23.9.2016 18:55

Suð gefur út Meira Suð!

Reykvíska Indie/lo-fi hljómsveitin Suð gaf í dag út sína aðra plötu sem nefnist einfaldlega Meira Suð. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Hugsunarvélin árið 1998 en lagðist í dvala í kringum aldamótin. Suð gaf út sitt fyrsta lag í rúm 10 ár í sumar sem nefnist Á Flótta. Hægt er að hlusta á plötuna hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012