Straumur 23. júní 2014

Í Straumi í kvöld fáum við M-band í heimsókn til að ræða væntanlega plötu, við kíkjum auk þess á nýtt efni frá Jamie xx, Grísalappalísu, The Shins, Zola Jesus, Ballet School, Ármanni, Total Control og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Cherish – Ballet School
2) All Under One Roof Raving – Jamie xx
3) Dangerous Days – Zola Jesus
4) Nýlendugata-Pálsbæjarvör-Grótta – Grísalappalísa
5) Þurz – Grísalappalísa
6) Flýja – Grísalappalísa
7) Fraction- M-band
8) All Is Love (Asonat remix) – M-band
9) Ever Ending Never – M-band
10) Plymouth – Strands Of Oaks
11) Mountain King – Ármann
12) Hunter – Total Control
13) Safety Net – Total Control
14) Girls – Slow Magic
15) So Now What – The Shins

 

 

Tónleikahelgin 19.-21. júní

Fimmtudagur 19. júní

Félag Allskonar Listamanna og kvenna (FALK) heldur tónleika í Mengi. Fram kemur Eric Boros frá Kanada en um upphitun sjá FALKlimirnir Krakkkbot og AMFJ. Húsið opnar klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 2000 krónur

Magnús Leifur og Sveinn Guðmundsson verða með Tónleika á Loft Hostel sem hefjast 20:30 og þar er ókeypis inn.

Skelkur í bringu, Pink Street Boys og Panos From Komodo halda heimsklassa rokktónleika á Dillon. Rokkið hefst 21:00 og aðgangur er ókeypis.

Föstudagur 20. júní

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst í Laugardalnum en á föstudagskvöldinu kemur meðal annars fram húsbræðurnir í Disclosure ásamt fjölda annarra listamanna.

Hljómsveitin Low Roar mun koma fram á Dillon en þetta verða síðustu tónleikar þeirra áður en þeir fara í langt tónleikaferðalag. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst 22:00.

Hljómsveitin Mandólín kemur fram í Mengi. Mandólín er íslensk hljómsveit sem flytur hefðbundna tónlist úr hinum jiddíska menningarheimi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Laugardagur 21. júní

Skóglápssveitin Oyama mun rokka húsið á Dillon á slaginu 22:00. Aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi. Þeir hefja leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Secret Solstice hátíðin er í fullum gangi en stærsta númerið á laugardagskvöldinu eru Trip Hop kempurnar í Massive Attack.

Sunnudagur 22. júní

Síðasti dagur Secret Solstice hátíðarinnar en á sunnudagskvöldinu kemur meðal annars fram bandaríski rapparinn Schoolboy Q.

 

EP og útgáfutónleikar M-Band

Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg.

Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög og tvær endurhljóðblandanir, en þær eru í höndunum á íslensku rafsveitinni Asonat og gríska sveimkonunginum Melorman.

Skífan verður fáanleg á bandcamp síðu Raftóna, ásamt öllum helstu netverslunum – ásamt því að notendur Spotify og Deezer geta hlýtt á gripinn.

Í tilefni útgáfunnar mun þann 25. júní næstkomandi vera haldin vegleg veisla á skemmtistaðnum Húrra. Ásamt M-Band, munu stíga á stokk sálartæknóhetjan Tonik og lágrafsséníin Nolo – en M-Band er einmitt tíður gestameðlimur í þeim verkefnum. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21, frítt er inn og verður þar nokkur eintök af væntanlegri breiðskífu M-Band til sölu.

M-Band á Facebook: https://www.facebook.com/MBandmusic

Stikla til hlustunar á Soundcloud: https://soundcloud.com/raftonar/mband-ep-demo

Straumur 16. júní 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Gusgus og Lone, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Hundred Waters, Gems, Essáy, Giorgio Moroder og fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Restless City – Lone
2) Jaded – Lone
3) Vengeance Video – Lone
4) Giorgio’s Theme – Giorgio Moroder
5) Ocarina – Essáy
6) Scars – Gems
7) Another Life – GusGus
8) Not The First Time – GusGus
9) Mexico – GusGus
10) Murmurs – Hundred Waters
11) Innocent – Hundred Waters
12) The Chauffeur – Warpaint

Dagskráin á SECRET SOLSTICE tilbúin

Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina sem fram fer í Laugardal dagana 20.-22. júní er tilbúin og hana má sjá með því að smella á myndina hér fyrir neðan. Á hátíðinni koma fram m.a. fram Massive Attacks, Disclosure, Woodkid og Schoolboy Q.

 

Sin Fang hitar upp fyrir Neutral Milk Hotel í Hörpu

Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel mun koma fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu þann 20. ágúst næstkomandi. Liðsmenn Neutral Milk Hotel kusu að fá Sin Fang til að hita upp fyrir tónleikana. Miðasala er á vefjunum www.harpa.is og www.midi.is og í afgreiðslu Hörpu.

Tónleikahelgin 12. – 14. júní

Fimmtudagur 12. júní 

Snorri Helgason kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn. 

Indriði Ingólfsson úr hljómsveitinni Muck flytur efni af væntanlegri sólóplötu á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2. Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr.

 

Trust The Lies, Aeterna og While My City Burns coma farm á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.

 

Brother Grass koma fram á Rosenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

 

Sin Fang, Samaris og Arnljótur (Ojba Rasta) koma fram á Gauknum.

Húsið opnar klukkan 21:00 og dagskráin hljóðar svo:

22:00 Arnljótur

23:00 Samaris

24:00 Sin Fang

1500 kr aðgangseyrir

 

Hljómsveitirnar Útidúr og Malneirophrenia slá til tónleika á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Föstudagur 13. júní  

Svokallaðir Óhappatónleikar verða haldnir á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og Skelkur í Bringu, Caterpillarmen, Pink Street Boys og Fufanu koma fram. Aðgangseyrir er 500 kr.

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson koma fram í Mengi við Óðinsgötu 2. Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Pineapple, Thetans og Alchemia koma fram á Dillon.Tónleikarnir byrja á slaginu 22. Frítt inn!

 

Laugardagur 14. júní 

Hljómsveitirnar Á Geigsötum, aska, Kælan Mikla og Brák koma fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn. 

Duo Harpverk sem samanstendur af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink koma fram í Mengi við Óðinsgötu 2. Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr.

 

Straumur 9. júní 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Jack White, Blackbird Blackbird og Death Grips. Auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Caribou, Avi Buffalo, Crystal Stilts og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 9. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Three Woman – Jack White
2) Alone In My Home – Jack White
3) Entitlement – Jack White
4) Can’t Do Without You – Caribou
5) So What – Avi Buffalo
6) Delirium Tremendous – Crystal Stilts
7) Tangerine Sky – Blackbird Blackbird
8) Darlin Dear – Blackbird Blackbird
9) Rare Candy – Blackbird Blackbird
10) Blilly Not Really – Death Grips
11) Up My Sleeves – Death Grips
12) Frontin´ (Disclosure Re-work) – Pharrell ft. Jay z
13) Whatever You Need – Moon Boots
14) Temporary View – SBTRKT
15) River Euphrates (Version Two) – Pixies

Tónleikahelgin 4.-7. júní

Miðvikudagur 4. júní

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur stendur fyrir tónleikum á Húrra fyrir þá sem hafa stutt hann í söfnun fyrir útgáfu á hans næstu plötu sem kemur m.a. út á vínil. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 með því að Low Roar stígur á stokk og syngur gullfallega. Síðan mun Helgi Valur spila lög af óútkominni plötu í bland við gömul lög ásamt nokkrum rapplögum. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Helgi Valur heldur í 3 ár og því er þetta frábært tækifæri fyrir fólk sem er búið að sakna þess að sjá hann koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn en gestir eru hvattir til að styðja við söfnunina sem lýkur á miðnætti í kvöld.

 

Hljómsveitin Throat & Chest kemur fram í fyrsta skipti í Mengi en hana skipa listamennirnir Peter Liversidge, Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason og Benedikt H. Hermannsson. Búast má við mörgum litum, óvæntum hljóðum og mikilli gleði en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Bandaríska harðkjarnabandið Full of Hell kemur fram á Gauk á Stöng ásamt Icarus, We Made God, MASS, Trust The Lies og Pink Street Boys. Fyrsta band fer á svið 19:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Fimmtudagur 5. júní

 

Hljómsveitirnar Casio Fatso, Caterpillarman og MC Bjór og Bland koma fram á Gauk á Stöng. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Þungmálmasveitirnar Angist og Blood Feud bregða á tónleik á Dillon. Hann hefst klukkan 22:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Föstudagur 6. júní

Döpur, Skelkur í bringu og Harry Knuckles koma fram á tónleikum á Dillon. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Laugardagur 7. júní

 

Íslensk/kandíska hljómsveitin Myndra heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína, Songs From Your Collarbone, í Norræna húsinu. Upptökuferlið tók um tvö ár í Kanada en sveitin hefur undanfarið túrað um Ísland til að kynna afurðina. Á tónleikunum njóta þeir aðstoðar nokkurra vina til þess að stækka hljóðheiminn og í tilkynningu segir að þetta gætu verið síðustu tónleikar sveitarinnar fyrir fullt og allt. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Mikil hljómsveit mætir á Café Rosenberg laugardagskvöldið 7. júní og aðstoðar Skúla mennska við flutning á hans allra hressustu og vinsælustu lögum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og miðaverð er 2000 kr í forsölu í síma 8613553 eða 2500 kr við dyrnar.

 

RVK Soundsystem ásamt vinum hita upp fyrir stærstu reggítónlistarhátíð Evrópu, Rototom Sunsplash á Spáni, á Gauk á Stöng. Hátíðin hefur verið haldin í 20 ár og hafa helstu og merkustu reggílistamenn heimsins komið þar fram. Í upphitunarpartýinu á Gauknum koma fram Ojba Rasta, Amaba Dama, Thizone, T.Y. & Djásnið, Skinny T. Þá leika plötusnúðar RVK Soundsystem fyrir dansi en þeim til halds og trausts á míkrafóninum verða Cell7, Kött Grá Pé og Bragi úr Johnny and the Rest. Reggíveislan hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.