Pedro Pilatus rímixar Pascal Pinion

Logi Pedro, sem í dagvinnunni sinni höndlar bassann í Retro Stefson, framleiðir einnig raftónlist undir nafninu Pedro Pilatus og hefur gefið frá sér EP plötu og fjölda laga undir því nafni. Í dag sendi hann frá sér endurhljóðblöndun af laginu Rifrildi af nýjustu plötu Pascal Pinion. Hljómurinn er nokkuð feitari en í hinni angurværu upprunalegu útgáfu og botninn er í aðalhlutverki. Það mætti segja að þetta væri hálfgildings dubstep útgáfa og hún er tilvalin til að fleyta manni inn í helgina. Hlustið á báðar útgáfur hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *