Önnur smáskífa Child of Lov

Listamaðurinn Child of Lov sendi frá sér eiturhressa smellinn Heal síðasta haust og nú hefur litið dagsins ljós myndband við aðra smáskífu af væntanlegri plötu hans. Lagið heitir Give Me og hljómurinn er sótsvart og saurugt fönkgrúv sem gæti hafa komið úr smiðju Madlib. Á komandi breiðskífu nýtur hann meðal annars aðstoðar Damons Albarn og rapparans MF Doom, en persóna listamannsins sjálfs er þó enn á huldu. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið ásamt myndbandinu við Heal.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *