Önnur plata Wild Nothing

Tónlistarmaðurinn Jack Tatum, sem gefur út tónlist undir nafninu Wild Nothing, mun fylgja eftir hinni frábæru plötu Gemini frá árinu 2010 með sinni annari plötu Nocturne, þann 27. ágúst næstkomandi. Fyrsta smáskífan – Shadow kom út þann 26. júní. Hinn draumkennda hljóm Gemini er einnig að finna á Nocturne. Fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin This Chain Won’t Break og Only Heather.

      1. This Chain Won't Break
      2. This Chain Won't Break
      3. Only Heather
      4. Only Heather

The Antlers gefa út EP plötu

Brooklyn bandið og íslandsvinirnir í The Antlers senda frá sér EP plötuna Undersea næsta þriðjudag. Hljómsveitin, sem er leidd af Peter Silberman hefur verið virk frá árinu 2006. Fyrstu tvær plötur þeirra Uprooted og In the Attic of the Universe eru í raun sólóplötur Silberman. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Hospice árið 2009 sem var fyrsta platan sem bandið allt sá um lagasmíðar og plötuna Burst Apart í fyrra. Fyrir neðan er hægt að hlusta á tvö lög af plötunni, Drift Dive og Endless Ladder, auk viðtals sem við tókum við Silberman áður en hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves 2010.

      1. 01 Drift Dive
      2. 02 Endless Ladder

Viðtal í Straumi árið 2010:

      3. The Antlers viðtal 2010

Com Truise gefur út safnplötu

Draum popparinn Seth Haley öðru nafni Com Truise gaf út safnplötuna In Decay síðasta þriðjudag. Á safnplötunni eru áður óútgefin lög sem komin eru til ára sinna. Lagið Open er að finna hér fyrir neðan.

      1. 01 Open
 
      2. 01 Open