28.9.2016 17:27

aYia gefa út Water Plant

 

Rafpopp-þríeykið aYia hefur undanfarið ár unnið að tónlist saman en voru nú loksins að gefa út sitt fyrsta lag, Water Plant. Það er dökkt trip hop sem flæðir og fjarar í ýmsar áttir frá lágstemmningu yfir í alsælu. Útgáfufyrirtækið Hvalreki, sem er netundirútgáfa Bedroom Community, gefur út lagið og það er Valgeir Sigurðsson sem sér um hljóm- og tónjöfnun. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012