Hefði getað samið „Get Lucky“ á klukkutíma

Hin yfirlýsingaglaði leppur hljómsveitarinnar Beady Eye; Liam Gallagher hefur aðallega komist í fréttirnar fyrir skrautleg ummæli síðan það flosnaði upp úr samstarfi  Oasis árið 2009. Í flestum tilfellum varðar það að einhverju leiti bróðir hans Noel en Liam var líklega farið að vanta smá athygli  og ákvað nú á dögunum að tjá sig aðeins um Daft Punk.
„ Ég gæti samið þetta lag á klukkutíma. Ég skil ekki þennan spenning, skiljið þig hvað ég á við?“ Sagði Liam í samtali við The Sun varðandi smellinn „Get Lucky“ frá franska dúettnum sem fékk hjálp frá Pharrell Williams og tilvonandi Íslands vininum Nile Rodgers við gerð lagsins. Liam Gallagher lét sér ekki nægja að drulla yfir lagið og bætti við „ Takið þið helvítis hjálmana af ykkur og sjáum hvernig þið lítið út án þeirra“.
20. maí lét Beady Eye frá sér nýtt myndband við lagið „Second Bite of The Apple“ og er plata væntanleg frá þeim þann 10. Júní næstkomandi og ber titilinn „BE“. „ Við erum búnir að setjast niður og einbeita okkur vel að þessu verkefni, hreinsa hugan og ekkert af þessu kjaftæði eins og það var á tíunda áratugnum. Þessi plata er mjög sérstök fyrir okkur.“ Segir Liam um aðra plötu hljómsveitarinnar.

Hér má sjá myndbandið við lagið „Second Bite of The Apple“.

 

Tónleikar helgarinnar 24. – 26. maí

Föstudagur 24. maí

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi.

Kex Hostel:

20:00: Þórir Georg

20:45: Withered Hand

Volta:

21:15: Tonik

22:00: Good Moon Deer

22:50: Bloodgroup

23:40: PVT

00:40: Sykur

 

 

Laugardagur 25. maí

MC Bjór og Bland spilar sína fyrstu tónleika í verslun Lucky Records, Rauðarárstíg 6 klukkan 17:00.

Reykjavík Music Mess heldur áfram:

Kex Hostel:

20:00: Good Moon Deer

20:45: Stafrænn Hákon

Volta:

21:15: Just Another Snake Cult

22:00: OYAMA

22:50: Muck

23:40: DZ Deathrays

00:40: Mammút

Ofvitarnir, Sayatan og Skerðing koma fram á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.

 

Sunnudagur 27. maí

Síðasti dagur Reykjavík Music Mess:

Kex Hostel:

20:00: Just Another Snake Cult

20:45: MMC

Volta:

21:15: Loji

22:00: Stafrænn Hákon

22:50: Withered Hand

23:40: Monotown

 

 

Opnunarveisla Reykjavík Music Mess

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst föstudaginn 24. maí næstkomandi. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi. Dagskrá og upplýsingar um hátíðina er að finna á www.reykjavikmusicmess.com og facebook síðunni  www.facebook.com/rvkmusicmess.
Hátíðin hefst þó með opnunarveislu á KEX Hostel fimmtudaginn 23. maí kl. 20. Þar mun opna myndlistarsýning samhliða hátíðinni en hátíðarhaldarar fengu hóp listamanna til að endurvinna sjónrænt kynningarefni þeirra hljómsveita sem koma fram. Eins mun hin frábæra og stuðvæna Boogie Trouble leika fyrir nokkur lög. Hægt verður að ná í armbönd og kaupa miða á hátíðina og svo munu Thule og Reyka bjóða upp á léttar veitingar.
Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru KEX Hostel, Thule, Reyka, Reykjavíkurborg, Íslandsstofa, Reykjavík Grapevine, Clash Magazine og Volta. Miðasala á hátíðina er enn í fullum gangi á www.midi.is.

Straumur 13. maí 2013

Í Straumi í kvöld kikjum við á fyrstu plötu Daft Punk í 8 ár Random Access Memories. Víð kíkjum einnig á nýtt efni frá Wampire, Wild Nothings, The National og mörgum öðrum. Straumur á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 13. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Give Life Back To Music – Daft Punk
2) Giorgio by Moroder – Daft Punk
3) Instant Crush (featuring Julian Casablancas) – Daft Punk
4) Lose Yourself to Dance (featuring Pharrel Williams)  – Daft Punk
5) Doin’ it Right! (featuring  Panda Bear) – Daft Punk
6) The Socialites (AlunaGeorge remix) – Dirty Projectors
7) Warm Water – Banks
8) Trains – Wampire
9) The Hease – Wampire
10) Spirit Forest – Wampire
11) Snacks – Wampire
12) The Body In Rainfall – Wild Nothing
13) Ride – Wild Nothig
14) Heavenfaced – The National
15) This Is The Last Time – The National
16) Graceless – The National
17) Latch (acoustic Live) – Sam Smith

 

Myndband frá Foxygen

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen frá Westlake Village í Kaliforníu gáfu út sína aðra plötu We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic þann 22. janúar. Lagið No Destruction er án efa einn af hápunktum plötunnar en því mætti lýsa eins og skemmtilegri  blöndu af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement. Hljómsveitin sendi í dag myndband við þetta frábæra lag.

Tónleikar helgarinnar 8. -12. maí

Miðvikudagur 8. maí

Mosi Frændi, Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðgur og Skelkur í bringu spila á Gamla Gauknum, tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er ókeypis inn.

Á Volta koma fram hljómsveitirnar Ojba Rasta, Mammút og Geimfarar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 9. maí

Á Loft Hostel verða ókeypis tónleikar með Útidúr sem hefjast klukkan 21.

Birgir Örn Steinarsson sem var áður í hljómsveitinni Maus og Hjalti Jón Sverrisson úr Miri munu halda tónleika á Hemma á Valda. Frítt inn og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22.

Shadez of Reykjavík kynna new school djöflashit ásamt Freskimos og GERViSYKUR. Húsið opnar 22 og það kostar 1000 kr inn.

 

 

Föstudagur 10. maí

Hljómsveitin Sykur fagnar próflokum með ókeypis tónleikum á Bar 11. Tónleikarnir hefjast   klukkan 22.

Dikta, Friðrik Dór og 1860 koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

 

 

Laugardagur 11. maí

Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Þar verður hægt að kaupa íslenskar vínylplötur.Markaðurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 20. Hljómsveitir koma fram og leika listir sínar af útgefnum vínylplötum!

15:00 Kippi Kaninus
16:00 Low Roar
17:00 Valdimar
18:00 Hjaltalín

FM Belfast og Vök koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

Langi Seli og Skuggarnir koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er frítt inn.

 

 

Mynd: Elín Lóa

Straumur 6. maí 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni frá Classixx, Vampire Weekend, MS MR, tonmo, Mark McGuire og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 6. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Unbelievers – Vampire Weekend
2) Ya Hey – Vampire Weekend
3) Hannah Hunt – Vampire Weekend
4) Worship You – Vampire Weekend
5) Trains – Wampire
6) Hurricane (CHVRCHES remix) – MS MR
7) Just Desserts – Marina and The Diamonds & Charli XCX
8) Go With The Wind – The Child of Lov
9) Warrior – The Child of Lov
10) Rhythm Santa Clara – Classixx
11) All Your Waiting For – Classixx
12) Hanging Gardens – Classixx
13) Dominoes – Classixx
14) Punta Rosarito – Tonmo
15) Second Summer (RAC remix) – YACHT
16) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage
17) In Search Of The Miraculous – Mark McGuire
18) Young Lion – Vampire Weekend

Lay Low með tónleika heima í stofu

Næsta laugardag þann 4. maí mun tónlistarkonan Lay Low bjóða uppá litla sóló tónleika frá stofunni heima hjá sér. Síminn mun hjálpa til við að stream-a tónleikunum beint þannig að fólk geti verið með yfir internetið. Tónleikarnir byrja klukkan 21 og eru ókeypis. Ef fólk er með eitthvað sérstakt Lay Low óskalag má setja það í komment á facebook síðu Lay Low
eða nota #laylowlive á twitter eða instagram. Slóðinn á tónleikana  er http://www.siminn.is/laylowlive/

mynd: Pu The Owl