Listamaðurinn Child of Lov sendi frá sér eiturhressa smellinn Heal síðasta haust og nú hefur litið dagsins ljós myndband við aðra smáskífu af væntanlegri plötu hans. Lagið heitir Give Me og hljómurinn er sótsvart og saurugt fönkgrúv sem gæti hafa komið úr smiðju Madlib. Á komandi breiðskífu nýtur hann meðal annars aðstoðar Damons Albarn og rapparans MF Doom, en persóna listamannsins sjálfs er þó enn á huldu. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið ásamt myndbandinu við Heal.
Category: Fréttir
Straumur 7. janúar 2013
Í fyrsta Straumi ársins verður fyrsta sólóplata Christopher Owens sem áður var í hljómsveitinni Girls tekin fyrir. Einnig verður fjallað um nýtt efni frá AlunaGeorge, Active Child, Factory Floor, Pulp og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) After You – Pulp
2) Diver – AlunaGeorge
3) Lysandre – Christopher Owens
4) New York City – Christopher Owens
5) Riviera Rock – Christopher Owens
6) Fall Back – Factory Floor
7) On The Edge – Angel Haze
8) No Problems – Azealia Banks
9) Say That – Toro Y Moi
10) Never Matter – Toro Y Moi
11) Cheater – Love & Fog
12) Girls Want Rock – Free Energy
13) Honey – Torres
14) His Eye Is On The Sparrow
Pedro Pilatus rímixar Pascal Pinion
Logi Pedro, sem í dagvinnunni sinni höndlar bassann í Retro Stefson, framleiðir einnig raftónlist undir nafninu Pedro Pilatus og hefur gefið frá sér EP plötu og fjölda laga undir því nafni. Í dag sendi hann frá sér endurhljóðblöndun af laginu Rifrildi af nýjustu plötu Pascal Pinion. Hljómurinn er nokkuð feitari en í hinni angurværu upprunalegu útgáfu og botninn er í aðalhlutverki. Það mætti segja að þetta væri hálfgildings dubstep útgáfa og hún er tilvalin til að fleyta manni inn í helgina. Hlustið á báðar útgáfur hér fyrir neðan.
In Guards We Trust
Indie-rokk hljómsveitin Guards var að senda frá sér kynningarmyndband með nýju lagi fyrir væntanlega fyrstu plötu sveitarinnar In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar.
Angel Haze vs Azealia Banks
Angel Haze sendi frá sér lagið On The Edge í dag, stuttu á eftir rifrildi við Azealia Banks á Twitter, þar sem hún skýtur föstum skotum að kollega sínum. Rifrildið byrjaði milli rapparana tveggja sem eru báðar frá New York þegar Banks setti inn skilaboð á Twitter um fólk sem væri að þykjast vera frá borginni. Haze tók þessi ummæli til sín og hóf orðaskak á samskiptavefnum. Hér er hægt að lesa orðaskiptin milli þeirra. Hlustið á lagið fyrir neðan.
On The Edge:
MP3:
Uppfært 4/01/2013 klukkan 17:11
Azealia Banks svarar Angel Haze með lagi sem hún gerði með Machinedrum:
Nýtt frá Local Natives
Hljómsveitin Local Natives frá Orange County í Kaliforníu sendu frá sér lagið Heavy Feet rétt í þessu. Lagið verður á væntanlegri plötu sveitarinnar Hummingbird sem kemur út síðar í þessum mánuði. Platan fylgir á eftir hinni frábæru plötu Gorilla Manor sem kom út í febrúar árið 2010.
Konur í tónlist í kvöld
Í kvöld fara fram tónleikar í gamla Ellingsen húsinu úti á Granda undir yfirskriftinni konur í tónlist. Um er að ræða tónlistarviðburð haldin af konum og með konur í forsvari. Það er hljómsveitin Grúska Babúska sem heldur tónleikana, en auk hennar koma fram Sóley, Samaris, Mr. Silla og Dj Flugvélar og Geimskip. Húsið opnar kl. 20.30, en tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Hlustið á lagið daradada með Grúsk Babúska hér fyrir neðan.
The Welfare Poets í Reykjavík
Annað kvöld mun bandaríska hip-hop hljómsveitin The Welfare Poets halda tónleika á Gamla Gauknum í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast Kl 22:00 en auk The Welfare Poets koma fram; Ghostigital, Art Of Listening, RVK Soundsystem og 7berg. Aðgangseyrir er 2000 kr.
The Welfare Poets á rætur sínar að rekja til Puerto Rico og Cornell háskólans í New York þar sem hljómsveitin byrjaði. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa í um fimmtán ár verið ötulir talsmenn gegn kúgun, mismunun og ójafnrétti í heiminum með tónlist sinni. Þeir hafa dvalið hér á landi síðan snemma í desember og komið fram á fyrirlestrum, staðið fyrir vinnusmiðjum og tekið þátt í umræðum um mannréttindi flóttafólks hér á landi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af tónleikum The Welfare Poets í New York haustið 2009.
Bestu íslensku plötur ársins
1) Ojba Rasta – Ojba Rasta
Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Platan sem er samnefnd sveitinni kom út hjá Records Records og var á meðal þeirra platna sem fengu hin árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs. Ojab Rasta er besta íslenska plata ársins hér á straum.is
2) Retro Stefson – Retro Stefson
Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sína þriðju breiðskífu í ár. Platan sem er samnefnd sveitinni sýnir talsverðan þroska í lagasmíðum. Minna er um gítara og meira um hljóðgervla en áður enda sá sjálfur Hermigervill um upptökustjórn á plötunni.
viðtal við Retro Stefson
3) Pascal Pinon – Twosomeness
Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku.
Ekki vanmeta:
4) Sin Fang – Half Dreams EP
Sin Fang sendi frá sér þessa frábæru EP plötu til þess að stytta aðdáendum sínum biðina í nýja plötu sem kemur út í febrúar.
Viðtal við Sindra úr Sin Fang
5) Dream Central Station – Dream Central Station
Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarínu og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre.
6) Pétur Ben – God’s Lonely Man
Önnur plata Péturs Ben er mikið stökk frá hans fyrstu plötu – Wine For My Weakness sem kom út fyrir sex árum síðan. Pétur hefur notað tímann vel til að þróa lagasmíðar sínar og tekur hann áhrif frá ýmsum listamönnum sem hafa verið áberandi síðustu ár, blandar þeim saman og útkoman er eitthvað alveg nýtt.
7) Hjaltalín – Enter 4
Hljómsveitin Hjaltalín kom öllum að óvörum þegar hún sleppti þessari frábæru plötu frá sér í nóvember. Persónuleg plata sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009.
8-9) Japanese Super Shift and the Future Band – Futatsu
Hljómsveitin Japanese Super Shift and the Future Band inniheldur meðal annars tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Lödu Sport. Skotheld plata undir sterkum áhrifum frá jaðarrokki tíunda áratugsins.
Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band
8-9) Jón Þór – Sérðu mig í lit
Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu í ár. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku.
10) Samaris – Stofnar Falla EP
Önnur EP plata Samaris kom út í ár. Stofnar Falla fylgir á eftir plötunni Hljóma þú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra. Á plötunni má heyra afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins í bland við raftónlist nútímans ásamt sterkri rödd Jófríðar Ákadóttur.
Stofnar falla (Subminimal remix):
11) Stafrænn Hákon – Prammi
Klump:
12) Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
Sumargestur:
13) Ghostigital – Division of Culture and Tourism
14) Tilbury – Exorcise
15) Borko – Born to be free
Born to be free:
16) Moses Hightower – Önnur Mósebók
17) Nóra – Himinbrim
18) Futuregrapher – LP
19) Kiriyama Family – Kiriyama Family
20) M-Band – EP
LoveHappiness (feat. RetRoBot)
Heimsenda mix
Samkvæmt tímatali Maya indjána verður heimsendir á morgun. Í tilefni þess settum við saman lagalista með uppáhalds heimsenda lögunum okkar. Hlaðið honum niður hér fyrir neðan og hlustið á meðan að heimurinn endar.
Hlaðið niður hér: Heimsenda mix Straums
1) Waiting for the End Of the World – Elvis Costello
2) It’s The End Of the World – R.E.M.
3) The End of the World Is Bigger Than Love – Jens Lekman
4) A Hard Rain’s A-Gonna Fall – Bob Dylan
5) 4 Chords Of The Apocalypse – Julian Casablancas
6) We Will Become Silhouettes – The Postal Service
7) 99 Luftballons – Nena
8) Road to Nowhere – Talking Heads
9) London Calling – The Clash
10) Five Years – David Bowie
11) Apocalypse Dreams – Tame Impala
12) The Man Comes Around – Johnny Cash
13) Doomsday – Elvis Perkins in Dearland
14) Talking World War III Blues – Bob Dylan
15) The End – The Doors
16) The End Of The World – Skeeter Davis
17) Post Apocalypse Christmas – Gruff Rhys