Spins – Kornél Kovács
3) The Bells – Kornél Kovács
4) All Or Nothing (ft. Angelica Bess) – Chrome Sparks
5) Judey on a Street – Okkervil River
6) Frontman In Heaven – Okkervil River
7) My Future Is Your Future – Gigamesh
8) I’d Do It Again – Gigamesh
9) Do It 4 U (ft. D∆WN) – Machinedrum –
10) Crusher – HEALTH
11) Kiss Me All Night – Junior Boys
12) Peoople Are Crazy – Junior Boys

Síðustu listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2016

Í dag var lokatilkynning á þeim listamönnum sem fram koma á Iceland Airwaves hátíðinni 2016. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn, dagana 2. til 6. nóvember og verða listamennirnir alls um 220 talsins, þar af um 70 erlendar sveitir.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

A & E Sounds
Airwords
Ambátt
Amnesia Scanner (DE)
Árstíðir
Auðn
AVóKA
aYia
Beliefs (CA)
Ben Frost
Benny Crespo’s Gang
Berndsen
Coals (PL)
Crystal Breaks
Cyber
DALÍ
Die Nerven (DE)
Dikta
Dimma
Doomhound (DE)
Doomsquad (CA)
Dr. Spock
East of my Youth
Endless Dark
Epic Rain
Gaika (UK)
GlerAkur
Go Dark (US)
HAM
Hatari
Hausar
Helgi Jóns
Herra Hnetusmjör
Hinemoa
Hugar
Högni
Jafet Melge
Johanan (SE)
Jónas Sigurðsson&Ritvélar framtíðarinnar
Kaido Kirikmae & Robert Jurjendal (EE)
Kelsey Lu (US)
Kiasmos
Konni Kass (FO)
Kórus
Kosmodod
Krakk & Spaghettí
Kreld
Kristin Thora
Landaboi$
Lára Rúnars
Leyya (AT)
Lily the Kid
Ljóðfæri
Lord Pusswhip
Mælginn
Markús & The Diversion Session
Middle Kids (AU)
Mike Hunt
MOJI & THE MIDNIGHT SONS
Moses Hightower
Ólöf Arnalds
One Week Wonder
Oyama
Pavo Pavo (US)
Pertti Kurikan Nimipäivät (FI)
Prins Póló
Reptilicus
Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Royal
Rvk DNB
SG Lewis (UK)
Shades of Reykjavik
Sigga Soffía & Jónas Sen
SiGRÚN
skelkur í bringu
Skrattar
Slow Down Molasses (CA)
sóley
Stafrænn Hákon
Stroff
Stormzy (UK)
SYKUR
Thunderpussy (US)
Tilbury
TRPTYCH
Una Stef
Útidúr
Valdimar
Wesen