Lög ársins 2013

20) Bound 2 – Kanye West

Sálarsöngvarinn Charlie Wilson á stórleik í laginu sem byggir á nokkrum sömplum þar á meðal laginu Bound með sálar grúppunni Ponderosa Twins Plus One frá árinu 1971. Línan Uh-huh, honey kemur frá söngkonunni Brenda Lee úr laginu Sweet Nothins og lét hún hafa eftir sér að það væri heiður að vera partur af því. Lagið sem er lokalagið á plötunni Yeezus er það lag á henni sem minnir helst á eldra efni West.

 

 

 

19) Was All Talk – Kurt Vile

Í Was All Talk leggur Kurt Vile letilegt kassagítarpopp yfir pumpandi trommuheilatakt í anda súrkálssveita á borð við Neu! Það ætti ekki að virka en gerir það samt. „Making music’s easy…just watch me“ syngur Vile og montar sig en stendur fyllilega undir því. Þetta kúl er fullkomlega áreynslulaust.

 

 

 

18) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe

Dúet ársins fluttur af þeim Janelle Monáe og Miguel af plötu Monáe The Electric Lady.  Þau setja sig í hlutverk elskenda á afar sannfærandi og smekklegan hátt og er myndbandið við lagið einstakt.

 

 

 

17) Get Lucky (ft. Pharrell Williams) – Daft Punk

Árið 2013 var ár hinna stóru endurkoma en engin þeirra kom með jafn miklum krafti og fyrsti smellur Daft Punk. Við heyrðum fyrst gítarriff Nile Rodgers í nokkurra sekúndna broti úr auglýsingu í SNL. Vélmennin sáldruðu síðan örlitlum brotum úr laginu út á næstu mánuðum og þegar það kom loks í allri sinni dýrð missti heimsbyggðin legvatnið í sameiningu. Dúnmjúkt diskóið með silkifalsettu Pharrel Williams tók yfir dansgólf heimsins með trompi og ómar þar enn.

 

 

16) Honey – Torres

Hið tilfinningaríka Honey var fyrsta smáskífan af samnefndri plötu tónlistarkonunnar Torres sem gefur sig alla í flutninginn sem smellpassar við hráan hljóminn.

 

 

 

15) Avant Gardener – Courtney Barnett

Í þessu lagi miðlar Courtny Barnett letilegum talsöng Lou Reed og Bob Dylan í slacker-legasta lagi ársins. Textinn er fyndinn og fullur af snjöllum orðaleikjum og hljómurinn í anda þess besta í 90’s indírokki.

 

 

 

14) You’re Not The One – Sky Ferreira

Eitt mest grípandi lag síðasta árs kom út þann 24. september nokkrum dögum eftir að söngkonan komst í heimspressuna eftir að hafa verið handtekin ásamt unnusta sínum með mikið magn heróíns. Ferreira hefur látið hafa eftir sér að lagið hefði verið samið og tekið upp undir miklum áhrifum frá plötunni Low með David Bowie.

 

 

13) Eden – Ben Khan

Eden er munúðarfullt R&B kyrfilega staðsett í limbói milli fortíðar og framtíðar en þó eins langt frá nútímanum og hægt er að vera. Þetta er kynþokki úr annarri vídd; stingandi gítar, bjagaðir synþar og grúv sem er kunnuglegt en framandi á sama tíma.

 

 

12) Dropla – Youth Lagoon

Svefnherbergis pródúserinn Trevor Powers sýndi strax á þessari fyrstu smáskífu Wondrous Bughouse að hann væri kominn út úr svefnherberginu inn í hljóðver með stærri hljóðheim sem nær hámarki í þessu frábæra lagi.

 

 

 

11) J.A.W.S – Luxury

Töfrandi, taktfast húslag með einkar viðeigandi raddsampli framleitt af  vonarstjörnum danstónlistar í Bretlandi Disclosure bræðrum. Undurfagurt og seiðandi.

 

Lög í 10. – 1. sæti

Lög ársins 2013

40) Dust In The Gold Sack – Swearin’

 

 

 

39) Young Blood – Mac DeMarco

 

 

 

38) Mozart’s Sister – Mozart’s Sister

 

 

 

37) No Eyes ft. Jaw (Gamper & Dadoni remix) – Claptone

 

 

 

36) All I Know – Washed Out

 

 

 

35) Nothing Is Real – Boards Of Canada

 

 

 

34) Still On Fire – Trentemøller

 

 

 

33) Thank You (ft. Kanye West, Lil Wayne & Q-Tip) – Busta Rhymes

 

 

 

32) Better – Saint Pepsi

 

 

 

31) Strandbar (disko version) – Todd Terje

 

Lög í 30.-21. sæti

 

17. desember: I’ll Be Home For Christmas – Sufjan Stevens.

Á síðasta ári gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 6-10. Í safninu eru 59 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Þetta er í annað sinn sem Stevens sendir frá sér slíkt safn en fyrir jólin 2006 gaf hann út safnið Songs for Christmas Volumes 1-5 sem var 42 laga. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndband við  hið klassíska jólalag I’ll Be Home For Christmas í flutningi Stevens. Myndbandið sem er fremur drungalegt sýnir unga stúlku hlaupa fram hjá allskyns hryllingi.

MP3: 

      1. I'll Be Home For Christmas

Hér er hægt að streyma lagasafninu Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 6-10.

16. desember: The Wassailing song – Blur

 

Fyrir nákvæmlega 21 ári í dag eða þann 16. desember 1992 gaf hljómsveitin Blur tónleikagestum í London óvænta gjöf.  Um 500 heppnir aðdáendur sveitarinnar fengu 7 tommu plötu með útgáfu Blur á hinu klassíska breska jólalagi The Wassailing Song sem oftast er sungið um áramót þar í landi. Óhætt er að segja að plata þessi sé safngripur í dag.

 

Árslisti Straums 2013

10) Christopher Owens – Lysandre

Þegar Christopher Owens tilkynnti um endarlok Girls á twitter síðu sinni síðasta sumar fór hrollur um marga aðdáendur þessarar einstöku sveitar sem skildi eftir sig tvær frábærar plötur – Album (2009) og Father, Son, Holy Ghost (2011). Í upphafi þessa árs var ljóst að þessar áhyggjur voru óþarfar þar sem Owens sendi frá sér plötu sem mætti segja að væri beint framhald af því sem hann gerði með fyrrum hljómsveit sinni. Lög á plötunni höfðu meira að segja sum heyrst á tónleikum Girls. Lysandre er heilsteypt þema plata um stúlku sem Owens varð ástfanginn af á tónleikaferð með Girls.

 

 

9) Adam Green & Binki Shapiro – Adam Green & Binki Shapiro

Anti-folk söngvarinn Adam Green og Binki Shapiro úr Little Joy gáfu út þessa einlægu samnefndu plötu í byrjun ársins. Platan minnir margt á samstarf þeirra Lee Hazlewood og Nancy Sinatra á sjöunda áratugnum. Tregafullar raddir þeirra  Green og Shapiro smellpassa saman og platan rennur ljúflega í gegn líkt þytur í laufi.

 

 

 

8) Youth Lagoon – Wondrous Bughouse

Svefnherbergis pródúserinn Trevor Powers átti eina af betri plötum árins 2011 með The year of hibernation. Á þessari annari plötu Powers undir nafni Youth Lagoon er hann kominn út úr svefnherberginu inn í hljóðver og útkoman er stærri hljóðheimur án þess að gefa eftir í lagasmíðum.


7) Kanye West – Yeezus

Að upphefja sjálfan sig hefur alltaf verið stór hluti af hipp hoppi en Kanye West hefur þó á undanförnum árum sett nýjan mælikvarða á mikilmennskubrjálæði sem jaðrar við að vera sjálfstætt listform. Yeezuz er tónlistarlega og textalega hans dekksta og harðasta verk og hann tekst á við kynþáttahatur á frumlegan og djarfan hátt í lögum eins og New Slaves og Black Skinhead.

 

 

6) Jon Hopkins – Immunity

Immunity stígur jafnvægisdans á milli draumkennds tekknós og seiðandi ambíents listlega vel og hljómurinn er silkimjúkur draumaheimur þar sem gott er að dvelja í góðum heyrnatólum.

 

 

 

5) Kurt Vile – Walkin On A Pretty Daze

Síðasta plata Vile Smoke Ring for My Halo var efsta platan á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011. Á Walkin On A Pretty Daze heldur Vile áfram uppteknum hætti þó hún sé ögn epískari á köflum.

 

 

 

4) Vampire Weekend – Modern Vampires Of The City

Þriðja plata Vampire Weekend er þrátt fyrir asnalegan titil alveg hreint frábært verk og gefur þeim fyrri lítið eftir. Þeir vinna í fyrsta skiptið með utanaðkomandi upptökustjóra sem skilar sér aukinni tilraunamennsku og skrefum út fyrir sinn hefðbundna hljóðramma, auk þess sem lagasmíðar eru sterkar og grípandi.

 

 

 

3) Waxahatchee – Cerulean Salt

Hin 24 ára gamla Katie Crutchfield sendi frá sér aðra plötuna undir nafninu Waxahatchee á innan við ári núna í mars. Á Cerulean Salt er að finna pönkaða þjóðlagatónlist flutta með ótrúlegri tilfinningu og heiðarleika sem skín í gegn í hverju einasta lagi.

 

 

 

 

2) Settle – Disclosure

Bræðra dúóið Disclosure gáfu út sína fyrstu plötu Settle þann 3. júní. Þrátt fyrir ungan aldur sýna þeir Guy (fæddur 1991) og Howard (fæddur 1994) Lawrence ótrúlegan þroska í lagasmíðum á plötunni sem er ein heilsteyptasta dansplata sem komið hefur frá Bretlandi í langan tíma.

 

 

 

1) Foxygen – We Are The 21st Century Ambassadors Of Peace And Magic

Foxygen eru tveir rétt rúmlega tvítugir strákar frá Kaliforníu sem á þessari frábæru breiðskífu fara á hundavaði yfir margt af því besta í rokktónlist frá seinni hluta 7. áratugarins og fyrri hluta þess 8. Söngvarinn Sam France stælir Mick Jagger, Lou Reed og Bob Dylan jöfnum höndum en samt aldrei á ófrumlegan eða eftirhermulegan hátt. San Fransisco er eins og týnd Kinks ballaða og On Blue Mountain bræðir saman Suspicous Minds með Elvis og groddalegustu hliðar Rolling Stones. Ótrúlega áheyrileg plata sett saman af fádæma hugmyndaauðgi og smekkvísi.

Árslisti Straums 2013

20) Forest Swords – Engravings

Fyrsta plata breska tónlistarmannsins Matthew Barnes er smekkleg blanda af  house, dub, post-rock, hip-hop og jafnvel shoegaze sem endar í draumkenndri dúlúð sem óhætt er að mæla með.

 

 

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

Brooklynbúinn Jordan Lee gaf út sína fyrstu plötu undir nafninu Mutal Benefit í ár. Platan er ferðalag inn í fallegan hugarheim Lee sem byggir á sterkum hljóðheimi sem nær hámarki í hinu mjög svo fallega lagi Advanced Falconry.

 

 

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

Eins og elding úr heiðbláum himni dúkkaði upp dularfull vínilplata merkt Boards of Canada í plötubúð í New York í maí. Á plötunni var ekkert nema vélræn rödd sem las upp talnarunu en hún setti af stað atburðarás sem á endanum leiddi í ljós fyrstu plötu BoC í 7 ár. Þegar Tomorrow’s Harvest kom loksins út olli hún engum vonbrigðum og hljómur hennar sór sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Yfir verkinu hvílir ákveðinn heimsendadrungi en þó glittir í ægifegurð inni á milli. Heyra má bjagaðar og hálffalskar synthalínur, gnauðandi eyðimerkurvinda og strengi sem eru svo snjáðir að þeir hljóma eins og upptaka úr margra áratuga gömlu fischer price segulbandstæki. Gæti verið draugurinn í vélinni eða bergmál siðmenningar sem nýlega hefur verið eytt. Raftónlist sem smýgur inn í undirmeðvitundina og marar þar eins og kjarnorkukafbátur.

 

 

17) My Bloody Valentine – m b v

Írska shoegaze hljómsveitin My Bloody Valentine gaf út sína þriðju plötu, þá fyrstu frá því að platan Loveless kom út árið 1991, 2. febrúar. Platan mbv er níu laga og er vel biðarinnar virði. Söngvari sveitarinnar Kevin Shields skýrði frá því á síðasta ári að hann hefði hafið gerð plötunnar á tíunda áratugnum og sögusagnir segja að hann hafi hent gríðarlega miklu efni við gerð hennar.

 

 

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon

Undrabarnið King Krule gaf út þessa frábæru plötu á 19 ára afmælisdegi sínum þann 24. ágúst. Þrátt fyrir ungan aldur býr Krule yfir rödd sem minnir oft á köflum á gamlan blúsara á plötu fullri af tregafullum tónsmíðum sem snerta taug með hverjum tón. 

 

 

 

15) Mount Kimbie – Cold Spring Fault Less Youth

Lágstemmd en þó kraftmikil og dansvæn plata og stórt skref fram á við fyrir breska dúettinn. Sérstaklega er gaman að heyra samstarf þeirra við hinn hæfileikaríka söngvara King Krule í tveimur lögum þar sem ólíkir stílar listamannanna smella eins og flís við rass.

 

 

 

14) Sky Ferreira – Night Time, My Time

Bandaríska tónlistarkonan Sky Ferreira sendi frá sér hina frábæru plötu Night Time, My Time 29. október. Platan er stúttfull af metnaðarfullum poppsmíðum sem smjúga inn í heilahvolfið og staldra þar við í góðan tíma eftir hlustun.

 

 

13) Arcade Fire – Reflektor

Arcade Fire snéru til baka á árinu með plötu sem innihélt efni sem var talsvert rafrænna og dansvænna en megnið af eldra efni sveitarinnar. Platan er enn eitt stórvirkið frá þessu kanadíska bandi sem nutu meðal annars aðstoðar James Murphy við gerðar hennar.

 

 

12) Daft Punk – Random Access Memories

Meðan Boards of Canada héldu sig við það sem þeir kunna best þá umbreyttust Daft Punk liðar enn einu sinni við skiptar skoðanir aðdáenda. Random Access Memories er þeirra lífrænasta plata til þessa, 75 mínútna ferlíki af diskói, progrokki, fullorðinspoppi og vélrænum trega. Á henni var leitast við að endurskapa hljóðverðsstemmningu 8. áratugarins og tölvum og stafrænni tækni hent út í veður og vind. Þrátt fyrir að það hefði verið hægt að skera hana aðeins niður er ekki annað hægt en að dást að handverkinu og metnaðinum. Fyrir utan að gefa okkur sumarsmellinn Get Lucky, eru ótalmörg fantafín lög á plötunni eins og Doin’ it Right, Loose Yourself to Dance og Giorgio By Moroder.

 

 

11) Classixx – Hanging Gardens

Bandaríska DJ dúóið Classixx vakti fyrst athygli á sér með frábærum endurhljóðblöndunum á lögum með hljómsveitum á borð við Phoenix, Major Lazer og Yacht. Fyrsta smáskífa þeirra I’ll Get You kom út árið 2009 og frá því hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu plötu þeirra sem kom loks út í lok maí. Hanging Garden er björt plata full af gæða rafpoppi sem á svo sannarlega heima á dansgólfinu á heitum sumarkvöldum.

 

Plötur í 10.-1. sæti

 

 

Seinni árslistaþáttur Straums í kvöld

Seinni árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir plöturnar sem setja í 15. til 1. sæti í ár. Listinn birtist svo hér í heild sinni strax og þættinum líkur. Hér fyrir neðan má sjá fyrri hluta listans sem farið var yfir í síðustu viku.

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon

 

Árslisti Straums: 30. – 16. sæti

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

Straumur fyrri árslistaþáttur: plötur í 30.- 16. sæti 2013 by Straumur on Mixcloud

 

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon