Straumur 24. júní 2013

Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Austra, Kanye West, Todd Terje, jj, Sophie og mörgum öðrum. Við verðum einnig með umfjöllun um tónlistarhátiðina All Tomorrows Parties sem verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi um næstu helgi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Við hittum þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins aðstandendur hátíðarinnar á dögunum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 24. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Super Duper Rescue Heads! – Deerhoof
2) Strandbar (bonus version) – Todd Terje
3) Bipp – Sophie
4) Rise – Du Tonc
5) Góða Tungl (Sei A remix) – Samaris
6) What We Done? – Austra
7) New Slaves – Kanye West
8) Send It Up – Kanye West
9) Bound 2 – Kanye West
10) Flood’s New Light – Thee Oh Sees

– Viðtal við Barry Hogan og Deborah Kee Higgins frá ATP

11) I Need Seeds – Thee Oh Sees
12) The Perfect Me – Deerhoof
13) Heavenmetal – Chelsea Light Moving
14) 3am Spirtual – Smith Westerns
15) Glossed – Smith Westerns
16) XXIII – Smith Westerns
17) Fågelsången – jj

Nýtt lag frá jj

Það er alltaf nóg að frétta af sænskum tónlistarmönnum og nú sendir sænski rafdúettinn jj frá sér nýtt lag sem ber titilinn „Fågelsången“ eða „fuglalagið“. Bandið hefur gefið út tvær breiðskífur n°2 árið 2009 og n°3 árið 2010. Það eru þau Joakim Benon og Elin Kastlander sem mynda jj og hefur stíll þeirra verið kenndur við „balearic beat“ stefnuna sem er einn angi „house“ tónlistar. Tónlist þeirra er þó fjölbreytileg og draumkennt „indie“ og þjóðlaga raftónlist komast líka ágætlega upp með að lýsa stefnu jj og á það vel við lagið „Fågelsången“.