Nýtt lag frá jj

Það er alltaf nóg að frétta af sænskum tónlistarmönnum og nú sendir sænski rafdúettinn jj frá sér nýtt lag sem ber titilinn „Fågelsången“ eða „fuglalagið“. Bandið hefur gefið út tvær breiðskífur n°2 árið 2009 og n°3 árið 2010. Það eru þau Joakim Benon og Elin Kastlander sem mynda jj og hefur stíll þeirra verið kenndur við „balearic beat“ stefnuna sem er einn angi „house“ tónlistar. Tónlist þeirra er þó fjölbreytileg og draumkennt „indie“ og þjóðlaga raftónlist komast líka ágætlega upp með að lýsa stefnu jj og á það vel við lagið „Fågelsången“.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *