Category: Fréttir
Straumur 23. janúar 2017
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð við Arcade Fire, Japandroids, Angel Olsen, Bonobo, Fred Thomson og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1) I Give You power (ft. Maves Staples) – Arcade Fire
2) True Love and a Free Life of Free Will – Japandroids
3) Arc of Bar – Japandroids
4) Fly On Your Wall – Angel Olsen
5) Music Is The Answer – Joe Goddard
6) 7th Sevens – Bonobo
7) Misremembered – Fred Thomas
8) 2008 – Fred Thomas
9) Open Letter to Forever – Fred Thomas
10) Enter Entirely – Cloud Nothings
11) Twist You Arm (Roman Flugel remix) – Ten Fé
12) Daddy, Please Give A Little Time To Me – Ariel Pink & Weyes Blood
Nýtt lag með Arcade Fire
Kanadíska indírisarnir í Arcade Fire voru að gefa út nýtt lag, I Give You Power, sem er það fyrsta sem heyrist frá sveitinni frá því platan Reflektor kom út fyrir rúmlega þremur árum síðan. Lagið er með hörðum rafrænum takti og það er goðsagnakennda sálarsöngkonan Mavis Staples, úr The Staple Singers, sem ljær laginu rödd sína. Heyrn er sögu ríkari:
Tónleikahelgin 19.–21. janúar
Fimmtudagur 19. janúar
asdfhg spila á Hlemmi Square klukkan 21:00. Aðgangur ókeypis.
Í Mengi verða Tónleikar með Kvæðamannafélaginu Iðunni og Tríóinu B’ CHU sem skipað er Erik DeLuca, Birni Jónssyni og Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og franska listamanninum Anthony Plasse. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Tappi Tíkarrass spilar á Húrra. Hefst 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Rhytmatik spila á Dillon. Byrja að spila 21:00 og ókeypis inn.
Nick Jameson og Jackson Howard spila á Gauknum. Leikar hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 20. Janúar
Gyðu Valtýsdóttur sem flytur eigin lög og texta, studd gítar, selló og söngrödd í Mengi. Hefst 21:00 og kostar 2000 krónur inn.
Hljómsveitin Forks & Knives spilar á Dillon. Byrjar 22:00 og aðgangseyrir enginn.
Laugardagur 21. Janúar
Sönghópurinn Trio Mediaeval ásamt Arve Henriksen, Hilmari Jenssyni og Skúla Sverrissyni kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir byrja 19:00 og aðgangseyrir er 3000 krónur.
Rokksveitin Akan spilar á Dillon. Byrjar 22:00 og ókeypis inn.
Tónleikahelgin 13.–14. janúar
Föstudagur 13. Janúar
Tónlistarverðlaun tímaritsins The Reykjavík Grapevine verða afhent á Húrra. Hatari, aYia og Fufanu koma fram og það er ókeypis inn. Byrjar klukkan 20:00.
Upphitun fyrir tónlistarhátíðina Norðanpaunk verður haldin á Gauknum. Fram koma Meinhof, Godchilla og Dauðyflin, og einning verða lesin upp ljóð. Aðgangseyrir er 1000 krónur og ballið byrjar 21:00.
Jazztríóið Asa kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.
Laugardagur 14. Janúar
Það verður blásið til pönkveislu í Port Gallery, Laugavegi 32b. Fram koma Dead Herring PV, Meinhof, Panos From Komodo, ROHT, og GRIT TEETH. Það kostar 1000 krónur inn og tónleikarnir byrja 20:00.
Fiðluleikarinn Hiraku Yamamoto úr japönsku hljómsveitinni Nabowa kemur fram á Kex Hostel ásamt píanóleikaranum Yuma Koda, Teiti Magnússyni og Þorgerði Gefjun Sveinsdóttur.
Fönksveitin Óregla kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.
Giggs, Ben Klock og GKR á Sónar
Breski grime-rapparinn Giggs, þýski plötusnúðurinn Ben Klock (sem spilar reglulega í Tekknó-musterinu Berghain í Berlín) og íslenski rapparinn GKR eru meðal nýrra listamanna sem voru tilkynntir á Sónar hátíðina sem fram fer í Hörpu 16.–18. febrúar. Þá einnig tilkynnt um breska rapparann Nadiu Rose, hina íslensku Alva Islandia, plötusnúðinn Frímann og hip hop sveitin Sturla Atlas. Þá mun Berlínski plötusnúðurinn Blawan taka höndum saman með íslenska tekknótröllinu Exos en tvíeykið mun standa fyrir tveggja tíma dagskrá í bílakjallaranum.
Þetta er í fimmta sinn sem Sónar hátíðin fer fram í Hörpu en áður hafði verið tilkynnt að stórkanónur eins og Moderat, Fatboy Slim og De La Soul myndu koma fram.
Straumur 9. janúar 2017
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð við The Shins, Jens Lekman, Jeff Parker, JFDR, Foxygen, The Black Madonna og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1) Name For You – The Shins
2) The Fear – The Shins
3) What’s That Perfume That You Wear? – Jens Lekman
4) Super Rich Kids – Jeff Parker
5) Airborne – JFDR
6) Little Bubble – Dirty Projectors
7) Twist Your Arm – Ten Fé
8) On Lankershim – Foxygen
9) Trauma – Foxygen
10) Tiny Cities (ft. Beck) (Lindstrøm & Prins Thomas Remix) – Flume
11) He Is The Voice I Hear – The Black Madonna
12) Shiver And Shake – Ryan Adams
Straumur 2. janúar 2017
Í fyrsta þætti af Straumi á þessu ári verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Run The Jewels, The xx, Yucky Duster, DJ Seinfeld og Grouper. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1) Legend Has It – Run The Jewels
2) Call Ticketron – Run The Jewels
3) Hey Kids (Bumaye) (featuring Danny Brown) – Run The Jewels
4) Terrified (Zikomo remix) – Childish Gambino
5) Say Something Loving – The xx
6) The Ropes – Yucky Duster
7) U – DJ Seinfeld
8) Always I Come Back To That – DJ Seinfeld
9) Angel – Mozart’s Sister
10) To be without you – Ryan Adams
11) I’m Clean Now – Grouper
12) Headache – Grouper
Retro Stefson gefa út Scandinavian Pain
Hljómsveitin Retro Stefson gaf út óvænt á jóladag sína síðustu plötu, EP plötuna Scandinavian Pain. Sveitin hafði áður gefið það upp að hún hyggðist hætta starfsemi í bili og halda sína síðustu tónleika í Gamla Bíói 30. desember. Scandinavian Pain er fjögur lög af slípuðu danspoppi með melankólískum undirtón eins og sjá má á titli plötunnar og laganna.
Bestu íslensku lög ársins 2016
30. Morning – Hexagon Eye
29. Malbik – asdfhg
28. Feeling – Vaginaboys
27. Place Your Bets – Knife Fights
26. Dream Is Sometimes The Right Thing To Do – Ruxpin
25. FucktUP – Alvia Islandia
24. Oddaflug – Julian Civilian
23. Dreamcat – Indriði
22. Sound Asleep – Halldór Eldjárn
21. Water Plant – aYia
20. It’s All Round – TSS
19. Tipzy King – Mugison
18. Still Easy – Stroff
17. 53 – Pascal Pinon
16. Taktu Lyf – Páll Ivan frá Eiðum
15. Tónlist fyrir ála – Sindri7000
14. Engar Myndir – Smjörvi, Hrnnr
13. Moods – Davíð & Hjalti
12. Vittu til – Snorri Helgason
11. Wanted 2 Say – Samaris
10. Læda slæda – Prins Póló
9. Á Flótta – Suð
8. Við notum Eiturlyf – kef LAVÍK
7. Enginn Mórall – Aron Can
6. Írena Sírena – Andy Svarthol
5. Frúin í Hamborg – Jón Þór
Grallaralegt indie-rokk að hætti Pavement. „Er á meðan á meðan er“ er ein skemmtilegasta lína þessa árs
4. Erfitt – GKR
Erfitt hljómar ekki eins og neitt einasta hip-hop lag sem komið hefur út á íslensku. Í laginu syngur GKR með sterkri tilfinningu og er erfitt að tengja ekki við það.
3. You – Spítali
Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear komu nýju verkefni á laggirnar fyrr á þessu ári þegar þeir gáfu út lagið You undir nafninu Spítali. Einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ.
2. Góðkynja – Andi
Plata Anda er léttleikandi og full af stórskemmtilegu rafpoppi með sterkum italo-disco áhrifum og er Góðkynja hápunktur hennar. Bjart og ótrúlega grípandi.
1. Sports – Fufanu
Reykvíska hljómsveitin Fufanu gaf okkur forsmekkinn af plötu númer tvö með laginu Sports núna í haust. Stórbrotið lag með sterkum krautrock-áhrifum. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt.