EP og útgáfutónleikar M-Band

Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg.

Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög og tvær endurhljóðblandanir, en þær eru í höndunum á íslensku rafsveitinni Asonat og gríska sveimkonunginum Melorman.

Skífan verður fáanleg á bandcamp síðu Raftóna, ásamt öllum helstu netverslunum – ásamt því að notendur Spotify og Deezer geta hlýtt á gripinn.

Í tilefni útgáfunnar mun þann 25. júní næstkomandi vera haldin vegleg veisla á skemmtistaðnum Húrra. Ásamt M-Band, munu stíga á stokk sálartæknóhetjan Tonik og lágrafsséníin Nolo – en M-Band er einmitt tíður gestameðlimur í þeim verkefnum. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21, frítt er inn og verður þar nokkur eintök af væntanlegri breiðskífu M-Band til sölu.

M-Band á Facebook: https://www.facebook.com/MBandmusic

Stikla til hlustunar á Soundcloud: https://soundcloud.com/raftonar/mband-ep-demo

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *