Brjálað brass á Faktorý

Sunnudagskvöldið 26. ágúst mun brasssveitin The What Cheer? Brigade frá Providence í Bandaríkjunum halda tónleika á skemmtistaðnum Faktorý.

Þó að sveitin sé alveg órafmögnuð þá spila brassararnir fjórtán og trommararnir fimm af mikilli ákefð og hamleysi, eins og hæfir hljómsveit frá noise-pönk-víginu Providence. Þau blanda saman ýmsum tónlistarstefnum líkt og  Balkan, New Orleans jazzi, samba, Bollywood tónlist og hip-hopi. The New York Time sagði tónleika sveitarinnar  vera uppörvunarsprengingu.

Tónleikar What Cheer? Brigade í Reykjavík eru þeir fyrstu í tónleikaferð þeirra um Evrópu, þeirri fyrstu síðan þau unnu Haizetara International Street Music Cnotest á Spáni árið 2012. Árið 2009 spiluðu þau með raftónlistarmanninum Dan Deacon á goðsagnakenndum tónleikum á Lollapalooza. Fyrir neðan má sjá þau taka lagið Woof Woof ásamt Deacon.

 

Hér má sjá þau koma fram  á tónlistarhátíðinni Golden Festival  í New York þar sem þau spila balkanlagið  Buba Mara.