All Tomorrow’s Parties sjónvarpsviðtal

Nú styttist óðum í að fyrsta All Tomorrow’s Parties hátíðin verði haldin á Íslandi. Dagskráin hefst seinnipart föstudags og lýkur aðfararnótt sunnudags. Við settumst niður með þeim Barry Hogan sem stofnaði ATP árið 1999 og Deborah Kee Higgins sem hefur unnið fyrir hana frá árinu 2004 og ræddum við þau um hátíðina.

Dagskráin tilbúin

Dagskrá hátíðarinnar er nú komin á netið. Þar má sjá hvenær hljómsveitirnar koma fram, hvaða bíómyndir verða sýndar í Andrews Theater og hvenær Popppunkturinn og Bókarbingó ATP fer fram o.s.frv.

Til að hlaða niður dagskránni í PDF skjali, smelltu hér.

Tilda Swinton velur kvikmyndir ásamt Jim Jarmusch
Þegar hátíðin var tilkynnt í apríl var sagt frá því að Jim Jarmusch leikstjóri myndi velja bíómyndirnar annan daginn í Andrews Theater. Hinn daginn mun Óskarsverðlaunahafinn Tilda Swinton velja kvikmyndirnar sem sýndar verða. Í dagskránni sem nú er komin er á netið má sjá hvaða myndir þau Jim Jarmusch og Tilda Swinton völdu.

Miðar með gistingu uppseldir
Miðar með gistingu seldust upp fyrir skömmu en í boði voru bæði miðar með herbergi fyrir tvo gesti og miðar með herbergi fyrir fjóra gesti. Þessir miðar eru nú uppseldir. Dagspassar á 9.900 kr. og helgarpassar á 16.900 kr. eru fáanlegir á midi.is.

Rútuferðir á ATP
Til að auðvelda höfuðborgarbúum lífið selur Reykjavík Excursions miða á hátíðina sem fela í sér rútuferðir fram og til baka á hátíðina. Það er bæði hægt að fá helgarpassa og dagpassa með rútuferðum en einnig er hægt að kaupa rútuferðir fyrir alla helgina eða staka daga. Athugið að rúturnar fara upp á Ásbrú frá BSÍ kl. 18:00 og brottför aftur til Reykjavíkur er klukkan 02:00.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *