Queens of the Stone Age með alvöru drottningu um borð

Rauðhærði eyðimerkurrokkarinn Josh Homme og félagar hans í hljómsveitinni Queens of the Stone Age gefa út sína sjöttu breiðskífu …Like Clockwork í dag þann 3. júní. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar í 6 ár og hafa upptökur staðið síðan í nóvember árið 2011. Bassaleikarinn Michael Shuman og hljómborðs og gítarleikarinn Dean Fertita tóku í fyrsta skiptið fullan þátt í gerð plötu með hljómsveitinni en gítarleikarinn Troy Van Leeuwen spilar inn á sína þriðju. Það dugði ekkert hálfkák við gerð plötunnar og koma þrír þungavigta trommuleikarar að gerð hennar og fer þar fremstur í flokki Dave Grohl en hann tók við af Joey Castillo sem hætti í miðjum klíðum.

Það  þarf ekki að koma neinum á óvart að Grohl skuli hafa gripið í kjuðana fyrir félaga sinn Homme en að Sir Elton John og Jake Shears  úr Scissor Sisters leynast á plötunni kann að stinga suma í augun. Elton John bauð sér sjálfum á plötuna og hringdi í Homme á meðan þeir voru að taka upp og sagði „Það eina sem bandinu þínu vantar er alvöru drottning“. Homme hélt að þarna væri einhvern að gera grín en svaraði um hæl „hunang… þú segir ekki“ og úr varð lagið „Fairweather Friends“. Heimsskauta apinn Alex Turner  lætur á sér bera á …Like Clockwork og auk þess að spila á gítar og syngja í laginu „If I Had a Tail“ semur hann texta við lagið „Kalopsia“ en  níu tommu naglinn Trent Reznor hjálpar til með að koma textanum til skila.
Þó svo …Like Clockwork hafi að geyma allan þennan hóp af gestaspilurum og söngvörum þá er platan af eyðimerkurokk/hasshausarokk stílnum og keimlík fyrri plötum sveitarinnar þó ekki jafn þung og þær þyngstu. Meðlimir voru ekkert að kikna í hnjáliðunum þó að Sir Elton væri  mættur í stúdíó og semja dramatíska ballöðu heldur varð drottningin bara að gjöra svo vel og rokka. Sexí gítarsóló, smá „growl“ í boði Trent Reznor og djúsí „fuzz“;  það er enginn alvöru rokkari að fara kvarta undan þessum gæða grip þó svo þetta sé kannski ekki besta plata Queens of the Stone Age til þessa.

Daníel Pálsson

James Murphy ætlar sóló

Þó svo hinn 43. ára gamli tónlistarmaður James Murpy sé hættur í hljómsveitnni Lcd Soundsystem hefur hann ekki sagt skilið við tónlistina. Hann hefur undanfarið unnið við upptökur á plötum með Arcade Fire, Pulp, Yeah Yeah Yeahs og fleirum. Murphy segist ekki geta beðið eftir útgáfu nýjustu plötu Arcade Fire sem áætlað er að komi út seint á þessu ári og hefur ekki enn hlotið titil. Arcade Fire yfirgáfu kirkjuna sem sveitin hefur tekið upp allar sínar plötur til þessa þar sem þakið á henni var að hruni komið og leitaði í hljóðver með Murphy . „Reyndar þurfa þau ekki upptökustjóra, þau gera þetta flest sjálf“ segir Murphy og lofar frábærri plötu frá krökkunum Arcade Fire.
Hvað framtíðina varðar segir hann enga möguleika á því að Lcd Soundsystem taki saman á næstunni en sveitin lagði upp laupana 2011. „ Núna vil ég gera tónlistina mína einn og er með mörg járn í eldinum. Ég er t.d. að hanna hljóðkerfi fyrir tónlistarhátíð og búa til tónlist fyrir neðanjarðarlestir.“ Murphy segist ekki hrifinn af  þeirri danstónlist sem sé við líði nú á dögum og finnst hún ekki eiga margt skilt með sér. Hann er þó spenntur að sjá hvernig danstónlistin muni þróast á næstu 5 árum og verður spennandi að sjá hvort James Murphy geti ekki kryddað uppá dansgólfin með fersku efni.

-Daníel Pálsson

CocoRosie gefa út nýja plötu með hjálp Valgeirs Sigurðssonar

Bianca Casady og Sierra Casady eru betur þekktar undir nöfnunum „Coco“ og „Rosie“ og saman mynda þær franska/bandaríska dúettinn CocoRosie. Þær eru systur og sendu frá sér sína fimmtu plötuna Tales Of A Grass Widow þann 27. maí en þær sendu fyrst frá sér plötuna La maison de mon reve árið 2004. Erfitt er að skilgreina hvers konar tónlist þær stöllur fást við en „freak folk“ kemst allavega nálægt því. Þær koma báðar að söngnum en „Rosie“ sér að mestu leyti um hljóðfæraleikinn en „Coco“ notaðist fyrst um sinn helst við barnahljóðfæri við gerð tónlistarinnar og framkallaði hin furðulegustu hljóð.
Valgeir Sigurðsson sá um upptökur á Tales Of A Grass Widow en hann er enginn nýgræðingur og hefur m.a. unnið með Björk, Thom Yorke, Bonnie Prince Billy og Feist. Á nýju plötunni virðist meira vera notast við synthesizera og trommuheila en áður ásamt taktkjafti sem lætur á sér bera í nokkrum laganna 11. Hin kynvillti Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons syngur með stelpunum í laginu „Tears For Animals“ af mikilli einlægni eins og ella. Platan er þung og sumir hafa haft orð á því að hún sé of niðurdrepandi á köflum en síðasta lagið er rúmar 18 mínútur og er helmingur lagsins þögn. Tales Of A Grass Widow fær hins vegar fína dóma hjá flestum gagnrýnendum og greinilegt að Valgeir hefur unnið gott verk.

Lög af plötunni Tales Of A Grass Widow

-Daníel Pálsson

Alveg sama hvort fólki finnist nýja platan góð

Enski tónlistarmaðurinn og leikarinn Tricky gaf út sína tíundu plötu False Idols í dag. Tricky eða Adrian Nicholas Matthews Thaws eins og hann var skýrður af móður sinni sem fyrirfór sér þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall hefur getið sér orð sem einn af frumkvöðlum trip-hop stefnunar. Hann var meðlimur í hljómsveitinni  Massive Attack en tók aðeins þátt í fyrstu plötu sveitarinnar Blue Lines sem var gefin út árið 1991. Í framhaldi af því þróuðust hugmyndir hans í aðra átt og úr varð fyrsta sóló plata hans Maxinquaye sem er einmitt titluð í höfuðið á móðir hans. Síðan þá hefur hann m.a. unnið með Björk, Bobby Gillespie, Cyndi Lauper og leikið í hasar myndinni The Fifth Element.
False Idol hefst á laginu „Somebody’s Sins“ þar sem Tricky fær lánaða línuna „ jesus died for someone‘s sins, but not mine“  úr laginu „Gloria“ eftir Patty Smith. Söngkonan Nneka og Peter Silberman úr The Antlers eru meðal þeirra sem láta í sér heyra á plötunni en auk þeirra ljá Francesca Belmonte og Fifi Rong Tricky rödd sína og í laginu „Chinese Interlude“ er sungið á kínversku. Platan er hálfgert aftur hvarf til Maxinquaye og eru gagnrýnendur sammála um að Tricky sé að rifja upp gamla góða takta sem hafi týnst í millitíðinni. Sjálfum er Tricky alveg sama hvort fólki finnst nýja platan góð eða ekki, því nú sé hann búinn að finna sjálfan sig aftur og er að gera það sem hann vill.

– Daníel Pálsson

Straumur 27. maí 2013

Í Straumi í kvöld förum við yfir væntanlegar plötur frá Disclosure og Mount Kimbie, auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Boards Of Canada, Smith Westerns,  Say Lou Lou og mörgum öðrum.  Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 27. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) We are faster than you – Fm Belfast
2) Reach For The Dead – Boards of Canada
3) When a Fire Starts to Burn – Disclosure
4) Stimulation – Disclosure
5) Grab Her! – Disclosure
6) Julian (The Chainsmokers remix) – Say Lou Lou
7) Doin’ Right (The Goden Pony remix) – Daft Punk
8) Blood and Form – Mount Kimbie
9) Slow – Mount Kimbie
10) Meter, Pale, Tone (ft. King Krule) – Mount Kimbie
11) All These Things (ft. Holly Mirranda) – MMoths
12) She Burns (ft. Mara Carlyle) – Joe Goddard
13) Swimming Pools (Jesse Rose remix) – Kendrick Lamar
14) Sleep (LAWD PUSSWHIP remix) – OYAMA
15) 3am Spiritual – Smith Westerns

Laura Marling með sína fjórðu plötu á fimm árum

Breska þjóðlagasöngkonan Laura Marling gefur út sína fjórðu plötu „Once I Was An Eagle“ þann 27. Maí næstkomandi. Laura Marling hefur ábyggilega hlustað einu sinni til tvisvar á Joni Mitchell og á köflum mætti halda að hún væri amma hennar eða í minnsta lagi frænka. Þrátt fyrir að vera aðeins 23. ára hefur Marling þegar afrekað að vera tilnefnd tvisvar til hina virtu Mercury Prize verðlauna, árið 2008 fyrir frumburðin „Alas, I Cannot Swim“ og árið 2010 fyrir „I Speak Because I Can“.  Árið 2011 hlaut hún Brit Awards og NME Awards fyrir plötuna „ A Creature I Don‘t Know“.
Laura Marling hefur þó gert meira en að vinna til verðlauna, hún var til að mynda helsta ástæða þess að hljómsveitin Noah and the Whale byrjaði að njóta vinsælda. Hún var meðlimur bandsins frá 16 ára aldri en hætti árið 2008 til að einbeita sér að sínum eigin ferli. Þá sleit hún sambandi sínu við söngvara bandsins Charlie Fink sem tók sambandsslitunum mjög nærri sér og notaði innblástur ástarsorgarinnar við gerð plötunar „The First Days of Spring“. Hún er af mörgum talin besta plata sveitarinnar og mætti Fink alveg láta segja sér oftar upp. Nói og hvalirnir hafa þó ekki siglt í strand og nýjasta plata þeirra Heart Of Nowhere“  er ekki alslæm.
Marling átti einnig í ástarsambandi við Marcus Mumford söngvara Mumford & Sons. Á væntanlegri plötu Marling syngur hún um öfundsjúka stráka í laginu „I Was An Eagle“ og er sagt að þar skírskjóti hún í samband sitt við Marcus.
„Once I Was An Eagle“ hefur hlotið einróma lof þeirra gagnrýnenda sem sagt hafa skoðun sína á gripnum og telja flestir þetta besta verk hennar til þessa. Marling ákvað að styðjast ekki við hljómsveit við gerð plötunnar ólíkt fyrri verkum hennar og er aðeins sellóleikari og trommari sem koma að hljóðfæraleik auk Marling á gítar. Platan hefur að geyma 16 lög sem flest eru í „singer songwriter“  stílnum og fóru aðeins 10 dagar í að taka þau upp. „Once I Was An Eagle“ rennur þægilega í gegn og virkar sem ágætis svefnmeðal þó það sé hætta á að maður rumski inná milli þar sem kraftmiklar þjóðlagaballöður halda hlustandanum á tánum.

– Daníel Pálsson

Hefði getað samið „Get Lucky“ á klukkutíma

Hin yfirlýsingaglaði leppur hljómsveitarinnar Beady Eye; Liam Gallagher hefur aðallega komist í fréttirnar fyrir skrautleg ummæli síðan það flosnaði upp úr samstarfi  Oasis árið 2009. Í flestum tilfellum varðar það að einhverju leiti bróðir hans Noel en Liam var líklega farið að vanta smá athygli  og ákvað nú á dögunum að tjá sig aðeins um Daft Punk.
„ Ég gæti samið þetta lag á klukkutíma. Ég skil ekki þennan spenning, skiljið þig hvað ég á við?“ Sagði Liam í samtali við The Sun varðandi smellinn „Get Lucky“ frá franska dúettnum sem fékk hjálp frá Pharrell Williams og tilvonandi Íslands vininum Nile Rodgers við gerð lagsins. Liam Gallagher lét sér ekki nægja að drulla yfir lagið og bætti við „ Takið þið helvítis hjálmana af ykkur og sjáum hvernig þið lítið út án þeirra“.
20. maí lét Beady Eye frá sér nýtt myndband við lagið „Second Bite of The Apple“ og er plata væntanleg frá þeim þann 10. Júní næstkomandi og ber titilinn „BE“. „ Við erum búnir að setjast niður og einbeita okkur vel að þessu verkefni, hreinsa hugan og ekkert af þessu kjaftæði eins og það var á tíunda áratugnum. Þessi plata er mjög sérstök fyrir okkur.“ Segir Liam um aðra plötu hljómsveitarinnar.

Hér má sjá myndbandið við lagið „Second Bite of The Apple“.

 

Tónleikar helgarinnar 24. – 26. maí

Föstudagur 24. maí

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi.

Kex Hostel:

20:00: Þórir Georg

20:45: Withered Hand

Volta:

21:15: Tonik

22:00: Good Moon Deer

22:50: Bloodgroup

23:40: PVT

00:40: Sykur

 

 

Laugardagur 25. maí

MC Bjór og Bland spilar sína fyrstu tónleika í verslun Lucky Records, Rauðarárstíg 6 klukkan 17:00.

Reykjavík Music Mess heldur áfram:

Kex Hostel:

20:00: Good Moon Deer

20:45: Stafrænn Hákon

Volta:

21:15: Just Another Snake Cult

22:00: OYAMA

22:50: Muck

23:40: DZ Deathrays

00:40: Mammút

Ofvitarnir, Sayatan og Skerðing koma fram á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.

 

Sunnudagur 27. maí

Síðasti dagur Reykjavík Music Mess:

Kex Hostel:

20:00: Just Another Snake Cult

20:45: MMC

Volta:

21:15: Loji

22:00: Stafrænn Hákon

22:50: Withered Hand

23:40: Monotown

 

 

Opnunarveisla Reykjavík Music Mess

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst föstudaginn 24. maí næstkomandi. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi. Dagskrá og upplýsingar um hátíðina er að finna á www.reykjavikmusicmess.com og facebook síðunni  www.facebook.com/rvkmusicmess.
Hátíðin hefst þó með opnunarveislu á KEX Hostel fimmtudaginn 23. maí kl. 20. Þar mun opna myndlistarsýning samhliða hátíðinni en hátíðarhaldarar fengu hóp listamanna til að endurvinna sjónrænt kynningarefni þeirra hljómsveita sem koma fram. Eins mun hin frábæra og stuðvæna Boogie Trouble leika fyrir nokkur lög. Hægt verður að ná í armbönd og kaupa miða á hátíðina og svo munu Thule og Reyka bjóða upp á léttar veitingar.
Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru KEX Hostel, Thule, Reyka, Reykjavíkurborg, Íslandsstofa, Reykjavík Grapevine, Clash Magazine og Volta. Miðasala á hátíðina er enn í fullum gangi á www.midi.is.

Straumur 13. maí 2013

Í Straumi í kvöld kikjum við á fyrstu plötu Daft Punk í 8 ár Random Access Memories. Víð kíkjum einnig á nýtt efni frá Wampire, Wild Nothings, The National og mörgum öðrum. Straumur á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 13. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Give Life Back To Music – Daft Punk
2) Giorgio by Moroder – Daft Punk
3) Instant Crush (featuring Julian Casablancas) – Daft Punk
4) Lose Yourself to Dance (featuring Pharrel Williams)  – Daft Punk
5) Doin’ it Right! (featuring  Panda Bear) – Daft Punk
6) The Socialites (AlunaGeorge remix) – Dirty Projectors
7) Warm Water – Banks
8) Trains – Wampire
9) The Hease – Wampire
10) Spirit Forest – Wampire
11) Snacks – Wampire
12) The Body In Rainfall – Wild Nothing
13) Ride – Wild Nothig
14) Heavenfaced – The National
15) This Is The Last Time – The National
16) Graceless – The National
17) Latch (acoustic Live) – Sam Smith