Tónleikar helgarinnar 23. – 25. september 2016

Föstudagur 23. september

Hljómsveitirnar Sin Fang og Tilbury koma fram á Húrra frá klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva flytur tónlist fyrir einleiksfiðlu eftir Telemann, Luigi Nono og Salvatore Sciarrino í Mengi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 krónur

Reykjavík Deathfest warmup show #1 á Gauknum frá klukkan 21:00. Það kostar 1000 kr inn. Skinned frá Bandaríkjunum, Severed, Hubris og Grit Teeth koma fram.

Laugardagur 24. september

Thule Records kynnir Moritz Von Oswald á Nasa. Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Ásamt honum koma þeir Exos, Octal og Thor einnig fram. Kvöldið hefst klukkan tólf og það kostar 2000 kr inn.

KK – Band kemur fram Café Rosenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00

Afmælistónleikar MH fara fram á Miklagarði í skólanum frá klukkan 20:00. Meðal þeirra sem fram koma eru asdfgh, Ragnheiður Gröndal, Pjetur og úlfarnir, Svavar Knútur, Snorri Helgason, Unnur Sara Eldjárn og Karl Olgeirsson, Högni Egilsson og Páll Óskar Hjálmtýsson að ógleymdu MHúsbandinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Skúli Sverrisson, tónskáld og bassaleikari flytur eigin tónlist við kvikmynd eftir Jennifer Reeves í Mengi. Frumsýnd og frumflutt í MoMA, Museum of Modern Art í New York, árið 2008. Sýningartími er rúm klukkustund. Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur.

Hin grænlenska Malik kemur fram á Gauknum ásamt Rythmatik. Aðgangseyrir kr. 3.500 og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Gunnar Jónsson, Collider, TSS, Wesen, Caterpillarmen og Mighty Bear koma fram á opnum afmælistónleikum Þórðar Hermannsonar tónlistarmanns. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Sunnudagur 25. september

25 ára sjálfstæðisviðurkenningu Eystrasaltslandanna fagnað á KEX Hostel með tónleikum Péturs Ben og Argo Vals.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *