Ókeypis tónleikar með Jimi Tenor í kvöld

Finnski furðufuglinn Jimi Tenor hitar upp fyrir menningarnótt með ókeypis tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. Tenórinn er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur áður komið fram hér á landi og m.a. unnið með hljómsveitinni Gus Gus.

 

Hann vinnur nú að gerð plötu í samstarfi við reggísveitina Hjálma. Tenor hefur komið víða við á löngum ferli og var um tíma á mála hjá hinni virtu Warp útgáfu. Nýlega vann hann heila plötu í samstarfi við Afróbít trommarann Tony Allen. Tenor er jafnhentur á raftónlist og framúrstefnudjass og það verður spennandi að sjá hvað hann býður upp á í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 í Norræna húsinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *