Konur í tónlist í kvöld

Í kvöld fara fram tónleikar í gamla Ellingsen húsinu úti á Granda undir yfirskriftinni konur í tónlist. Um er að ræða tónlistarviðburð haldin af konum og með konur í forsvari. Það er hljómsveitin Grúska Babúska sem heldur tónleikana, en auk hennar koma fram Sóley, Samaris, Mr. Silla og Dj Flugvélar og Geimskip. Húsið  opnar kl. 20.30, en tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Hlustið á lagið daradada með Grúsk Babúska hér fyrir neðan.

The Welfare Poets í Reykjavík

Annað kvöld mun bandaríska hip-hop hljómsveitin The Welfare Poets halda tónleika á Gamla Gauknum í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast Kl 22:00 en auk The Welfare Poets koma fram; Ghostigital, Art Of Listening, RVK Soundsystem og 7berg. Aðgangseyrir er 2000 kr.

The Welfare Poets á rætur sínar að rekja til Puerto Rico og Cornell háskólans í New York þar sem hljómsveitin byrjaði. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa  í um fimmtán ár verið ötulir talsmenn gegn kúgun, mismunun og ójafnrétti í heiminum með tónlist sinni. Þeir hafa dvalið hér á landi síðan snemma í desember og  komið fram á fyrirlestrum, staðið fyrir vinnusmiðjum og tekið þátt í umræðum um mannréttindi flóttafólks hér á landi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af tónleikum The Welfare Poets í New York haustið 2009.

Bestu íslensku plötur ársins

 

 

 

1) Ojba Rasta – Ojba Rasta

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Platan sem er samnefnd sveitinni kom út hjá Records Records og var á meðal þeirra platna sem fengu hin árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs. Ojab Rasta er besta íslenska plata ársins hér á straum.is

 

2) Retro Stefson – Retro Stefson

Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sína þriðju breiðskífu í ár. Platan sem er samnefnd sveitinni sýnir talsverðan þroska í lagasmíðum. Minna er um gítara og meira um hljóðgervla en áður enda sá sjálfur Hermigervill um upptökustjórn á  plötunni.

viðtal við Retro Stefson  

      1. airwaves 3 1

 

 

3) Pascal Pinon – Twosomeness

Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku.

Ekki vanmeta:  

      2. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Sin Fang – Half Dreams EP

Sin Fang sendi frá sér þessa frábæru EP plötu til þess að stytta aðdáendum sínum biðina í nýja plötu sem kemur út í febrúar.

 

Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      3. Airwaves 2 1 hluti

 

5) Dream Central Station – Dream Central Station

Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarínu og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre.

 

 

 

6) Pétur Ben – God’s Lonely Man

Önnur plata Péturs Ben er mikið stökk frá hans fyrstu plötu – Wine For My Weakness sem kom út fyrir sex árum síðan. Pétur hefur notað tímann vel til að þróa lagasmíðar sínar og tekur hann áhrif frá ýmsum listamönnum sem hafa verið áberandi síðustu ár, blandar þeim saman og útkoman er eitthvað alveg nýtt.

 

 

7) Hjaltalín – Enter 4

Hljómsveitin Hjaltalín kom öllum að óvörum þegar hún sleppti þessari frábæru plötu frá sér í nóvember. Persónuleg plata sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009.

 

 

 

8-9) Japanese Super Shift and the Future Band –  Futatsu

Hljómsveitin Japanese Super Shift and the Future Band inniheldur meðal annars tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Lödu Sport. Skotheld plata undir sterkum áhrifum frá jaðarrokki tíunda áratugsins.

 

Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

 

8-9) Jón Þór – Sérðu mig í lit

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu í ár. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku.

 

 

10) Samaris – Stofnar Falla EP

Önnur EP plata Samaris kom út í ár. Stofnar Falla fylgir á eftir plötunni Hljóma þú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra. Á plötunni má heyra afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins í bland við raftónlist nútímans ásamt sterkri rödd Jófríðar Ákadóttur.

Stofnar falla (Subminimal remix): 

      5. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

11)  Stafrænn Hákon – Prammi

Klump:

      6. 02 Klump

 

 

 

12) Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Sumargestur:

      7. 03 Sumargestur

 

 

13) Ghostigital – Division of Culture and Tourism

 

 

14) Tilbury – Exorcise

 

 

15) Borko – Born to be free

Born to be free:

      8. 01 Born to be Free

 

 

16) Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

 

17) Nóra – Himinbrim

 

 

18) Futuregrapher – LP

 

 

19) Kiriyama Family – Kiriyama Family

 

 

20) M-Band – EP

LoveHappiness (feat. RetRoBot) 

      9. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

Heimsenda mix

Samkvæmt tímatali Maya indjána verður heimsendir á morgun. Í tilefni þess settum við saman  lagalista með uppáhalds heimsenda lögunum okkar. Hlaðið honum niður hér fyrir neðan og hlustið á meðan að heimurinn endar.

Hlaðið niður hér: Heimsenda mix Straums

1) Waiting for the End Of the World – Elvis Costello

2) It’s The End Of the World – R.E.M.

3) The End of the World Is Bigger Than Love – Jens Lekman

4) A Hard Rain’s A-Gonna Fall – Bob Dylan

5) 4 Chords Of The Apocalypse – Julian Casablancas

6) We Will Become Silhouettes – The Postal Service

7) 99 Luftballons – Nena

8) Road to Nowhere – Talking Heads

9) London Calling – The Clash

10) Five Years – David Bowie

11) Apocalypse Dreams – Tame Impala

12) The Man Comes Around – Johnny Cash

13) Doomsday – Elvis Perkins in Dearland

14) Talking World War III Blues – Bob Dylan

15) The End – The Doors

16) The End Of The World – Skeeter Davis

17) Post Apocalypse Christmas – Gruff Rhys

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

Kraumslistinn 2012, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í gær. Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem líkt og síðustu tvö ár eru sex talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Tuttugu og einn tók þátt Í dómnefnd Kraumslistans 2012 en þar sátu:

Alexandra Kjeld, Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, , Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur S. Magnússon, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, Kamilla Ingibergsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Sólrún Sumarliðadóttir, og Trausti Júlíusson.

 

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

 

  • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

 

  • Hjaltalín – Enter 4

 

  • Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

  • Ojba Rasta – Ojba Rasta

 

  • Pétur Ben – God’s Lonely Man

 

  • Retro Stefson – Retro Stefson

Nýtt frá Sin Fang

Íslenska hljómsveitin Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki sendi um helgina frá sér fyrsta lagið af plötunni Flowers sem kemur út 1. febrúar á næsta ári. Lagið heitir Young Boys og er eitt það besta sem sveitin hefur sent frá sér. Platan sem er þriðja plata Sin Fang var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion. Hægt er að hlaða laginu niður hér fyrir neðan.

Seinni árslistaþáttur Straums í kvöld

Seinni árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir plöturnar sem setja í 15. til 1. sæti í ár. Listinn birtist svo hér í heild sinni strax og þættinum líkur. Hér fyrir neðan má sjá fyrri hluta listans sem farið var yfir í síðustu viku.

 

16) Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Mature Themes

17) Jack White – Blunderbuss

18) Django Django – Django Django

19) Phédre – Phédre

20) Chromatics – Kill For Love

21) Lotus Plaza – Spooky Action at a Distance

22) Beach House – Bloom

23) Wild Nothing – Nocturne

24) The Magnetic Fields – Love at the Bottom of the Sea

25) Matthew Dear – Beams

26) Cloud Nothings – Attack on Memory

27) DIIV – Oshin

28) Purity Ring – Shrines

29) A.C. Newman – Shut Down The Streets

30) The Shins – Port Of Morrow

 

 

Kraumslistinn – Úrvalslisti 2012

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en í næstu viku kemur í ljós hvaða 5 – 6 plötur af þessum tuttugu munu skipa Kraumslistann 2012. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Framkvæmd Kraumslistans 2012 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt  Árna Matthíassyni: Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, Guðni Tómasson, Egill Harðarson, Helena Þrastardóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson og Trausti Júlíusson.

Úrvalslisti Kraums 2012 – listinn er birtur í stafrófsröð:

 

  • ·         adhd – adhd4
  • ·         Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
  • ·         Borko – Born To Be Free
  • ·         Davíð Þór Jónsson – Improvised Piano Works 1
  • ·         Duo Harpverk – Greenhouse Sessions
  • ·         Futuregrapher – LP
  • ·         Ghostigital – Division of Culture & Tourism
  • ·         Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen – Stafnbúi
  • ·         Hjaltalín – Enter 4
  • ·         Moses Hightower – Önnur Mósebók
  • ·         Muck – Slaves
  • ·         Nóra – Himinbrim
  • ·         Ojba Rasta – Ojba Rasta
  • ·         Pascal Pinon – Twosomeness
  • ·         Pétur Ben – God’s Lonely Man
  • ·         Retro Stefson – Retro Stefson
  • ·         Sin Fang – Half Dreams EP
  • ·         The Heavy Experience – Slowscope
  • ·         Tilbury – Exorcise
  • ·         Þórir Georg – I Will Die and You Will Die and it Will be Alright